Fleiri fréttir Sjúkraflutningar hafa gengið vel eftir breytingar Landlæknir segir að sjúkraflutningar og viðbrögð við bráðavanda á höfuðborgarsvæðinu hafi gengið vel á þeim tæpu tveimur mánuðum síðan hætt var að hafa lækni í áhöfn neyðarbíls. 7.3.2008 17:14 Írakar heimsækja Tyrki eftir hernaðaraðgerðir Jalal Talabani forseti Íraks hóf sína fyrstu opinberu heimsókn til Tyrklands í dag, einni viku eftir að Tyrkir enduðu umdeilda hernaðaraðgerð gegn Kúrdískum uppreisnarmönnum í norðurhluta Írak. 7.3.2008 16:41 Seðlarnir ónýtir í sumar Þann 1. Júní næstkomandi verður ekki lengur hægt að innleysa 10, 50 og 100 króna seðla, sem voru mikið notaðir hér á árum áður. 7.3.2008 16:23 Leita réttar til að koma í veg fyrir lestarverkfall Þýska lestarfyrirtækið Deutsche Bahn hefur lagt fram lagalega kvörtun fyrir þýskum dómstólum til að koma í veg fyrir verkfall lestarstjóra sem áætlað er í næstu viku. Fréttastofa Reuters hefur eftir þýskum dómsstól í Frankfurt að kvörtunin verði tekin fyrir á mánudagsmorgun. 7.3.2008 16:23 Spænska stjórnin sakar ETA um manndráp Alfredo Perez Rubalcaba innanríkisráðherra Spánar sakaði í dag aðskilnaðarsinna Baska, ETA, fyrir morð á fyrrverandi bæjarfulltrúa í Baskahéraði í dag. Helstu stjórnmálaflokkar Spánar frestuðu lokakosningafundum sínum í dag vegna morðsins, en kosið verður á sunnudag. 7.3.2008 16:02 Ekki hægt að sanna eldsupptök í bruna á Kaffi Króki Ekki er hægt að færa óyggjandi sannanir fyrir eldsupptökum í bruna í einu sögufrægasta húsi Skagafjarðar um miðjan janúarmánuð. 7.3.2008 15:56 UPS-maður áfram í gæsluvarðhaldi og Annþór í afplánun Gæsluvarðhald yfir Tómasi Kristjánssyni sem handtekinn var í tengslum við svokallað hraðsendingarmál var framlengt til 18. apríl í dag. Hann sat í gæsluvarðhaldi sem rann út í dag en var framlengt á grundvelli almannahagsmuna. 7.3.2008 15:54 Hamas lýsir ábyrgð á skotárás í skóla Hamasliðar hafa lýst yfir ábyrgð á skotárásinni á prestaskóla gyðinga í Jerúsalem sem varð átta að bana í gær. Ónafngreindur liðsmaður Hamas sagði fréttastofu Reuters í dag að samtökin lýstu yfir fullri ábyrgð á árásinni í Jerúsalem. Samtökin myndu birta nánari atvik árásarinnar síðar. 7.3.2008 15:32 Tölvuþjófur úr Borgartúni handtekinn Maðurinn, sem lögreglan hefur leitað vegna tilraunar til stuldar á fartölvum úr tölvubúð við Borgartún í fyrradag, hefur verið handtekinn og hefur hann játað verknaðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 7.3.2008 15:18 Hoydal fundar með Ingibjörgu Sólrúnu á sunnudag Von er á Høgna Hoydal, sem fer með utanríkismál í færeysku landsstjórninni, til Íslands á sunnudag. 7.3.2008 15:15 FBI yfirheyrir mann vegna Times Square sprengingar Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur yfirheyrt mann sem sendi bandarískum þingmönnum bréf með mynd af skrifstofu nýliðaskráningar hersins á Times Square. Bréfið þótti grunsamlegt þar sem það var afhent í gær, daginn sem sprengja sprakk fyrir utan skrifstofuna. 