Fleiri fréttir MP3-spilarar geta truflað gangráða Bandarískir læknar segja að rannsóknir hafi leitt í ljós að ef heyrnartól eru notuð með MP3 stafrænum spilurum eins og iPod geti það valdið truflunum á hjartagangráðum. 10.11.2008 07:16 Þungt haldin eftir bílslys Kona á níræðisaldri, sem varð fyrir bíl á Akranesi í gærkvöldi og var flutt á alysadeild Landspítalans í Reykjavík, liggur þungt haldin á gjörgæsludeild spítalans. 10.11.2008 07:13 Segir engin lög hafa verið brotin Hannes Smárason segir að engin lög hafi verið brotin og vísar ásökunum Morgunblaðsins um ólögmætar peningamillifærslur á bug. Morgunblaðið segir frá því í morgun að heimildir blaðsins hermi að FL, sem Hannes gegndi stjórnarformennsku í, hefði flutt 3 milljarða króna á reikning hjá Kaupþingi í Lúxemborg. Þeir fjármunir hafi síðan verið notaðir af Pálma Haraldssyni til kaupa á Sterling flugfélaginu. 9.11.2008 20:41 Vill að viðskipta- og fjármálaráðherra axli ábyrgð á ástandinu Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagði í Mannamáli á Stöð 2 í kvöld að viðskipta- og fjármálaráðherra ættu að axla ábyrgð á atburðum síðustu vikna og taka poka sinn. Einnig kom fram í þættinum að samtök atvinnulífsins og ASÍ vinna að efnahagspakka sem vonandi endar með þjóðarsátt. 9.11.2008 20:01 Öll úrskurðuð í gæsluvarðhald Tvær konur og einn karlmaður voru í kvöld úrskurðuð í gæsluvarðhald til 28.nóvember í tengslum við mannslát í sumarbústað í Grímsnesi í gærmorgun. Áður hafði annar karlmaður verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. 9.11.2008 20:34 Kreppan hér er alvarlegri en sú sem Finnar upplifðu Sú kreppa sem Íslendingar standa frammi fyrir er mun alvarlegri en það sem Finnar upplifðu á árunum 1990 til 1994. Er þá sama hvaða hagfræðilegi mælikvarði er notaður. Þetta er mat Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra í Finnland. 9.11.2008 18:47 Hundruðum barna vísað frá heimilum ABC í Kenýa Hundruð barna sem hafa búið á heimili ABC barnahjálpar í Kenýa var í gær vísað frá. Starfsemi ABC í Kenýa er í algeru uppnámi eftir að vopnað rán var framið á skrifstofu samtakanna. 9.11.2008 18:41 Eldarnir brenna - við þurfum að skipta út krónunni á næstu vikum Við erum í kapphlaupi við tímann, eldarnir brenna enn og við þurfum að skipta út krónunni á næstu vikum. Þetta segir Baldur Pétursson, aðstoðarframkvæmdastjóri Þróunarbanka Evrópu. 9.11.2008 18:37 Ikea vísitalan hækkar um 47% Ikea vísitala Stöðvar tvö hefur hækkað um fjörutíu og sjö prósent frá því bæklingur sænsku verslanakeðjunnar var dreift á heimili landsins í fyrra. Hvort IKEA-vísitalan veitir vísbendingu um verðhækkanir á innfluttum vörum er óvíst - því kollsteypa krónunnar gagnvart evru var 90% á sama tíma. 9.11.2008 19:30 Stórbruni í Drammen í Noregi - hugsanlega átök milli Pólverja Tveir fórust og fimm er saknað eftir stórbruna í gömlu húsi í Drammen í Noregi í dag. Í húsinu bjuggu einir tuttugu pólskir verkamenn. 9.11.2008 17:11 Björn um synjun forsetans á fjölmiðlalögunum Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra landsins skrifar pistil á heimasíðu sína í dag. Þar veltir hann m.a fyrir sér stöðu fjölmiðla á Íslandi og segir það ótrúleg tíðindi ef það teljist samrýmast eðlilegri skipan „fjórða valdsins“ að sami eigandi sé þungamiðjan í verslunarrekstri í landinu og öllum fjölmiðlum nema RÚV og Viðskiptalblaðsins. 