Fleiri fréttir Hvetja bílstjóra til að þeyta flauturnar Ökumenn á Kringlumýrarbraut og öðrum stórum umferðaræðum hafa í dag og í gær verið hvattir til að þeyta bílflauturnar séu þeir ósáttir með efnahagsástandið. Mikilvægt að láta í sér heyra segir laganeminn sem stendur fyrir þessu. 7.11.2008 19:10 Leiðir um aðstoð á leiðinni Leiðir til að aðstoða lántekendur vegna verðtryggingar ættu að liggja fyrir í næstu viku samkvæmt félagsmálaráðherra. 7.11.2008 19:01 Uppgjafahermenn á Rauða torginu Hinn sjöunda nóvember árið 1941 marséruðu rússneskir hermenn yfir Rauða torgið í Moskvu á leið sinni beint á vígvöllinn. Hersveitir nazista voru þá í aðeins nokkurra tuga kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni. 7.11.2008 18:53 Týndi skónum við vígslu fótboltavallar Michelle Bachelet forseti Chile vígði í dag nýjan knattspyrnuleikvang sem verður notaður fyrir kvennalið undir tuttugu ára aldri í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu sem hefst 20 nóvember. 7.11.2008 18:47 Lög ekki brotin með lánum til starfsmanna Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, segir fráleitt að lög hafi verið brotin með lánum til starfsmanna Kaupþings vegna hlutabréfakaupa. 7.11.2008 18:40 Réðust inn á dekkjaverkstæði Lögreglan hafði fyrr í dag afskipti af hópi karlmanna af erlendum uppruna á Bíldshöfða. Mennirnir réðust inn í dekkjaverkstæði á Tangarhöfða og veittust að starfsmanni verkstæðisins. Að sögn lögreglu var var mikill hiti í mönnum. 7.11.2008 17:57 Þorsteinn hættir sem rektor á Akureyri Á háskólaráðsfundi föstudaginn tilkynnti Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, þá ákvörðun sína að hætta störfum sem rektor háskólans þegar ráðningartímabili hans lýkur 5. maí næstkomiandi. 7.11.2008 17:41 Fleiri heimsækja Viðey Haustið hefur verið litríkt og skemmtilegt í Viðey og greinilegt að æ fleiri kjósa að njóta þar útivistar samkvæmt Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur verkefnastjóri Viðeyjar. 7.11.2008 17:20 Minna á mikilvægi sjálfboðaliðasamtaka Samtökin almannaheill, sem eru regnhlífarsamtök frjálsra félagasamtaka sem starfa að almannaheillum, minna á mikilvægi starfsemi sinnar í því ástandi sem nú er í þjóðfélaginu, og skora á Alþingi að skera ekki niður fjárframlög til slíkra samtaka við endurgerð fjárlaga. 7.11.2008 17:14 Íslendingar ekki í lakari stöðu gagnvart IMF en Ungverjar og Úkraínumenn Geir Haarde sagði, á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í dag, að stjórnvöld telji Íslendinga ekki í lakari stöðu gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en Ungverjar og Úkraínumenn, en þessar tvær þjóðir eru þegar búnar að fá samþykki frá stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. 7.11.2008 17:03 Flugslysaæfing á Bakkaflugvelli á morgun Flugstoðir standa á morgun fyrir flugslysaæfingu á flugvellinum á Bakka en um er að ræða sjöttu æfingu félagsins á síðustu tveimur árum. 7.11.2008 16:46 Valur, Magnús og Ásmundur fara fyrir bankaráðum Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra tilkynnti rétt í þessu um það hverjir sitja í nýskipuðum bankaráðum ríkisbankanna. Hann þakkaði um leið þeim sem setið hafa í bankaráðunum frá því ríkið tók yfir bankana kærlega fyrir vel unnin störf og mikla fórnvísi. Það