Erlent

Heimshorn -aftökur

Óli Tynes skrifar
Einn morðingjanna borinn til grafar.
Einn morðingjanna borinn til grafar. MYND/Getty

Þrír indónesiskir múslimar voru teknir af lífi í dag fyrir sprengjutilræðið á eynni Bali árið 2002. Á annað hundrað manns biðu þá bana. Þúsundir manna mættu við útför tilræðismannanna. Mannfjöldinn hrópaði hástöðum Allahu Akbar, eða Guðer mestur.

Vopnahlésbrot ?

Georgíumenn sökuðu um dag öryggissveitir frá Suður-Ossetíu um að leggja undir sig þorp í Georgíu. Vopnahléseftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa varað við því að vopnahléið sem í gildi er verði rofið.

Skálmöld í Kongó

Leiðtogar ríkja í sunnanverðri Afríku hvöttu í dag til vopnahlés í Lýðveldinu Kongó til þess að hægt verði að veita flóttafólki aðstoð. Hundruð þúsunda manna eru á flótta undan uppreisnarher sem rekur stjórnarherinn og gæsluliða Sameinuðu þjóðanna á undan sér.

Hættuleg tónlist

Bandarískir læknar segja að rannsóknir hafi leitt í ljós að ef heyrnartól eru notuð með MP3 stafrænum spilurum eins og iPod geti það valdið truflunum á hjartagangráðum. MP3 spilararnir eru í sjálfu sér ekki hættulegir. Í heyrnartólunum eru hinsvegar öflugir litlir seglar sem geta valdið truflunum ef þeir eru þrjá sentimetra eða minna frá brjósti manna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×