Erlent

Tvítugur piltur stunginn til bana á Englandi

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Tvítugur karlmaður fannst látinn í bakgarði í Bournemouth á Englandi í gærmorgun. Maðurinn var stunginn til bana. Lögreglan hefur gefið út að hún rannsaki málið sem morðmál þar sem líkið hafi verið með stungusár á bringunni.

Það var vegfarandi sem fann líkið en hann var á göngu yfir brú skammt frá bakgarðinum og í kjölfarið mætti lögreglan á staðinn og afgirti svæðið.

Neil Redstone yfirmaður hjá lögreglunni biðlaði til þeirra sem eitthvað vita um málið að hafa samband við lögreglu. „Einhver einhversstaðar, kannski hópur fólks, veit, eða grunar að það viti hver ber ábygð á dauða þessa unga manns."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×