Fleiri fréttir

Forstjórar gripnir við vændiskaup

Óli Tynes skrifar frá Svíþjóð Það er bannað með lögum að kaupa vændi í Svíþjóð. Lögin eru þannig að það eru kaupendurnir sem er refsað. Vændiskaupandur eru kallaði þorskrarnir hér í Svíþjóð.

Kosið á Spáni

Spánverjar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa til þings. Kannanir benda til þess að stjórn sósíalista haldi velli - en naumlega þó.

Aðstaða fyrir þyrluna til staðar á Akureyri

Öll aðstaða er til staðar á Akureyri fyrir björgunarþyrlu en hingað til hefur ástæða þess að björgunarþyrla er ekki staðsett þar verið sögð sú að aðstöðuna vantaði. Þingmenn Norðurkjördæmis sem og svietarfélögin á Norðurlandi og Læknafélag Íslands hafa farið fram á að ein björgunarþyrla sé staðsett nyrðra.

Fermetrinn á 676 þúsund krónur

Umræðan um lækkandi fasteignaverð virðist ekki hafa áhrif á alla í fasteignabransanum en það vekur athygli að í fasteignablaði Remax í dag er auglýst til sölu einbýlishús á Seltjarnarnesi og er verðmiðinn 157 milljónir króna. Húsið telst 232 fermetrar, ef með eru taldir 40 fermetrar sem ekki eru teknir með hjá Fasteignamati ríkisins, og bílskúrinn, sem er 50 fermetrar og sagður glæsilegur. Það þýðir að fermetraverð hússinn er um 676 þúsund krónur.

Opið á flestum skíðasvæðum

Skíðasvæði landsins eru flest opin í dag enda veður gott, vægt frost og gola. Í Bláfjöllum og Skálafelli er opið frá klukkan tíu til átján í dag.

Líklega kosið í Serbíu ellefta maí

Allt stefnir í að kosið verði til þings í Serbíu ellefta maí næstkomandi. Borist Tadic, forseti landsins, tilkynnti á blaðamannafundi í Belgrad í gærkvöldi að hann myndi skipa bráðabirgðastjórn á morgun og leggja síðan til við þing að kosið verði ellefta maí.

Hannes Hlífar gerir það gott á Reykjavíkurskákmótinu

Hannes Hlífar Stefánsson er í fyrsta til fjórða sæti Reykjavíkurskákmótsins eftir að sex umferðum er lokið. Hann gerði jafntefli í gær við Fabiano Caruana og er því með 5 vinninga. Í dag mætir Hannes stigahæsta manni mótsins, Kínverjanum Yue Wang í sjöunda umferð mótsins sem hefst kl. tvö í Skákhöllinni í Faxafeni. Wang situr einnig í fyrsta til fjórða sæti með 5 vinninga.

Obama vann í Wyoming

Barack Obama hafði sigur á Hillary Clinton í forvali Demókrataflokksins í Wyoming í Bandaríkjunum í gær. Sigurinn er sagður styrkja framboð Obama eftir ósigur í Ohio og Texas í síðustu viku en vonir Obama stóðu til þess að hann hefði betur þar.

Erilsamt en vandræðalaust í Reykjavík í nótt

Nóttin var erilsöm í Reykjavík að sögn lögreglu. Mikið var um fyllerí en tiltölulega lítil vandræði hlutust þó af því. Þó voru níu teknir grunaðir um ölvun við akstur innan borgarmarkana og gistu átta fangageymslur lögreglunnar, þar af nokkri fastagestir.

Björgólfsfeðgar í mál við dæmdan dópsmyglara

Eignarhaldsfélagið Vatn og land sem er í eigu Björgólfsfeðga hefur höfðað mál á hendur Ársæli Snorrasyni. Ársæll var í október á síðasta ári dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl í BMW málinu svokallaða. Björgólfsfeðgar hafa nú stefnt Ársæli fyrir dóm vegna vangoldinnar húsaleigu en hann býr í húsi við Laugaveg sem er í eigu félagsins.

Landlæknir styður breytingarnar á neyðarbílnum og hvetur til sátta

Sigurður Guðmundsson, landlæknir, segir að faglegar forsendur ákvörðunarinnar um að breyta fyrirkomulagi við mönnun neyðarbílsins hafi verið réttar. Þetta kemur fram í grein sem Sigurður skrifar á vef Landlæknisembættisins. Hann segist einnig ávallt hafa stutt þessar breytingar og talar fyrir því að um þær náist sátt.

Frækileg björgun í Stórahelli

Félagar í björgunarsveitinni Ingunni framkvæmdu frækilega björgun í Stórahelli í Stóragili við Laugarvatn um þrjúleitið í dag. Boð bárust um að maður væri í sjálfheldu á klettasyllu í Stórahelli í Stóragili við Laugarvatn. Um 13 metra þverhnýpi er frá syllunni á hellagólfið og klakabundin.