9.11.2008 16:54 Ekki refsað fyrir nauðgunina sjálfa Á Kristalsnótt sem stóð raunar níunda og tíunda nóvember árið 1938 þyrptust brúnstakkar Nazista og almennir borgarar út á götur í borgum og bæjum Þýskalands og brutu alla glugga í tugþúsundum verslana og heimila gyðinga. 9.11.2008 16:19 Kreppubrandarar óskast Sem betur fer hefur skopskynið ekki svikið Íslendinga þótt á móti blási. Allskonar brandarar eru á ferð og flugi um netið, sumir í orðum aðrir í myndum. 9.11.2008 16:10 Heimshorn -aftökur Þrír indónesiskir múslimar voru teknir af lífi í dag fyrir sprengjutilræðið á eynni Bali árið 2002. 9.11.2008 14:47 Gæsluvarðhalds krafist yfir fjórða manninum Lögreglan á Selfossi hefur farið fram á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir fjórða manninum sem handtekinn var síðdegis í gær vegna mannsláts í sumarbústað í Grímsnesi. Ákvörðun dómari mun liggja fyrir síðar í dag. 9.11.2008 14:44 Tvítugur piltur stunginn til bana á Englandi Tvítugur karlmaður fannst látinn í bakgarði í Bournemouth á Englandi í gærmorgun. Maðurinn var stunginn til bana. Lögreglan hefur gefið út að hún rannsaki málið sem morðmál þar sem líkið hafi verið með stungusár á bringunni. 9.11.2008 14:26 Þýðir ekkert fyrir Breta að senda okkur Icesavereikning Það þýðir ekkert fyrir Breta að senda okkur reikninginn fyrir innistæðum sparifjáreigenda hjá Icesave, segir Geir H. Haarde forsætisráðherra. 9.11.2008 12:16 Einn í gæsluvarðhald vegna mannsláts í sumarbústað Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28.nóvember vegna mannslát í sumarbústað í Grímsnesi í gær. Maðurinn var handtekinn ásamt tveimur öðrum konum á staðnum. Lögregla fór einnig fram á að konurnar yrðu úrskurðaðar í gæsluvarðhald en dómari tók sér frest þar til síðar í dag til þess að kveða upp úrskurð varðandi þær. 9.11.2008 11:34 Íslensk mótmæli í heimsfréttunum Loksins er Ísland á allra vörum, út um allan heim. Kannski ekki alveg af þeim ástæðum sem Íslendingar hefðu kosið. 9.11.2008 11:31 Feðradagur í skugga fjármálakreppu Feðradagurinn er haldinn í dag í þriðja skiptið en það er félag Foreldra um jafnrétti sem stendur að deginum. Lúðvík Börkur Jónsson formaður félagsins segir að í upphafi hafi krafan um daginn einfaldlega komið vegna mæðradagsins. Dagurinn á að minna fólk á stöðu og réttindi barna og feðra sem ekki búa við hefðbundið fjölskyldumynstur. 9.11.2008 11:09 Af húmorslausum hálfvitum Carla Bruni-Sarkozy forsetafrú Frakklands segir að hún sé glöð yfir að vera ekki lengur ítalskur ríkisborgari, eftir ummæli Silvios Berlusconis forsætisráðherra Ítalíu um Barack Obama. 9.11.2008 10:08 Ráðherrabústaðnum lokað vegna aðgerðarleysis Lögreglan fjarlægði borða sem settir höfðu verið upp við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í nótt. Samkvæmt heimildum Vísis sáu einhverjir sig knúna til þess að líma fyrir gluggana og strengja borða við innganginn með áletruninni „Lokað vegna aðgerðarleysis“. 9.11.2008 10:05 Egyptar vilja ekki sjá son Bin Laden Egypsk yfirvöld neituðu í dag að hleypa syni Osama bin Laden og konu hans inn í landið. Þau voru sett um borð í flugvél til Quatar. Hjónin hafa verið á nokkru flakki því þeim hefur einnig verið synjað um landgönguleyfi í Bretlandi og á Spáni, þar sem þau sóttu um hæli. 9.11.2008 09:56 Tuttugu létust í rússneskum kjarnorkukafbáti Tuttugu sjóliðar létu lífið og tuttugu og einn slasaðist um borð í rússneskum kjarnorkukafbáti á Kyrrahafi í gær. Svo virðist sem slökkvikerfi bátsins hafi verið virkjað fyrir slysni. Rússneska flotastjórnin segir að kjarnaofn bátsins sé óskemmdur. 