Erlent

Veðmálasíða gefst upp á íslensku krónunni

Hægt er að veðja á leiki úr enska boltanum.
Hægt er að veðja á leiki úr enska boltanum.

Veðmálasíðan bet365.com sem margir íslendingar hafa stundað undanfarin ár er búin að gefast upp á íslensku krónunni. Hægt er að veðja á úrslit leikja í hinum ýmsu íþróttagreinum og hefur síðan notið töluverða vinsælda. Nokkur dæmi eru um að aðstandendur síðunnar hafi hringt í íslenska notendur og beðið þá um að skipta um gjaldmiðil.

Ekki er lengur hægt að skrá kreditkortanúmer sitt á síðunni nema þá að nota evrur eða annan gjaldmiðil. Þeim sem hafa fengið umrædd símtöl er bent á að eini möguleikinn til þess að veðja á leiki með krónum sé að þú takir þá gjaldeyriráhættuna sjálfur, á þessum tímum gæti það hinsvegar verið nokkuð varasamt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×