er fjármálaráðherra sem skipar í ráðin en allir flokkar komu að því að tilnefna fólk. Björgvin sagði á blaðamannafundi í dag að stjórnarandstaðan hafi fengið að velja sex aðalmenn, tvo í hvert ráð. Bankaráðsmenn eru eftirfarandi: 7.11.2008 16:10 Meintir nauðgarar látnir lausir Fjórum karlmönnum sem grunaðir voru um að hafa nauðgað 17 ára gamalli stúlku fyrr í vikunni. Þrír mannanna voru handteknir á þriðjudag vegna málsins og fjórði daginn eftir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði þá alla í gæsluvarðhald til næsta þriðjudags. 7.11.2008 16:03 Geir staðfestir lán Pólverja Geir H. Haarde forsætisráðherra staðfesti á blaðamannafundi fyrir stundu að Pólverjar hefðu boðist til að lána Íslendingum 200 milljónir dollara vegna þeirra efnahagsþrenginga sem Íslendingar ganga í gegnum. 7.11.2008 16:00 Fullyrt að Hollendingar og Bretar ætli sér að koma í veg fyrir IMF - lánið Hollenska viðskiptablaðið RNC fullyrðir að Hollendingar og Bretar ætli sér að koma í veg fyrir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fallist á lán til handa Íslendingum ef ekki verði greitt úr Icesave deilunni fyrst. Blaðið segist hafa þetta eftir heimildum innan úr hollenska fjármálaráðuneytinu sem þó vilji ekki staðfesta það opinberlega. Bretar eiga samkvæmt fréttinni að vera samstíga Hollendingum í málinu án þess að þeir vilji tjá sig um það. 7.11.2008 15:44 Vopnað rán á skrifstofu ABC í Kenía Vopnað rán var framið á skrifstofu ABC-samtakanna í Nairóbí í Kenía. Eftir því sem segir í tilkynningu samtakanna er skrifstofa samtakanna á neðri hæð starfsmannahúss og voru þrjár konur í húsinu. 7.11.2008 15:40 Fimm ára fangelsi fyrir lífshættulega hnífstungu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Sævar Sævarsson í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps en hann stakk erlendan karlmann í tvígang í miðbænum föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi. 7.11.2008 15:01 Björgunarsveitir fundu engin merki um mannaferðir Björgunarsveitir sem kallaðar voru út í dag eftir að neyðarsendir fór í gang nærri Sprengisandsleið, fundu engin merki um mannaferðir. Lögregla hefur ákveðið að hætta eftirgrennslan að sinni og eru björgunarsveitir á leið af svæðinu. Þær munu kanna hvort mannaferðir hafi verið við skála á leið sinni til baka. 7.11.2008 15:01 Palin og McCain töluðust lítið við í kosningabaráttunni Sarah Palin, varaforsetaefni repúblikana í nýafstöðnum kosningum í Bandaríkjunum, var ekki fyrsti kostur Johns McCains forsetaefnis og þau ræddust lítið við í kosningabaráttunni. 7.11.2008 14:46 Samráð ráðherra í algjörum molum á ögurstundu Siv Friðleifsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í utanríkismálanefnd, segir að ekki verði annað ályktað annað af símtali Árna Mathiesen fjármálaráðherra og Alistairs Darling, starfsbróður hans, í október eftir fall bankanna en að samráð Árna við Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hafi verið í algjörum molum á ögurstundu. 7.11.2008 14:18 Þorgerður vill efla menntakerfið til að styrkja atvinnulausa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að hagspá Seðlabankans sé mjög dökk. Hún vill efla menntakerfið til að styrkja þá sem verða atvinnulausir. 