9.11.2008 09:49 Mannslát í sumarbústað: Hinir handteknu enn í haldi Fólkið sem handtekið var í tengslum við mannslát í sumarbústað rétt fyrir utan Selfoss í gær er enn í haldi að sögn lögreglu. Um hálf níu leytið í gærmorgun hafði maður samband sem hafði komið að félaga sínum látnum í sumarbústað sem þeir gistu í ásamt tveimur konum. Lögregla og sjúkralið fóru á staðinn og var hann úrskurðaður látinn. Maðurinn er útlendingur en þrír samlandar hans voru handteknir á staðnum. Lögregla rannsakar nú málið og segir frekari frétta að vænta síðar í dag. 9.11.2008 09:46 Manni bjargað úr sjónum við Kirkjusand - annar stunginn í miðbænum Lögreglan fékk símtal frá skokkara við Kirkjusand snemma í morgun. Tilkynnti hann um mann á miðjum aldri sem kominn var út í sjó. Þegar lögregla kom á staðinn var vatnið komið upp að mitti. Honum var komið undir læknishendur. 9.11.2008 09:27 Allt í uppnámi eftir vopnað rán á skrifstofu ABC Hjálparstarf ABC í Nairóbí í Kenýa er í algeru uppnámi eftir að vopnað rán var framið á Skrifstofu samtakanna í borginni og andvirði hundruða þúsunda íslenkra króna var stolið. 9.11.2008 16:03 Strætisvagn og fólksbílar í hörðum árekstri - þrír fluttir á sjúkrahús Nokkkuð harður árekstur varð á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu fyrir stundu. Um er að ræða strætisvagn og tvo fólksbíla. Búið er að loka Hringbrautinni í austurátt við Þjóðminjasafnið og í vesturátt á gatnamótunum við BSÍ. 8.11.2008 19:30 Alþingishúsið grýtt með eggjum - aðsúgur gerður að lögreglu Lögreglan segir að á fjórða þúsund manns sé samankominn á Austurvelli að mótmæla ástandinu. Að sögn sjónarvotta var aðsúgur gerður að lögreglunni auk þess sem eggjum rigndi yfir Alþingishúsið. 8.11.2008 15:49 Maðurinn fannst látinn í sumarbústað Í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi vegna mannslát rétt fyrir utan bæinn kemur fram að rétt fyrir hálf níu í morgun hafi maður haft samband og sagst hafa komið að félaga sínum látnum í sumarbústað sem þeir gistu í ásamt tveimur konum. 8.11.2008 16:31 Veðmálasíða gefst upp á íslensku krónunni Veðmálasíðan bet365.com sem margir íslendingar hafa stundað undanfarin ár er búin að gefast upp á íslensku krónunni. Hægt er að veðja á úrslit leikja í hinum ýmsu íþróttagreinum og hefur síðan notið töluverða vinsælda. Nokkur dæmi eru um að aðstandendur síðunnar hafi hringt í íslenska notendur og beðið þá um að skipta um gjaldmiðil. 8.11.2008 15:06 Mikil reiði á borgarafundi í Iðnó Fullt var út úr dyrum á borgarafundi í Iðnó sem var að ljúka fyrir stundu. Þingmenn frá öllum flokkum létu sjá sig á fundinum og greinilegt var að fólki var heitt í hamsi. Enginn formaður stjórnmálaflokks lét sjá sig að Ómari Ragnarssyni frá Íslandshreyfingunni undanskildnum og Steingrími J Sigfússyni formanni Vg. 8.11.2008 14:53 Rannsaka mannslát rétt fyrir utan Selfoss Tilkynning um mannslát barst lögreglunni á Selfossi í morgun en nú fer fram vettvangsathugun. Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi segir að mannslát séu alltaf rannsökuðu hvort sem grunur um sakhæft athæfi sé eða ekki. Hann vill annars lítið gefa uppi um rannsóknina sem er í fullum gangi. 