Erlent

Stórbruni í Drammen í Noregi - hugsanlega átök milli Pólverja

Óli Tynes skrifar

Tveir fórust og fimm er saknað eftir stórbruna í gömlu húsi í Drammen í Noregi í dag. Í húsinu bjuggu einir tuttugu pólskir verkamenn.

Fimmtán þeirra tókst að forða sér út. Íbúarnir segja sjálfir að þeir telji að kviknað hafi í út frá rafmagni.

Slökkviliðsmenn eru ekki eins vissir og hafa beðið rannsóknarlögregluna um að rannsaka eldsupptökin. Þeir telja allt eins líklegt að kveikt hafi verið í húsinu.

Lögreglan mun meðan annars kanna hvort það hafi hugsanlega verið fjárkúgarar sem lögðu að því eld vegna þess að íbúarnir hafi ekki viljað borga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×