Erlent

Af húmorslausum hálfvitum

Óli Tynes skrifar
Nicolas Sarkozy og Carla Bruni-Sarkozy.
Nicolas Sarkozy og Carla Bruni-Sarkozy.

Carla Bruni-Sarkozy forsetafrú Frakklands segir að hún sé glöð yfir að vera ekki lengur ítalskur ríkisborgari, eftir ummæli Silvios Berlusconis forsætisráðherra Ítalíu um Barack Obama.

Berlusconi sagði að Obama væri ungur, myndarlegur og alltaf sólbrúnn. Þessi ummæli hafa sætt gagnrýni víða. Franska forsetafrúin sagði að sér þættu þessi ummæli undarleg. Sjálfsagt hafi þetta átt að vera brandari, en hún fyndi oft til þess að hún væri ánægð með að vera orðin franskur ríkisborgari.

Berlusconi hefur svarað gagnrýnendum sínum fullum hálsi og kallar þá húmorslausa hálfvita.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×