8.11.2008 13:13 Fátæklingar gráir fyrir járnum Tvær af fátækustu þjóðum heims hafa munstrað herafla við landamæri hvors annars. 8.11.2008 10:47 Bretar úthýsa forsætisráðherra Bretar hafa fellt úr gildi vegabréfsáritanir Thaksins Sinawatra fyrrverandi forsætisráðherra Thailands og eiginkonu hans. 8.11.2008 10:37 Ekki vera þolandi, vertu þáttakandi Ekki vera þolandi, vertu þátttakandi - er yfirskrift tveggja kreppusamkoma í Reykjavík í dag. Klukkan eitt hefst opinn borgarafundur um stöðu þjóðarinnar í Iðnó. Öllum stjórnmálamönnum, seðlabankastjórum og bankastjórum er boðið að mæta til að svara spurningum Íslendinga milliliðalaust. 8.11.2008 10:07 Afslappaður og yfirvegaður á sínum fyrsta blaðamannafundi Barack Obama þótti einstaklega afslappaður og yfirvegaður í gær þegar hann hélt sinn fyrsta blaðamannafund eftir að hafa verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Hann svaraði spurningum blaðamanna skýrt og ákveðið, en benti á að hann gæti ekki endilega farið út í smáatriði á þessari stundu. 8.11.2008 09:49 Mikill erill í höfuðborginni - 140 bókanir Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var þónokkur erill hjá lögreglunni í nótt. Eftir gærkvöldið og nóttina liggja 140 bókanir sem telst nokkuð mikið. Níu aðilar voru teknir fyrir meinta ölvun við akstur auk þess sem 5 líkamsárásir voru tilkynntar lögreglu. 8.11.2008 09:19 Ríkið ekki trúverðugur eigandi bankanna Vilhjálmur Egilsson framkvæmdarstjóri samtaka atvinnulífsins segir ríkið ekki trúverðugan eiganda bankanna gagnvart erlendum kröfuhöfum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. 8.11.2008 09:04 Arnarnesvegur lokaður vestan Reykjanesbrautar Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er Arnarnesvegur lokaður vestan Reykjanesbrautar. Þar segir einnig að ný mislæg gatnamót á mótum Arnarnesvegar og Reykjanesbrautar verði opnuð síðar í þessum mánuði. 8.11.2008 08:58 Rice vongóð um frið Condoleezza Rice, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist vera bjartsýn og vonast til þess að ekki sé langt í friðarsamkomulag á milli Ísraela og Palestínumanna. 7.11.2008 22:15 Segir stöðu formanns VR afar erfiða Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna segir að það sé ekki venja að stjórnmálamenn eða stjórnmálaflokkar séu að blanda sér í innri mál félagasamtaka en augljóst sé að staða Gunnars Páls Pálssonar, formanns VR, sé afar erfið. 7.11.2008 20:30 Með brenglaða réttlætiskennd Kjartan Jóhannsson, fyrrum ráðherra og sendiherra, segir að það sé hrollvekjandi að skömmu fyrir fall Kaupþings hafi forystumenn bankans tekið þá ákvörðun að afskrifa skuldir yfirmanna og helstu stjórnenda bankans vegna hlutabréfakaupa. 7.11.2008 21:30 Gagnrýnir kjarnorkuvopnagerð Írana ,,Fyrirætlun Írana að smíðja kjarnorkuvopn er óásættanleg," sagði Barack Obama verðandi Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í Chicago fyrr í dag. Skera verði á tengsl landsins við hryðjuverkahópa. Obama hvatti yfirvöld í Teheran til að hætta að styðja hryðjuverkasamtaka. 7.11.2008 21:00 Björn ánægður með Pólverja Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, segir að ekki sé hægt að setja öll ríki Evrópusambandsins undir sama hatt líkt og hafi sannast í dag þegar fréttir bárust af 200 milljóna evru lánstilboði Pólverja til Íslendinga. 7.11.2008 20:15 Sjá næstu 50 fréttir
