Innlent

Ráðherrabústaðnum lokað vegna aðgerðarleysis

Frá aðgerðum í nótt.
Frá aðgerðum í nótt.

Lögreglan fjarlægði borða sem settir höfðu verið upp við Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í nótt. Samkvæmt heimildum Vísis sáu einhverjir sig knúna til þess að líma fyrir gluggana og strengja borða við innganginn með áletruninni „Lokað vegna aðgerðarleysis".

Lögreglan segir að hún hafi þurft að fjarlægja einhverja borða við bústaðinn en þeir sem stóðu að uppsetningunni voru á bak og burt. Það urðu því engir eftirmálar vegna uppákomunnar.

Hér má sjá myndband af aðgerðum í nótt.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×