Erlent

Nauðgaði unglingsstúlku við Ráðhústorgið í Kaupmannahöfn

MYND/Pjetur

Túnisbúi er í haldi lögreglunnar í Kaupmannahöfn eftir að hann nauðgaði 17 ára stúlku við Ráðhústorgið í nótt.

Það voru árvökulir starfsmenn á pítsastað við torgið sem tóku eftir því þegar maðurinn lyfti stúlkunni upp og bar hana niður innkeyrslu í bílastæðahús, en stúlkan var mjög ölvuð. Starfsmenn pítsastaðarins eltu hann og þegar þeir mættu Túnisbúanum á leið út var hann að girða upp um sig.

Þeir gripu hann og héldu honum föstum þar til lögregla kom á vettvang. Túnisbúinn mun hafa verið ferðamaður og hefur hann nú verið úrskurðaður í rúmlega þriggja vikna gæsluvarðhald vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×