MP3-spilarar geta truflað gangráða Bandarískir læknar segja að rannsóknir hafi leitt í ljós að ef heyrnartól eru notuð með MP3 stafrænum spilurum eins og iPod geti það valdið truflunum á hjartagangráðum. 10.11.2008 07:16
Þungt haldin eftir bílslys Kona á níræðisaldri, sem varð fyrir bíl á Akranesi í gærkvöldi og var flutt á alysadeild Landspítalans í Reykjavík, liggur þungt haldin á gjörgæsludeild spítalans. 10.11.2008 07:13
Segir engin lög hafa verið brotin Hannes Smárason segir að engin lög hafi verið brotin og vísar ásökunum Morgunblaðsins um ólögmætar peningamillifærslur á bug. Morgunblaðið segir frá því í morgun að heimildir blaðsins hermi að FL, sem Hannes gegndi stjórnarformennsku í, hefði flutt 3 milljarða króna á reikning hjá Kaupþingi í Lúxemborg. Þeir fjármunir hafi síðan verið notaðir af Pálma Haraldssyni til kaupa á Sterling flugfélaginu. 9.11.2008 20:41
Vill að viðskipta- og fjármálaráðherra axli ábyrgð á ástandinu Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagði í Mannamáli á Stöð 2 í kvöld að viðskipta- og fjármálaráðherra ættu að axla ábyrgð á atburðum síðustu vikna og taka poka sinn. Einnig kom fram í þættinum að samtök atvinnulífsins og ASÍ vinna að efnahagspakka sem vonandi endar með þjóðarsátt. 9.11.2008 20:01
Öll úrskurðuð í gæsluvarðhald Tvær konur og einn karlmaður voru í kvöld úrskurðuð í gæsluvarðhald til 28.nóvember í tengslum við mannslát í sumarbústað í Grímsnesi í gærmorgun. Áður hafði annar karlmaður verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. 9.11.2008 20:34
Kreppan hér er alvarlegri en sú sem Finnar upplifðu Sú kreppa sem Íslendingar standa frammi fyrir er mun alvarlegri en það sem Finnar upplifðu á árunum 1990 til 1994. Er þá sama hvaða hagfræðilegi mælikvarði er notaður. Þetta er mat Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra í Finnland. 9.11.2008 18:47
Hundruðum barna vísað frá heimilum ABC í Kenýa Hundruð barna sem hafa búið á heimili ABC barnahjálpar í Kenýa var í gær vísað frá. Starfsemi ABC í Kenýa er í algeru uppnámi eftir að vopnað rán var framið á skrifstofu samtakanna. 9.11.2008 18:41
Eldarnir brenna - við þurfum að skipta út krónunni á næstu vikum Við erum í kapphlaupi við tímann, eldarnir brenna enn og við þurfum að skipta út krónunni á næstu vikum. Þetta segir Baldur Pétursson, aðstoðarframkvæmdastjóri Þróunarbanka Evrópu. 9.11.2008 18:37
Ikea vísitalan hækkar um 47% Ikea vísitala Stöðvar tvö hefur hækkað um fjörutíu og sjö prósent frá því bæklingur sænsku verslanakeðjunnar var dreift á heimili landsins í fyrra. Hvort IKEA-vísitalan veitir vísbendingu um verðhækkanir á innfluttum vörum er óvíst - því kollsteypa krónunnar gagnvart evru var 90% á sama tíma. 9.11.2008 19:30
Stórbruni í Drammen í Noregi - hugsanlega átök milli Pólverja Tveir fórust og fimm er saknað eftir stórbruna í gömlu húsi í Drammen í Noregi í dag. Í húsinu bjuggu einir tuttugu pólskir verkamenn. 9.11.2008 17:11
Björn um synjun forsetans á fjölmiðlalögunum Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra landsins skrifar pistil á heimasíðu sína í dag. Þar veltir hann m.a fyrir sér stöðu fjölmiðla á Íslandi og segir það ótrúleg tíðindi ef það teljist samrýmast eðlilegri skipan „fjórða valdsins“ að sami eigandi sé þungamiðjan í verslunarrekstri í landinu og öllum fjölmiðlum nema RÚV og Viðskiptalblaðsins. 9.11.2008 16:54
