Erlent

Íslensk mótmæli í heimsfréttunum

Óli Tynes skrifar
Mótmæli við Alþingishúsið í gær.
Mótmæli við Alþingishúsið í gær. MYND/Egill Aðalsteinsson

Loksins er Ísland á allra vörum, út um allan heim. Kannski ekki alveg af þeim ástæðum sem Íslendingar hefðu kosið.

Fjölmiðlar frá Alaska til Ástralíu fjalla um efnahagshrunið hér og afleiðinga þess.

Þannig segir til dæmis í dagblaðinu The Strait Times frá mótmælunum við Alþingishúsið í gær. The Strait Times er gefið út í Singapore.

Þar segir frá því að 3-4 þúsund mótmælendur hafi safnast saman í miðborg Reykjavíkur til þess að krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar og þess að bankarnir verði opnari í upplýsingagjöf.

Blaðið segir að þetta séu fjórðu laugardagsmótmælin á Íslandi og að mótmælendum fari stöðugt fjölgandi.

Í New York Times er löng grein um ástandið á Íslandi. Þar segir að þjóðin sé öll í sjokki og talað við fjölmarga Íslendinga. Þeir hafi ekki síst áhyggjur af því orðspori sem nú fer af Íslandi.

Meðal þeirra sem talað er við er kona sem segir að henni líði eins og hún hafi verið sett í fanagelsi og viti ekki hvað hún gerði rangt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×