7.11.2008 14:07 Handtekinn í tengslum við rannsókn á líkamsárás Lögreglan stöðvaði fyrir stundu bíl á Bíldshöfða og handtók karlmann í tengslum við rannsókn á meintu líkamsárásarmáli. 7.11.2008 13:45 Sýknaður af ákæru um að hafa slegið lögreglumann Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af ákæru um brot gegn valdsstjórninni en honum var gefið að sök að hafa slegið til lögreglumanns aftur í stórum lögreglubíl þannig að lögreglumaðurinn datt aftur fyrir sig. 7.11.2008 13:26 Ræddu um áhrif stýrivaxta og dómínóáhrif í efnahagslífinu Fulltrúar Seðlabankans, ASÍ og Samtaka atvinnulífsins ásamt Gylfa Zoega, hagfræðiprófessor hjá Háskóla Íslands, komu í morgun á fund efnahags- og skattanefndar til þess að ræða áhrif stýrivaxta og efnahagsleg áhrif af falli bankakerfisins, hin svokölluðu dómínóáhrif af gjaldþrotum fyrritækja. 7.11.2008 12:52 Býst ekki við 10% atvinnuleysi Geir Haarde forsætisráðherra segist ekki gera ráð fyrir því að atvinnuleysi geti farið í 10% hér í lok næsta árs eins og spá Seðlabankans geri ráð fyrir. 7.11.2008 12:33 Styðja áætlanir Obama um brottflutning hermanna frá Írak Öryggisráðgjafi írösku ríkisstjórnarinnar styðjur eindregið áætlanir Baracks Obama um að flýta brottflutningi bandarískra hermanna frá landinu. 7.11.2008 12:14 Gunnar Páll með sex milljónir á ári fyrir stjórnarsetu Gunnar Páll Pálsson formaður VR þáði 6,2 milljónir króna fyrir að sitja stjórnarfundi hjá gamla Kaupþingi á síðasta ári. Það er litlu minna en þingmenn þjóðarinnar fá í þingfararkaup. Siðfræðistofnun varaði við því fyrir fjórum árum að formaðurinn sæti í stjórn hlutafélags, eins og Kaupþings - það gæti stefnt trúverðugleika hans í hættu. 7.11.2008 12:08 Mjög slæmt ef IMF myndi ekki veita okkur lán Það hefði mjög slæmar afleiðingar fyrir okkur ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hætti við að veita okkur lán, segir Bjarni Benediktsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Enn er alls óvíst hvort eða hvenær lánið gengur í gegn. 7.11.2008 12:07 Lögregla rannsakar neyðarsendingu Neyðarsending barst Flugstoðum klukkan tíu mínútur yfir tíu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Flugstoðum er ekkert sem bendir til að um flugvél sé að ræða heldur barst sendingin frá jörðu niðri, nærri Tungufelli við Skjálfandafljót. 7.11.2008 12:07 Berluconi segir Obama vera sólbrúnan Forsætisráðherra Ítalíu er enn einusinni í súpunni vegna óviðeigandi ummæla. Hann lýsti Barack Obama sem sólbrúnum. Silvio Berlusconi var að tala við blaðamenn að loknum fundi með Dmitry Medevedev forseta Rússlands. Hann var meðal annars spurður um útlitið í samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna eftir að Barack Obama var kjörinn forseti. 7.11.2008 12:04 Geir kannast ekki við Pólverjalán Geir H. Haarde forsætisráðherra kannast ekki við að Pólverjar ætli að lána Íslendingum 200 milljónir dollara eins og erlendir miðlar hafa greint frá. Þetta kom fram á ríkisstjórnarfundi í morgun. Bloomberg fréttaveitan greindi frá fyrirhuguðu láni í morgun og sagt að lánið fylgi í kjölfar aðstoðar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. 7.11.2008 11:36 Póstverslun með lyf heimiluð Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð sem heimilar póstverslun með lyf en hún er framhald af viðamikilum breytingum á lyfjalögum sem tók gildi 1. október síðastliðinn. 