Ekki refsað fyrir nauðgunina sjálfa Á Kristalsnótt sem stóð raunar níunda og tíunda nóvember árið 1938 þyrptust brúnstakkar Nazista og almennir borgarar út á götur í borgum og bæjum Þýskalands og brutu alla glugga í tugþúsundum verslana og heimila gyðinga. 9.11.2008 16:19
Kreppubrandarar óskast Sem betur fer hefur skopskynið ekki svikið Íslendinga þótt á móti blási. Allskonar brandarar eru á ferð og flugi um netið, sumir í orðum aðrir í myndum. 9.11.2008 16:10
Heimshorn -aftökur Þrír indónesiskir múslimar voru teknir af lífi í dag fyrir sprengjutilræðið á eynni Bali árið 2002. 9.11.2008 14:47
Gæsluvarðhalds krafist yfir fjórða manninum Lögreglan á Selfossi hefur farið fram á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir fjórða manninum sem handtekinn var síðdegis í gær vegna mannsláts í sumarbústað í Grímsnesi. Ákvörðun dómari mun liggja fyrir síðar í dag. 9.11.2008 14:44
Tvítugur piltur stunginn til bana á Englandi Tvítugur karlmaður fannst látinn í bakgarði í Bournemouth á Englandi í gærmorgun. Maðurinn var stunginn til bana. Lögreglan hefur gefið út að hún rannsaki málið sem morðmál þar sem líkið hafi verið með stungusár á bringunni. 9.11.2008 14:26
Þýðir ekkert fyrir Breta að senda okkur Icesavereikning Það þýðir ekkert fyrir Breta að senda okkur reikninginn fyrir innistæðum sparifjáreigenda hjá Icesave, segir Geir H. Haarde forsætisráðherra. 9.11.2008 12:16
Einn í gæsluvarðhald vegna mannsláts í sumarbústað Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28.nóvember vegna mannslát í sumarbústað í Grímsnesi í gær. Maðurinn var handtekinn ásamt tveimur öðrum konum á staðnum. Lögregla fór einnig fram á að konurnar yrðu úrskurðaðar í gæsluvarðhald en dómari tók sér frest þar til síðar í dag til þess að kveða upp úrskurð varðandi þær. 9.11.2008 11:34
Íslensk mótmæli í heimsfréttunum Loksins er Ísland á allra vörum, út um allan heim. Kannski ekki alveg af þeim ástæðum sem Íslendingar hefðu kosið. 9.11.2008 11:31
Feðradagur í skugga fjármálakreppu Feðradagurinn er haldinn í dag í þriðja skiptið en það er félag Foreldra um jafnrétti sem stendur að deginum. Lúðvík Börkur Jónsson formaður félagsins segir að í upphafi hafi krafan um daginn einfaldlega komið vegna mæðradagsins. Dagurinn á að minna fólk á stöðu og réttindi barna og feðra sem ekki búa við hefðbundið fjölskyldumynstur. 9.11.2008 11:09
Af húmorslausum hálfvitum Carla Bruni-Sarkozy forsetafrú Frakklands segir að hún sé glöð yfir að vera ekki lengur ítalskur ríkisborgari, eftir ummæli Silvios Berlusconis forsætisráðherra Ítalíu um Barack Obama. 9.11.2008 10:08
Ráðherrabústaðnum lokað vegna aðgerðarleysis Lögreglan fjarlægði borða sem settir höfðu verið upp við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í nótt. Samkvæmt heimildum Vísis sáu einhverjir sig knúna til þess að líma fyrir gluggana og strengja borða við innganginn með áletruninni „Lokað vegna aðgerðarleysis“. 9.11.2008 10:05
Egyptar vilja ekki sjá son Bin Laden Egypsk yfirvöld neituðu í dag að hleypa syni Osama bin Laden og konu hans inn í landið. Þau voru sett um borð í flugvél til Quatar. Hjónin hafa verið á nokkru flakki því þeim hefur einnig verið synjað um landgönguleyfi í Bretlandi og á Spáni, þar sem þau sóttu um hæli. 9.11.2008 09:56