7.3.2008 14:57 Ekki fleiri leitað til Stígamóta í 13 ár Tuttugu og þrír einstaklingar leituðu hjálpar Stígamóta í fyrra vegna kláms og vændis og hafa þeir ekki verið fleiri í sögu samtakanna. Þá leituðu alls yfir 500 manns aðstoðar hjá samtökunum í fyrra. 7.3.2008 14:57 Íhuga málssókn vegna umfjöllunar um Madeleine málið Lögmenn Kate og Gerry McCann íhuga nú að höfða mál gegn breskum dagblöðum sem þeir telja að hafi fjallað um mál Madeleine á ósanngjarnan og rangan hátt. 7.3.2008 14:30 Veiðileyfi á ritstjóra Austurgluggans „Hæ ég heiti Einar. Það er búið að gefa út á mig veiðileyfi í Jökuldal. Er víst siðlaus, illviljaður og tala úr mórölsku hásæti - jú og ég var víst líka kallaður fífl,“ skrifar Einar Ben Þorsteinsson ritstjóri Austurgluggans á bloggsíðu sína í dag. 7.3.2008 14:17 Óvenjumikið um umferðaróhöpp í og við Akureyri í morgun Ökumenn tveggja bifreiða voru fluttir á sjúkrahús á Akureyri í óhöppum sem urðu í morgun utan við bæinn. 7.3.2008 14:13 Starfsmenn Stafnáss fá greitt í dag Starfsmenn verktakafyrirtækisins Stafnáss munu í dag fá greidd þau laun sem komin voru í vanskil, samkvæmt þeim upplýsingum sem Samiðn hefur frá stjórnendum Stafnáss. 7.3.2008 13:51 Búast við 150 umsóknum um aðstoð fyrir páskana Áttatíu fjölskyldur hafa þegar sótt um aðstoð fyrir páskana hjá Fjölskylduhjálp Íslands að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. 7.3.2008 13:49 Banna vestræna eftirlitsaðila Stjórnvöld í Zimbabwe hafa bannað eftirlitsaðilum frá vestrænum ríkjum að fylgjast með forsetakosningunum sem fara fram í landinu seinna í mánuðinum. Simbarashe Mumbengegwei utanríkisráðherra sagði að Afríkuríkjum yrði heimilað að senda eftirlitsmenn, eins og bandamönnum þeirra í Kína, Íran og Venesúela. 7.3.2008 13:48 Abkasía krefst sjálfstæðis frá Georgíu Abkasíu-hérað í Georgíu hefur farið fram á að Sameinuðu þjóðirnar og aðrar alþjóðastofnanir viðurkenni sjálfstæði þess. Beiðni þess efnis var sett fram í dag, degi eftir að Rússland sagðist ætla að aflétta viðskiptaþvingunum á svæðinu. Georgía hefur fordæmt ákvörðun Rússa og sakað þá um að hvetja til aðskilnaðar. 7.3.2008 13:13 Sló til lögreglumanns á Broadway Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá til lögreglumanns sem hafði afskipti af honum á dansleik á Brodway í apríl í fyrra. 7.3.2008 12:54 Tsjad - Börnin 103 send til foreldra sinna Ríkisstjórnin í Tsjad hefur heimilað að börnin 103 sem reynt var að smygla úr landi í október síðastliðinn fái að fara heim. Sex franski meðlimir góðgerðarsamtakanna Örk Zoe voru dæmdir fyrir að tilraun til að ræna börnunum frá Tsjad og segja að þau væru munaðarlaus börn frá hinu stríðshrjáða Darfur héraði í Súdan. Flest barnanna reyndust hins vegar eiga foreldra í Tsjad sem liggur við landamæri Súdan. 7.3.2008 12:45 Rannsaka hugsanleg tengsl á milli sprenginga Lögreglan í Ribe í Danmörku hefur handtekið tvo unga karlmenn sem grunaðir eru um að vera viðriðnir sprengingu á matsölustað í bænum Bramming á Jótlandi. Ung kona lét lífið í sprengingunni. 