7.11.2008 11:14 Bush og Obama funda í næstu viku George Bush Bandaríkjaforseti mun funda með eftirmanni sínum, Barack Obama, í næstu viku þar sem þeir munu meðal annars ræða hina alþjóðlegu fjármálakreppu og stríðið Írak. 7.11.2008 10:17 Bandaríkjamenn sagðir hafa gert árás í Pakistan Tíu manns eru sagðir látnir eftir að ómönnuð flaug frá Bandaríkjaher hæfði í morgun bækistöðvar uppreisnsarmanna í Waziristan-héraði í Pakistan sem er nærri landamærunum að Afganistan. 7.11.2008 09:48 Pólverjar lána Íslendingum 200 milljónir dollara Pólverjar lána Íslendingum fé vegna efnahagskreppunnar og koma þannig að lánapakka sem fylgir aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. 7.11.2008 08:38 Lyfjanotkun við offitu eykst vestanhafs Bandarísk börn eru við það að setja heimsmet í notkun lyfja við offitu, háum blóðþrýstingi og blóðfitu. 7.11.2008 08:32 Óður repúblikani beit barþjón í nefið Sjötugur repúblikani í Pennsylvaníu-ríki í Bandaríkjunum beit barþjón í nefið og lamdi allt sem fyrir honum varð með göngustaf þegar ljóst varð að Barack Obama yrði næsti forseti Bandaríkjanna. 7.11.2008 08:25 Handtaka bloggsíðuritara ólögleg Malasískur dómstóll úrskurðaði í dag að handtaka manns sem heldur úti bloggsíðu hafi verið ólögleg. 7.11.2008 08:16 Nýjar hjúkrunardeildir fyrir eldri borgara í Kaupmannahöfn Fjórar nýjar hjúkrunardeildir fyrir eldri borgara eru um þessar mundir að hefja starfsemi í Kaupmannahöfn. Þær eru nýstárlegar að því leytinu til að þær eru ætlaðar eldra fólki 7.11.2008 08:12 Doktor limur fyrir dóm eftir helgina Mál danska lýtalæknisins Jørn Ege, sem nefndur hefur verið penislægen upp á dönsku eða limlæknirinn, verður þingfest fyrir héraðsdómi í Kaupmannahöfn á mánudaginn, en hann er ákærður fyrir stórfelld skattsvik. 7.11.2008 07:24 Skemmdi lögreglubíl í ölæði Ölvaður maður, sem var farþegi í bíl sem ölvaður ökumaður ók í Reykjanesbæ í nótt, missti stjórn á skapi sínu eftir að lögreglumenn höfðu flutt þá á stöðina til skýrslutöku. 7.11.2008 07:19 Réttindalaus og efnaður á 124 km hraða Lögreglan á Suðurnesjum mældi ökumann á 124 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund, á Reykjanesbraut við Hafnaveg síðdegis í gær. 7.11.2008 07:17 Síldinni mokað upp Nokkur síldveiðiskip fengu fullfermi rétt utan við höfnina í Stykkishólmi í gær og eru nú á leið til löndunar á Austfjörðum eða í Vestmannaeyjum. 7.11.2008 07:11 Björn Bjarnason vill sérstakan saksóknara Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp um sérstakan saksóknara vegna rannsóknar á bankahruninu. Það er að tillögu Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara, segir Björn á heimasíðu sinni 7.11.2008 07:08 Boða til mótmæla við höfuðstöðvar VR Hópur félaga í VR hefur boðað til mótmælafundar við höfuðstöðvar félagsins í Húsi verslunarinnar. Hópurinn er óánægður með ákvörðun stjórnar Kaupþings um að fella niður ábyrgðir starfsmanna bankans vegna lána sem tekin voru vegna kaupréttarsamninga. Gunnar Páll Pálsson formaður VR sat í stjórn Kaupþings fyrir hönd Lífeyrissjóðs verslunarmanna og samþykkti hann gjörninginn sem hefur valdið ólgu víða. Stjórn félagsins hefur hins vegar lýst yfir fullum stuðningi við Gunnar Pál. 7.11.2008 10:43 Sjá næstu 50 fréttir
