Ikea vísitalan hækkar um 47% 9. nóvember 2008 19:30 Ikea vísitala Stöðvar tvö hefur hækkað um fjörutíu og sjö prósent frá því bæklingur sænsku verslanakeðjunnar var dreift á heimili landsins í fyrra. Hvort IKEA-vísitalan veitir vísbendingu um verðhækkanir á innfluttum vörum er óvíst - því kollsteypa krónunnar gagnvart evru var 90% á sama tíma. Það er fokið í flest skjól þegar sjálft IKEA hækkar hjá sér verð. Það er fátt í daglegu lífi landsmanna verðtryggt nema lánin - og vöruverð hjá IKEA. Árlega gefur fyrirtækið út heimilisvininn IKEA-bæklinginn - og tryggir verð hans ár fram í tímann. En nú brýtur kreppa lög og í gær auglýsti IKEA hækkanir, að meðaltali um 25%. Rétt eins og útlendir markaðsspekúlantar hafa stuðst við Big Mac vísitöluna - er IKEA vísitala Stöðvar 2 ágæt vísbending um verðlagsþróun í landinu, ekki síst hvernig innfluttar vörur af evrusvæðinu eru líklegar til að hækka. En hvað hefur IKEA vísitalan hækkað á rúmu ári - frá því bæklingurinn kom út í fyrra - og þar til fyrirtækið neyddist til að kippa verðum síðasta bæklings úr sambandi. Tökum stikkprufu. Aril þriggja sæta leðursófi hefur kostaði í fyrrar 99.900 en nú 149.900 - og hefur hækkað um nær 50% milli ára. Linnarp bókaskápurinn hækkaði úr 29.900 í 49.900, eða um 67%. Jonas skrifborðið hækkaði úr tæpum tólf þúsund krónum í tæpar 19 þúsund, eða um tæplega 59%, Favorit 5 lítra pottur hækkaði um 56%, Nominell skrifborðsstóllinn um 25% og loks Björnholmen sjónvarpsskápurinn sem fór úr tæpum 40 í tæp 50 þúsund og hækkaði um 25%. Sem sé, IKEA vísitalan hefur hækkað um 47% á rúmu ári - á sama tíma og evran hefur hækkað um rúm 90% gagnvart krónu. Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Sjá meira
Ikea vísitala Stöðvar tvö hefur hækkað um fjörutíu og sjö prósent frá því bæklingur sænsku verslanakeðjunnar var dreift á heimili landsins í fyrra. Hvort IKEA-vísitalan veitir vísbendingu um verðhækkanir á innfluttum vörum er óvíst - því kollsteypa krónunnar gagnvart evru var 90% á sama tíma. Það er fokið í flest skjól þegar sjálft IKEA hækkar hjá sér verð. Það er fátt í daglegu lífi landsmanna verðtryggt nema lánin - og vöruverð hjá IKEA. Árlega gefur fyrirtækið út heimilisvininn IKEA-bæklinginn - og tryggir verð hans ár fram í tímann. En nú brýtur kreppa lög og í gær auglýsti IKEA hækkanir, að meðaltali um 25%. Rétt eins og útlendir markaðsspekúlantar hafa stuðst við Big Mac vísitöluna - er IKEA vísitala Stöðvar 2 ágæt vísbending um verðlagsþróun í landinu, ekki síst hvernig innfluttar vörur af evrusvæðinu eru líklegar til að hækka. En hvað hefur IKEA vísitalan hækkað á rúmu ári - frá því bæklingurinn kom út í fyrra - og þar til fyrirtækið neyddist til að kippa verðum síðasta bæklings úr sambandi. Tökum stikkprufu. Aril þriggja sæta leðursófi hefur kostaði í fyrrar 99.900 en nú 149.900 - og hefur hækkað um nær 50% milli ára. Linnarp bókaskápurinn hækkaði úr 29.900 í 49.900, eða um 67%. Jonas skrifborðið hækkaði úr tæpum tólf þúsund krónum í tæpar 19 þúsund, eða um tæplega 59%, Favorit 5 lítra pottur hækkaði um 56%, Nominell skrifborðsstóllinn um 25% og loks Björnholmen sjónvarpsskápurinn sem fór úr tæpum 40 í tæp 50 þúsund og hækkaði um 25%. Sem sé, IKEA vísitalan hefur hækkað um 47% á rúmu ári - á sama tíma og evran hefur hækkað um rúm 90% gagnvart krónu.
Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Sjá meira