Tuttugu létust í rússneskum kjarnorkukafbáti Tuttugu sjóliðar létu lífið og tuttugu og einn slasaðist um borð í rússneskum kjarnorkukafbáti á Kyrrahafi í gær. Svo virðist sem slökkvikerfi bátsins hafi verið virkjað fyrir slysni. Rússneska flotastjórnin segir að kjarnaofn bátsins sé óskemmdur. 9.11.2008 09:49
Mannslát í sumarbústað: Hinir handteknu enn í haldi Fólkið sem handtekið var í tengslum við mannslát í sumarbústað rétt fyrir utan Selfoss í gær er enn í haldi að sögn lögreglu. Um hálf níu leytið í gærmorgun hafði maður samband sem hafði komið að félaga sínum látnum í sumarbústað sem þeir gistu í ásamt tveimur konum. Lögregla og sjúkralið fóru á staðinn og var hann úrskurðaður látinn. Maðurinn er útlendingur en þrír samlandar hans voru handteknir á staðnum. Lögregla rannsakar nú málið og segir frekari frétta að vænta síðar í dag. 9.11.2008 09:46
Manni bjargað úr sjónum við Kirkjusand - annar stunginn í miðbænum Lögreglan fékk símtal frá skokkara við Kirkjusand snemma í morgun. Tilkynnti hann um mann á miðjum aldri sem kominn var út í sjó. Þegar lögregla kom á staðinn var vatnið komið upp að mitti. Honum var komið undir læknishendur. 9.11.2008 09:27
Allt í uppnámi eftir vopnað rán á skrifstofu ABC Hjálparstarf ABC í Nairóbí í Kenýa er í algeru uppnámi eftir að vopnað rán var framið á Skrifstofu samtakanna í borginni og andvirði hundruða þúsunda íslenkra króna var stolið. 9.11.2008 16:03
Strætisvagn og fólksbílar í hörðum árekstri - þrír fluttir á sjúkrahús Nokkkuð harður árekstur varð á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu fyrir stundu. Um er að ræða strætisvagn og tvo fólksbíla. Búið er að loka Hringbrautinni í austurátt við Þjóðminjasafnið og í vesturátt á gatnamótunum við BSÍ. 8.11.2008 19:30
Alþingishúsið grýtt með eggjum - aðsúgur gerður að lögreglu Lögreglan segir að á fjórða þúsund manns sé samankominn á Austurvelli að mótmæla ástandinu. Að sögn sjónarvotta var aðsúgur gerður að lögreglunni auk þess sem eggjum rigndi yfir Alþingishúsið. 8.11.2008 15:49
Maðurinn fannst látinn í sumarbústað Í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi vegna mannslát rétt fyrir utan bæinn kemur fram að rétt fyrir hálf níu í morgun hafi maður haft samband og sagst hafa komið að félaga sínum látnum í sumarbústað sem þeir gistu í ásamt tveimur konum. 8.11.2008 16:31
Veðmálasíða gefst upp á íslensku krónunni Veðmálasíðan bet365.com sem margir íslendingar hafa stundað undanfarin ár er búin að gefast upp á íslensku krónunni. Hægt er að veðja á úrslit leikja í hinum ýmsu íþróttagreinum og hefur síðan notið töluverða vinsælda. Nokkur dæmi eru um að aðstandendur síðunnar hafi hringt í íslenska notendur og beðið þá um að skipta um gjaldmiðil. 8.11.2008 15:06
Mikil reiði á borgarafundi í Iðnó Fullt var út úr dyrum á borgarafundi í Iðnó sem var að ljúka fyrir stundu. Þingmenn frá öllum flokkum létu sjá sig á fundinum og greinilegt var að fólki var heitt í hamsi. Enginn formaður stjórnmálaflokks lét sjá sig að Ómari Ragnarssyni frá Íslandshreyfingunni undanskildnum og Steingrími J Sigfússyni formanni Vg. 8.11.2008 14:53
Rannsaka mannslát rétt fyrir utan Selfoss Tilkynning um mannslát barst lögreglunni á Selfossi í morgun en nú fer fram vettvangsathugun. Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi segir að mannslát séu alltaf rannsökuðu hvort sem grunur um sakhæft athæfi sé eða ekki. Hann vill annars lítið gefa uppi um rannsóknina sem er í fullum gangi. 8.11.2008 13:13