Hvetja bílstjóra til að þeyta flauturnar Ökumenn á Kringlumýrarbraut og öðrum stórum umferðaræðum hafa í dag og í gær verið hvattir til að þeyta bílflauturnar séu þeir ósáttir með efnahagsástandið. Mikilvægt að láta í sér heyra segir laganeminn sem stendur fyrir þessu. 7.11.2008 19:10
Leiðir um aðstoð á leiðinni Leiðir til að aðstoða lántekendur vegna verðtryggingar ættu að liggja fyrir í næstu viku samkvæmt félagsmálaráðherra. 7.11.2008 19:01
Uppgjafahermenn á Rauða torginu Hinn sjöunda nóvember árið 1941 marséruðu rússneskir hermenn yfir Rauða torgið í Moskvu á leið sinni beint á vígvöllinn. Hersveitir nazista voru þá í aðeins nokkurra tuga kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni. 7.11.2008 18:53
Týndi skónum við vígslu fótboltavallar Michelle Bachelet forseti Chile vígði í dag nýjan knattspyrnuleikvang sem verður notaður fyrir kvennalið undir tuttugu ára aldri í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu sem hefst 20 nóvember. 7.11.2008 18:47
Lög ekki brotin með lánum til starfsmanna Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, segir fráleitt að lög hafi verið brotin með lánum til starfsmanna Kaupþings vegna hlutabréfakaupa. 7.11.2008 18:40
Réðust inn á dekkjaverkstæði Lögreglan hafði fyrr í dag afskipti af hópi karlmanna af erlendum uppruna á Bíldshöfða. Mennirnir réðust inn í dekkjaverkstæði á Tangarhöfða og veittust að starfsmanni verkstæðisins. Að sögn lögreglu var var mikill hiti í mönnum. 7.11.2008 17:57
Þorsteinn hættir sem rektor á Akureyri Á háskólaráðsfundi föstudaginn tilkynnti Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, þá ákvörðun sína að hætta störfum sem rektor háskólans þegar ráðningartímabili hans lýkur 5. maí næstkomiandi. 7.11.2008 17:41
Fleiri heimsækja Viðey Haustið hefur verið litríkt og skemmtilegt í Viðey og greinilegt að æ fleiri kjósa að njóta þar útivistar samkvæmt Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur verkefnastjóri Viðeyjar. 7.11.2008 17:20
Minna á mikilvægi sjálfboðaliðasamtaka Samtökin almannaheill, sem eru regnhlífarsamtök frjálsra félagasamtaka sem starfa að almannaheillum, minna á mikilvægi starfsemi sinnar í því ástandi sem nú er í þjóðfélaginu, og skora á Alþingi að skera ekki niður fjárframlög til slíkra samtaka við endurgerð fjárlaga. 7.11.2008 17:14
Íslendingar ekki í lakari stöðu gagnvart IMF en Ungverjar og Úkraínumenn Geir Haarde sagði, á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í dag, að stjórnvöld telji Íslendinga ekki í lakari stöðu gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en Ungverjar og Úkraínumenn, en þessar tvær þjóðir eru þegar búnar að fá samþykki frá stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. 7.11.2008 17:03
Flugslysaæfing á Bakkaflugvelli á morgun Flugstoðir standa á morgun fyrir flugslysaæfingu á flugvellinum á Bakka en um er að ræða sjöttu æfingu félagsins á síðustu tveimur árum. 7.11.2008 16:46
Valur, Magnús og Ásmundur fara fyrir bankaráðum Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra tilkynnti rétt í þessu um það hverjir sitja í nýskipuðum bankaráðum ríkisbankanna. Hann þakkaði um leið þeim sem setið hafa í bankaráðunum frá því ríkið tók yfir bankana kærlega fyrir vel unnin störf og mikla fórnvísi. Það er fjármálaráðherra sem skipar í ráðin en allir flokkar komu að því að tilnefna fólk. Björgvin sagði á blaðamannafundi í dag að stjórnarandstaðan hafi fengið að velja sex aðalmenn, tvo í hvert ráð. Bankaráðsmenn eru eftirfarandi: 7.11.2008 16:10
