Erlent

Afslappaður og yfirvegaður á sínum fyrsta blaðamannafundi

Barack Obama þótti einstaklega afslappaður og yfirvegaður í gær þegar hann hélt sinn fyrsta blaðamannafund eftir að hafa verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Hann svaraði spurningum blaðamanna skýrt og ákveðið, en benti á að hann gæti ekki endilega farið út í smáatriði á þessari stundu.

Bandaríkin hefðu aðeins einn forseta í einu og sá forseti væri nú George Bush. Obama sagði augljóst að efnahagsmálin yrðu í forgangi hjá sér og að þingið yrði að samþykkja nýjan viðreisnar-pakka annaðhvort áður eða strax eftir að hann tæki við embætti í janúar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×