Erlent

Bretar úthýsa forsætisráðherra

Óli Tynes skrifar
Thaksin Sinawatra og eiginkona hans.
Thaksin Sinawatra og eiginkona hans.

Bretar hafa fellt úr gildi vegabréfsáritanir Thaksins Sinawatra fyrrverandi forsætisráðherra Thailands og eiginkonu hans.

Thaksin var steypt af stóli árið 2006. Þau hjónin hafa nú verið sakfelld fyrir spillingu í heimalandinu.

Í Thailandi höfðu þau verið látin laus gegn tryggingu en í ágúst síðastliðnum flúðu þau til Lundúna.

Thaksin sagði við komuna þangað að þau fengju ekki réttláta málsmeðferð í Thailandi.

Thailenski forsætisráðherrann fyrrverandi er ekki í Bretlandi þessa stundina og óljóst hvort hann fær að snúa þangað aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×