Erlent

Egyptar vilja ekki sjá son Bin Laden

Osama Bin Laden
Osama Bin Laden

Egypsk yfirvöld neituðu í dag að hleypa syni Osama bin Laden og konu hans inn í landið. Þau voru sett um borð í flugvél til Quatar. Hjónin hafa verið á nokkru flakki því þeim hefur einnig verið synjað um landgönguleyfi í Bretlandi og á Spáni, þar sem þau sóttu um hæli.

Omar bin Laden er Saudi-Arabiskur ríkisborgari og sem slíkur ætti hann að fá dvalarleyfi í Quatar. Hann hefur ekki séð föður sinn í mörg ár og segist andvígur ofbeldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×