Erlent

Allt í uppnámi eftir vopnað rán á skrifstofu ABC

Þórunn Helgadóttir
Þórunn Helgadóttir

Hjálparstarf ABC í Nairóbí í Kenýa er í algeru uppnámi eftir að vopnað rán var framið á Skrifstofu samtakanna í borginni og andvirði hundruða þúsunda íslenskra króna var stolið.

Um 260 börn búa á heimili samtakanna og 600 börn ganga í skóla á þeirra vegum. Þórunn Helgadóttir starfsmaður ABC segir að vegna ránsins og gengisáhrifa sem þýðir að ekki berst nægilegt rekstrarfé frá íslandi sé verið að endurmeta starfsemina.

Helmingur barnanna var sendur heim í gær, en aðstæður þeirra sem eftir eru bjóða ekki upp á að þeim sé vísað frá. Allt niður í fjögurra mánaða gömul börn hafa búið á heimili ABC. Þeir sem eru aflögufærir og vilja styrkja starf samtakanna í Kenýa er bent á heimasíðuna abc.is.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×