Bush beitir neitunarvaldinu á vatnspyntingafrumvarpið

George Bush Bandaríkjaforseti hefur beitt neitunarvaldi sínu til þess að koma í veg fyrir að frumvarp sem meðal annars bannar vatnspyntingar verði að lögum. Frumvarpið hefði gert það að verkum að leyniþjónustunni CIA hefði verið óheimilt að beita harkalegum aðferðum við yfirheyrslur yfir grunuðum hryðjuverkamönnum.

Stórkanónur á kvennaráðstefnu á Bifröst

Tvær "stórkanónur" munu tala tíl íslenskra kvenna á ráðstefnunni Tenglsanet IV - Völd til kvenna sem haldin verður á Bifröst undir stjórn dr. Herdísar Þorgeirsdóttur prófessors 29. og 30. maí nk.

Ný hugmynd að Sundabraut

Ríflega 160 hektarar byggingarlands yrði að veruleika ef Sundabraut yrði lögð út í Viðey og þaðan út í Geldingarnes. Verðmæti landsins er svipað og verðmæti byggingalands í Vatnsmýrinni.

Spassky kominn til Íslands

Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistari í skák kom til Íslands í dag en hann mun á morgun minnast Bobby Fischer sem hefði orðið 65 ára á morgun.

Hólmsheiði vondur kostur

Ferðaáætlanir þúsunda manna hefðu raskast síðustu daga - ef búið hefði verið að flytja Reykjavíkurflugvöll upp á Hólmsheiði. Blindþoka var á heiðinni í dag - á meðan sólskinið lék við flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir skort á ákvörðunum setja innanlandsflugið í kreppu.

Dómsmálaráðherra vill skýr svör

Dómsmálaráðuneytið hefur kallað forsvarsmenn lögregluembættisins á Suðurnesjum á sinn fund vegna fyrirhugaðra sparnaðaraðgerða hjá embættinu. Ráðuneytið vill fá ítarlegar upplýsingar og útskýringar á því hvers vegna rekstaráætlun embættisins fyrir árið í ár er ríflega 200 milljónum hærri en ráð er gert fyrir í fjárlögum.

UNIFEM á Íslandi sett ný viðmið í söfnunum

Starfandi aðalframkvæmdastýra UNIFEM í New York segir Íslandsdeild samtakanna hafa sett öðrum landsdeildum ný viðmið í fjáöflun. Milljónir hafa safnast í Fiðrildaviku sem lýkur í kvöld. Utanríkisráðherra Líberu segir framlag Íslandsdeildar UNIFEM mikilvægt til að draga úr ofbeldi gegn konum í heimalandi hennar.

Spasskí kominn til landsins

Skáksnillingurinn Boris Spasskí er kominn til landsins en hann lenti á Keflavíkurflugvelli fyrir stundu. Spasskí, sem háði hið heimsfræga einvígi við Bobby Fischer í Reykjavík 1972 er kominn hingað til þess að heiðra minningu Fischers en á morgun hefði hann orðið 65 ára.

Thatcher útskrifuð af spítalanum

Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Thatcher var í matarboði hjá vinum sínum í gærkvöldi þegar hún fékk aðsvif. Rannsóknir næturinnar leiddu ekkert í ljós en um tíma var óttast að hún hefði fengið slag. Hún var því útskrifuð í dag og er við góða heilsu að sögn aðstandenda.

Stúlkan komin í leitirnar

Stúlkan sem lögreglan á Suðurnesjum hefur lýst eftir í dag, Viktoría Guðmundsdóttir, er komin í leitirnar. Ekkert hafði spurst Viktoríu í nokkurn tíma en hún hefur nú skilað sér, heil á húfi.

Kostunica segir af sér

Forsætisráðherra Serbíu, Vojuslav Kostunica, sagði af sér á blaðamannafundi fyrir stundu. Hann segir stjórnarsamstarfið í landinu vera fyrir bí og því sé ekkert annað að gera enn að leysa upp stjórnina.

Harður árekstur á Sæbraut

Harður árekstur varð á gatnamótum Sæbrautar og Súðarvogs um tvöleytið í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði skullu tveir bílar saman og voru þrír um borð í bílunum. Að sögn vaktstjóra leit atvikið illa út í upphafi en betur fór en á horfði.

Meirihluti útlendra fanga eru ferðamenn

35 af 140 föngum sem nú sitja inni eru með erlendan ríkisborgararéttn eða einn af hverjum fjórum. Mikill meirihluti útlendinga sem dæmdir eru í fangelsi á Íslandi eru ferðamenn en ekki fólk sem búsett er á landinu.

Frábært veður á skíðasvæðunum

Frábært veður er nú í Bljáfjöllum og í Skálafelli og færið með besta móti. Mikið er af nýföllnum snjó og er sólskin og logn. Þar skemmta ungir og aldnir sér nú við skíða og brettarennsli í blíðunni.

