Erlent

Ráðist gegn rússnesku herliði í Ingúsetíu

Rússneskir hermenn. Úr myndasafni.
Rússneskir hermenn. Úr myndasafni. MYND/AP

Árás var gert á rússneskt herlið í hinu róstursama héraði Ingúsetíu í norðurhluta Kákasusfjalla í dag.

Rússnesk yfirvöld segja að aðskilnaðarsinnar úr röðum múslíma í héraðinu hafi staðið fyrir árásinni og segja tvo hermenn hafa fallið og nokkra særst. Stjórnvöld í Ingúsetíu segir hins vegar að 40 rússneskir hermenn hafi fallið en ekki hefur fengist staðfesting á því.

Ráðist var gegn herliðinu með handsprengjum og byssuskotum nærri höfuðborg héraðsins Nazran. Aðskilnaðarsinnar í Ingúsetíu hafa ítrekað látið til sín taka á síðustu árum en þeir berjast fyrir sjálfstæði frá Rússlandi líkt og nágrannar þeirra í Tsjetjseníu hafa gert.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×