Meintir nauðgarar látnir lausir Fjórum karlmönnum sem grunaðir voru um að hafa nauðgað 17 ára gamalli stúlku fyrr í vikunni. Þrír mannanna voru handteknir á þriðjudag vegna málsins og fjórði daginn eftir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði þá alla í gæsluvarðhald til næsta þriðjudags. 7.11.2008 16:03
Geir staðfestir lán Pólverja Geir H. Haarde forsætisráðherra staðfesti á blaðamannafundi fyrir stundu að Pólverjar hefðu boðist til að lána Íslendingum 200 milljónir dollara vegna þeirra efnahagsþrenginga sem Íslendingar ganga í gegnum. 7.11.2008 16:00
Fullyrt að Hollendingar og Bretar ætli sér að koma í veg fyrir IMF - lánið Hollenska viðskiptablaðið RNC fullyrðir að Hollendingar og Bretar ætli sér að koma í veg fyrir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fallist á lán til handa Íslendingum ef ekki verði greitt úr Icesave deilunni fyrst. Blaðið segist hafa þetta eftir heimildum innan úr hollenska fjármálaráðuneytinu sem þó vilji ekki staðfesta það opinberlega. Bretar eiga samkvæmt fréttinni að vera samstíga Hollendingum í málinu án þess að þeir vilji tjá sig um það. 7.11.2008 15:44
Vopnað rán á skrifstofu ABC í Kenía Vopnað rán var framið á skrifstofu ABC-samtakanna í Nairóbí í Kenía. Eftir því sem segir í tilkynningu samtakanna er skrifstofa samtakanna á neðri hæð starfsmannahúss og voru þrjár konur í húsinu. 7.11.2008 15:40
Fimm ára fangelsi fyrir lífshættulega hnífstungu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Sævar Sævarsson í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps en hann stakk erlendan karlmann í tvígang í miðbænum föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi. 7.11.2008 15:01
Björgunarsveitir fundu engin merki um mannaferðir Björgunarsveitir sem kallaðar voru út í dag eftir að neyðarsendir fór í gang nærri Sprengisandsleið, fundu engin merki um mannaferðir. Lögregla hefur ákveðið að hætta eftirgrennslan að sinni og eru björgunarsveitir á leið af svæðinu. Þær munu kanna hvort mannaferðir hafi verið við skála á leið sinni til baka. 7.11.2008 15:01
Palin og McCain töluðust lítið við í kosningabaráttunni Sarah Palin, varaforsetaefni repúblikana í nýafstöðnum kosningum í Bandaríkjunum, var ekki fyrsti kostur Johns McCains forsetaefnis og þau ræddust lítið við í kosningabaráttunni. 7.11.2008 14:46
Samráð ráðherra í algjörum molum á ögurstundu Siv Friðleifsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í utanríkismálanefnd, segir að ekki verði annað ályktað annað af símtali Árna Mathiesen fjármálaráðherra og Alistairs Darling, starfsbróður hans, í október eftir fall bankanna en að samráð Árna við Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hafi verið í algjörum molum á ögurstundu. 7.11.2008 14:18
Þorgerður vill efla menntakerfið til að styrkja atvinnulausa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að hagspá Seðlabankans sé mjög dökk. Hún vill efla menntakerfið til að styrkja þá sem verða atvinnulausir. 7.11.2008 14:07
