Erlent

Fátæklingar gráir fyrir járnum

Óli Tynes skrifar
Til í allt í Burma.
Til í allt í Burma.

Tvær af fátækustu þjóðum heims hafa munstrað herafla við landamæri hvors annars. Bæði Bangladesh og Burma hafa ráðlagt íbúum í landamærahéruðunum að vera viðbúnir að yfirgefa heimili sín ef til átaka kemur.

Byrjað var að skekja spjótin þegar samningaviðræður um umdeilda lögsögu á Bengalflóa runnu út í sandinn. Talið er að olíu- og gaslindir sé að finna á hafsbotni á hinu umdeilda svæði.

Burma hóf leit þar í síðustu viku. Bangladesh sendi samstundis herskip á svæðið en jafnframt samninganefnd til Burma. Út úr þeim viðræðum kom ekkert og því stendur nú her gegn her.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×