Hillary sögð skreyta sig með stolnum fjöðrum

David Trimble, fyrrverandi forsætisráðherra Norður-Írlands, segir að Hillary Clinton skreyti sig með stolnum fjöðrum. Í yfirstandandi kosningabaráttu hefur Hillary sagst hafa átt stóran þátt í því að koma á friði á Norður-Írlandi þegar hún var forsetafrú í Hvíta húsinu. Trimble, sem fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir aðkomu sína að málinu, kannast hins vegar ekki við að Hillary hafi lagt mikið af mörkum.

Fiðrildavikunni lýkur í dag

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er í dag. Fiðrildaviku UNIFEM á Íslandi lýkur í dag en með henni hefur verið vakin athygli á ofbeldi gegn konum á stríðshrjáðum svæðum. Heiðursgestir á fundi í morgun voru Ólúbanke King-Ake-rele, utanríkisráðherra Líberíu, og Joanna Sandler, aðalframkvæmdarstýra UNIFEM í New York.

Lögreglustjórinn krafinn um útskýringar á rekstraráætlun

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur kallað eftir ítarlegum upplýsingum og útskýringum frá lögreglustjóraembættinu á Suðurnesjum vegna rekstraráætlunar sem embættið lagði fram fyrir árið í ár. Ráðuneytið leggur til að embættið spari um 191 milljón króna með fækkun stöðugilda, yfirvinubanni og fækkun stöðugilda svo fátt eitt sé nefnt.

Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær Andrzej Kisiel í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa ráðist á konu eftir dansleik í Vestmannaeyjum í september síðast liðnum og nauðgað henni.

Flugvöllur á Hólmsheiði vond hugmynd

Innanlandsflugvöllur á Hólmsheiði er vond og óskynsamleg hugmynd út frá veðurfarssjónarmiðum, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem telur að ef völlurinn hefði verið kominn á heiðina núna, hefði hann verið meira og minna lokaður vegna veðurs síðustu þrjá til fjóra daga.

Flest skíðasvæði landsins opin

Flest skíðasvæði landsins eru opin í dag. Opið er í Bláfjöllum frá klukkan 10 til 18 en þar er nánast logn og frost þrjár gráður. Í Skálafelli er einnig opið frá klukkan 10 til 18 en þar er smá snjókomma.

Margaret Thatcher lögð inn á spítala

Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi breska Íhaldsflokksins, var lögð inn á sjúkrahús í Lundúnum í gær. Að sögn lækna er líðan Thatcher stöðug.

Kallaði Hillary skrímsli og þurfti að segja af sér

Helsti ráðgjafi Baracks Obama í utanríkismálum sagði af sér í gær. Samantha Power sagði í viðtali við skoska blaðið The Scotsman að Hillary Clinton væri skrímsli sem svifist einskis til að ná völdum.

Sex stútar teknir í nótt

Sex voru teknir fyrir ölvunarakstur í höfuðborginni í nótt. 11 gistu fangaklefa lögreglunnar meðal annars vegna minniháttar líkamsárásar, þjófnaði og brot á lögreglusamþykktum.

Dagblöðin í sókn í Danmörku

Óli Tynes skrifar frá Svíþjóð Síðan fríblöðunum fjölgaði í Danmörku með tilkomu Nyhedsavisen, sem hin íslenska Dagsbrún gefur út , hefur upplag áskriftarblaðanna minnkað og tekjur sömuleiðis. Nú virðist hilla í viðsnúning.

Járnfrúin á spítala

Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var í kvöld flutt á sjúkrahús í Lundúnum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins

Waris Dirie er fundin

Waris Dirie, sómalska fyrirsætan og fyrrverandi James Bond stúlkan, er fundin, eftir því sem fram kemur á vefsiðu Fox fréttastofunnar. Lögreglan fann hana í miðborg Brussel í dag, þremur dögum eftir að hún hvarf, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þar í landi.

Fangelsi og há fjársekt fyrir skattsvik og bókhaldsbrot

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag konu í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfellt skattalaga- og bókhaldsbrot sem framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og prókúruhafi einkahlutafélags. Þá var hún og fyrirtækið dæmd til að greiða 78 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs

Segir ferð ráðuneytisstjóra til Íran eðlilega

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra segist hafa átt frumkvæði að því að ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins fór í heimsókn til Írans. Megintilgangur ferðarinnar hafi verið viðskiptalegs eðlis og að skapa góðvild vegna umsóknar Íslands í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Ingibjörg segir óþarfa að hafa áhyggjur af því að heimsóknin geti skaðað umsókn Íslendinga.

Tillaga um að leggja niður FÍS felld

Á aðalfundi FÍS, Félagi íslenskra stórkaupmanna, í dag var gengið til atkvæða um tillögu um að leggja FÍS niður og vinna að stofnun nýrra hagsmunasamtaka í verslun og þjónustu á grundvelli FÍS og SVÞ, Samtaka verslunnar og þjónustu. Atkvæði féllu á þann veg að já sögðu 56 og nei sögðu 87.

Sjá næstu 50 fréttir