Handtekinn í tengslum við rannsókn á líkamsárás Lögreglan stöðvaði fyrir stundu bíl á Bíldshöfða og handtók karlmann í tengslum við rannsókn á meintu líkamsárásarmáli. 7.11.2008 13:45
Sýknaður af ákæru um að hafa slegið lögreglumann Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af ákæru um brot gegn valdsstjórninni en honum var gefið að sök að hafa slegið til lögreglumanns aftur í stórum lögreglubíl þannig að lögreglumaðurinn datt aftur fyrir sig. 7.11.2008 13:26
Ræddu um áhrif stýrivaxta og dómínóáhrif í efnahagslífinu Fulltrúar Seðlabankans, ASÍ og Samtaka atvinnulífsins ásamt Gylfa Zoega, hagfræðiprófessor hjá Háskóla Íslands, komu í morgun á fund efnahags- og skattanefndar til þess að ræða áhrif stýrivaxta og efnahagsleg áhrif af falli bankakerfisins, hin svokölluðu dómínóáhrif af gjaldþrotum fyrritækja. 7.11.2008 12:52
Býst ekki við 10% atvinnuleysi Geir Haarde forsætisráðherra segist ekki gera ráð fyrir því að atvinnuleysi geti farið í 10% hér í lok næsta árs eins og spá Seðlabankans geri ráð fyrir. 7.11.2008 12:33
Styðja áætlanir Obama um brottflutning hermanna frá Írak Öryggisráðgjafi írösku ríkisstjórnarinnar styðjur eindregið áætlanir Baracks Obama um að flýta brottflutningi bandarískra hermanna frá landinu. 7.11.2008 12:14
Gunnar Páll með sex milljónir á ári fyrir stjórnarsetu Gunnar Páll Pálsson formaður VR þáði 6,2 milljónir króna fyrir að sitja stjórnarfundi hjá gamla Kaupþingi á síðasta ári. Það er litlu minna en þingmenn þjóðarinnar fá í þingfararkaup. Siðfræðistofnun varaði við því fyrir fjórum árum að formaðurinn sæti í stjórn hlutafélags, eins og Kaupþings - það gæti stefnt trúverðugleika hans í hættu. 7.11.2008 12:08
Mjög slæmt ef IMF myndi ekki veita okkur lán Það hefði mjög slæmar afleiðingar fyrir okkur ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hætti við að veita okkur lán, segir Bjarni Benediktsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Enn er alls óvíst hvort eða hvenær lánið gengur í gegn. 7.11.2008 12:07
Lögregla rannsakar neyðarsendingu Neyðarsending barst Flugstoðum klukkan tíu mínútur yfir tíu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Flugstoðum er ekkert sem bendir til að um flugvél sé að ræða heldur barst sendingin frá jörðu niðri, nærri Tungufelli við Skjálfandafljót. 7.11.2008 12:07
Berluconi segir Obama vera sólbrúnan Forsætisráðherra Ítalíu er enn einusinni í súpunni vegna óviðeigandi ummæla. Hann lýsti Barack Obama sem sólbrúnum. Silvio Berlusconi var að tala við blaðamenn að loknum fundi með Dmitry Medevedev forseta Rússlands. Hann var meðal annars spurður um útlitið í samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna eftir að Barack Obama var kjörinn forseti. 7.11.2008 12:04
Geir kannast ekki við Pólverjalán Geir H. Haarde forsætisráðherra kannast ekki við að Pólverjar ætli að lána Íslendingum 200 milljónir dollara eins og erlendir miðlar hafa greint frá. Þetta kom fram á ríkisstjórnarfundi í morgun. Bloomberg fréttaveitan greindi frá fyrirhuguðu láni í morgun og sagt að lánið fylgi í kjölfar aðstoðar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. 7.11.2008 11:36
Póstverslun með lyf heimiluð Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð sem heimilar póstverslun með lyf en hún er framhald af viðamikilum breytingum á lyfjalögum sem tók gildi 1. október síðastliðinn. 7.11.2008 11:14