Fátæklingar gráir fyrir járnum Tvær af fátækustu þjóðum heims hafa munstrað herafla við landamæri hvors annars. 8.11.2008 10:47
Bretar úthýsa forsætisráðherra Bretar hafa fellt úr gildi vegabréfsáritanir Thaksins Sinawatra fyrrverandi forsætisráðherra Thailands og eiginkonu hans. 8.11.2008 10:37
Ekki vera þolandi, vertu þáttakandi Ekki vera þolandi, vertu þátttakandi - er yfirskrift tveggja kreppusamkoma í Reykjavík í dag. Klukkan eitt hefst opinn borgarafundur um stöðu þjóðarinnar í Iðnó. Öllum stjórnmálamönnum, seðlabankastjórum og bankastjórum er boðið að mæta til að svara spurningum Íslendinga milliliðalaust. 8.11.2008 10:07
Afslappaður og yfirvegaður á sínum fyrsta blaðamannafundi Barack Obama þótti einstaklega afslappaður og yfirvegaður í gær þegar hann hélt sinn fyrsta blaðamannafund eftir að hafa verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Hann svaraði spurningum blaðamanna skýrt og ákveðið, en benti á að hann gæti ekki endilega farið út í smáatriði á þessari stundu. 8.11.2008 09:49
Mikill erill í höfuðborginni - 140 bókanir Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var þónokkur erill hjá lögreglunni í nótt. Eftir gærkvöldið og nóttina liggja 140 bókanir sem telst nokkuð mikið. Níu aðilar voru teknir fyrir meinta ölvun við akstur auk þess sem 5 líkamsárásir voru tilkynntar lögreglu. 8.11.2008 09:19
Ríkið ekki trúverðugur eigandi bankanna Vilhjálmur Egilsson framkvæmdarstjóri samtaka atvinnulífsins segir ríkið ekki trúverðugan eiganda bankanna gagnvart erlendum kröfuhöfum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. 8.11.2008 09:04
Arnarnesvegur lokaður vestan Reykjanesbrautar Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er Arnarnesvegur lokaður vestan Reykjanesbrautar. Þar segir einnig að ný mislæg gatnamót á mótum Arnarnesvegar og Reykjanesbrautar verði opnuð síðar í þessum mánuði. 8.11.2008 08:58
Rice vongóð um frið Condoleezza Rice, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist vera bjartsýn og vonast til þess að ekki sé langt í friðarsamkomulag á milli Ísraela og Palestínumanna. 7.11.2008 22:15
Segir stöðu formanns VR afar erfiða Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna segir að það sé ekki venja að stjórnmálamenn eða stjórnmálaflokkar séu að blanda sér í innri mál félagasamtaka en augljóst sé að staða Gunnars Páls Pálssonar, formanns VR, sé afar erfið. 7.11.2008 20:30
Með brenglaða réttlætiskennd Kjartan Jóhannsson, fyrrum ráðherra og sendiherra, segir að það sé hrollvekjandi að skömmu fyrir fall Kaupþings hafi forystumenn bankans tekið þá ákvörðun að afskrifa skuldir yfirmanna og helstu stjórnenda bankans vegna hlutabréfakaupa. 7.11.2008 21:30
Gagnrýnir kjarnorkuvopnagerð Írana ,,Fyrirætlun Írana að smíðja kjarnorkuvopn er óásættanleg," sagði Barack Obama verðandi Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í Chicago fyrr í dag. Skera verði á tengsl landsins við hryðjuverkahópa. Obama hvatti yfirvöld í Teheran til að hætta að styðja hryðjuverkasamtaka. 7.11.2008 21:00
Björn ánægður með Pólverja Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, segir að ekki sé hægt að setja öll ríki Evrópusambandsins undir sama hatt líkt og hafi sannast í dag þegar fréttir bárust af 200 milljóna evru lánstilboði Pólverja til Íslendinga. 7.11.2008 20:15