Erlent

Albínóar í Tansaníu mótmæla ofsóknum

Albínóar í Tansaníu komu í gær saman á mótmælafundi í borginni Dar es Salaam þar sem aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í ofsóknum gegn albínóum var mótmælt.

Talsmenn albínóanna kröfðust þess að ríkisstjórnin gerði meira í því að vernda fólkið, en á síðasta ári hafa um 30 albínóar verið myrtir víðsvegar um Tansaníu og hafa sumir þeirra verið börn. Töfralæknar halda því fram að hægt sé að búa til lyf úr líkamspörtum albínóa sem gera þá sem það drekka ríka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×