Bush og Obama funda í næstu viku George Bush Bandaríkjaforseti mun funda með eftirmanni sínum, Barack Obama, í næstu viku þar sem þeir munu meðal annars ræða hina alþjóðlegu fjármálakreppu og stríðið Írak. 7.11.2008 10:17
Bandaríkjamenn sagðir hafa gert árás í Pakistan Tíu manns eru sagðir látnir eftir að ómönnuð flaug frá Bandaríkjaher hæfði í morgun bækistöðvar uppreisnsarmanna í Waziristan-héraði í Pakistan sem er nærri landamærunum að Afganistan. 7.11.2008 09:48
Pólverjar lána Íslendingum 200 milljónir dollara Pólverjar lána Íslendingum fé vegna efnahagskreppunnar og koma þannig að lánapakka sem fylgir aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. 7.11.2008 08:38
Lyfjanotkun við offitu eykst vestanhafs Bandarísk börn eru við það að setja heimsmet í notkun lyfja við offitu, háum blóðþrýstingi og blóðfitu. 7.11.2008 08:32
Óður repúblikani beit barþjón í nefið Sjötugur repúblikani í Pennsylvaníu-ríki í Bandaríkjunum beit barþjón í nefið og lamdi allt sem fyrir honum varð með göngustaf þegar ljóst varð að Barack Obama yrði næsti forseti Bandaríkjanna. 7.11.2008 08:25
Handtaka bloggsíðuritara ólögleg Malasískur dómstóll úrskurðaði í dag að handtaka manns sem heldur úti bloggsíðu hafi verið ólögleg. 7.11.2008 08:16
Nýjar hjúkrunardeildir fyrir eldri borgara í Kaupmannahöfn Fjórar nýjar hjúkrunardeildir fyrir eldri borgara eru um þessar mundir að hefja starfsemi í Kaupmannahöfn. Þær eru nýstárlegar að því leytinu til að þær eru ætlaðar eldra fólki 7.11.2008 08:12
Doktor limur fyrir dóm eftir helgina Mál danska lýtalæknisins Jørn Ege, sem nefndur hefur verið penislægen upp á dönsku eða limlæknirinn, verður þingfest fyrir héraðsdómi í Kaupmannahöfn á mánudaginn, en hann er ákærður fyrir stórfelld skattsvik. 7.11.2008 07:24
Skemmdi lögreglubíl í ölæði Ölvaður maður, sem var farþegi í bíl sem ölvaður ökumaður ók í Reykjanesbæ í nótt, missti stjórn á skapi sínu eftir að lögreglumenn höfðu flutt þá á stöðina til skýrslutöku. 7.11.2008 07:19
Réttindalaus og efnaður á 124 km hraða Lögreglan á Suðurnesjum mældi ökumann á 124 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund, á Reykjanesbraut við Hafnaveg síðdegis í gær. 7.11.2008 07:17
Síldinni mokað upp Nokkur síldveiðiskip fengu fullfermi rétt utan við höfnina í Stykkishólmi í gær og eru nú á leið til löndunar á Austfjörðum eða í Vestmannaeyjum. 7.11.2008 07:11
Björn Bjarnason vill sérstakan saksóknara Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp um sérstakan saksóknara vegna rannsóknar á bankahruninu. Það er að tillögu Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara, segir Björn á heimasíðu sinni 7.11.2008 07:08
Boða til mótmæla við höfuðstöðvar VR Hópur félaga í VR hefur boðað til mótmælafundar við höfuðstöðvar félagsins í Húsi verslunarinnar. Hópurinn er óánægður með ákvörðun stjórnar Kaupþings um að fella niður ábyrgðir starfsmanna bankans vegna lána sem tekin voru vegna kaupréttarsamninga. Gunnar Páll Pálsson formaður VR sat í stjórn Kaupþings fyrir hönd Lífeyrissjóðs verslunarmanna og samþykkti hann gjörninginn sem hefur valdið ólgu víða. Stjórn félagsins hefur hins vegar lýst yfir fullum stuðningi við Gunnar Pál. 7.11.2008 10:43