Innlent

Í kappakstri á Garðvegi á 150

MYND/Róbert

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði tvær bifreiðar á Garðvegi um miðjan dag á 151 kílómetra hraða. Telur lögregla að ökumennirnir hafi verið í kappakstri á veginum.

Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir í umdæminu vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Enn fremur fékk lögregla tilkynningu um að ekið hefði verið á mannlausa bifreið í Keflavík.

Skömmu síðar var grunaður ökumaður handtekinn og var sýnilega mjög ölvaður. Var hann vistaður í fangahúsi og verður yfirheyrður þegar áfengisvíman er runnin af honum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×