Erlent

Tuttugu létust í rússneskum kjarnorkukafbáti

Tuttugu sjóliðar létu lífið og tuttugu og einn slasaðist um borð í rússneskum kjarnorkukafbáti á Kyrrahafi í gær. Svo virðist sem slökkvikerfi bátsins hafi verið virkjað fyrir slysni. Rússneska flotastjórnin segir að kjarnaofn bátsins sé óskemmdur.

Kafbáturinn heitir Nerpa og er af gerðinni Akula. Byrjað var að smíða hann árið 1991 en fjárveitingar gufuðu upp þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. Smíðin hófst aftur þegar búið braggaðist í Rússlandi og kafbáturinn var í reynslusiglingu þegar þetta slys varð.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×