Erlent

Rice vongóð um frið

Rice og Abbas á fundi sínum í Ramallah í dag.
Rice og Abbas á fundi sínum í Ramallah í dag. MYND/AFP

Condoleezza Rice, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist vera bjartsýn og vonast til þess að ekki sé langt í friðarsamkomulag á milli Ísraela og Palestínumanna.

,,Við erum ekki komin að endamarkinu en ég er sannfærð að það takist áður en langt um líður ef Palestínumenn og Ísraelar halda sig við samkomulagið sem var undirritað í Annapolis í fyrra," sagði Rice eftir fund sinn með Mahmoud Abbas, forseta Palestínu í dag.

Rice óttast að fyrirhugaðar þingkosningar í Ísrael sem fram fara 10. febrúar á næsta ári og forsetaskiptin í Bandaríkjunum muni hafa þau áhrif að friðarferlinu seinki um marga mánuði.

Rice er í nokkra daga ferð um Mið-Austurlönd. Eftir fundinn með Abbas í dag hélt hún til Jórdaníu til að hitta Abdullah II konung. Á sunnudaginn verður Rice í Egyptalandi og á þriðjudaginn fundar hún með Ehud Olmert í Ísrael.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×