7.3.2008 12:45 Vilja greiða 30 þúsund vegna biðar eftir dagvistun Meirihlutinn í Reykjavíkurborg vill greiða foreldrum barna átján mánaða og eldri sem bíða eftir leikskólaplássi eða annarri dagvistun rúmlega þrjátíu þúsund krónur fyrir hvert barn á meðan þeir bíða eftir dagvistunarúrræðum. 7.3.2008 12:34 Ákveðið eftir helgi hvort kosið verður um sameiningu á Norðausturlandi Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar mun ákveða eftir helgi hvort kosið verður um sameiningu við Aðaldæli eða ekki. Sameining tryggir 41 milljón úr jöfnunarsjóði. 7.3.2008 12:30 Átak gegn krabbameini hjá körlum Í dag hefst átak í baráttunni gegn krabbameini hjá körlum en innan tíðar hefst í fyrsta skipti skimun eftir ristilkrabbameini hjá körlum. Forstjóri Krabbameinsfélagsins afhenti ráðherrum í morgun þrílita slaufu sem seld er til stuðnings átaksins. 7.3.2008 12:16 Landsvirkjun hagnast umtalsvert á hærra álverði Álverð heldur áfram að hækka á heimsmarkaði og hefur hækkað um 34 prósent frá áramótum. Landsvirkjun hagnast umtalsvert á þessu þar sem raforkuverðið tekur mið af heimsmarakðsverði á áli. 7.3.2008 12:07 Ástralska lögreglan upprætir mansals-glæpahring Ástralska lögreglan segist hafa upprætt alþjóðlegan mansals-glæpahring eftir björgun tíu suður-kóreskra kvenna úr vændishúsum í Sydney. Fimm manns hafa verið handteknir og meðal annars ákærðir fyrir mansal og skuldaánauð. 7.3.2008 12:07 Vilja frestun stórframkvæmda og Þjóðhagsráð Þingmenn Vinstri - grænna vilja stykja gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans, efla nýsköpun og fresta stóriðjuframkvæmdum og setja á fót svokallað Þjóðhagsráð til þess að koma á stöðugleika í efnahagsmálum. Þetta er meðal þess kemur fram í frumvarpi sem þingflokkurinn vill hyggst leggja fram á næstunni og ná aðgerðirnar til áranna 2008 og 2009. 7.3.2008 12:00 Samgönguráðherra fundaði með forstjóra PFS Kristján Möller samgönguráðherra fundaði með Hrafnkeli Gíslasyni, forstjóra Póst- og fjarskiptastofnunar, í gær og heyrði hans sjónarmið varðandi starfsmannamál stofnunarinnar. 7.3.2008 11:47 Sýknaður af ákæru um kannabisræktun Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað mann af ákæru um að hafa ræktað og átt 25 kannabisjurtir og lítilræði af kannabisefnum sem fundust við húsleit á heimili hans 7.3.2008 11:43 Þúsundir syrgja nemendur í prestaskóla Þúsundir manna hafa safnast saman við Mercas Harav prestaskólann í Jerúsalem þar sem byssumaður drap átta manns og særði níu í gærkvöldi. Mikil sorg ríkti meðal fólksins þegar gyðingaprestur fór með bænir yfir líkum fórnarlambanna í dag. 7.3.2008 11:39 Drengurinn enn þungt haldinn Líðan ellefu ára drengs sem veiktist á æfingu hjá fimleikafélaginu Gerplu um kvöldmatarleytið í fyrrakvöld er óbreytt. 7.3.2008 11:36 Dregur úr útlánum Íbúðalánasjóðs milli ára Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í febrúar námu rúm 2,8 milljörðum króna samkvæmt því sem fram kemur í mánaðarskýrslu stofnunarinnar. 7.3.2008 11:19 Eldri borgarar æfir út i bílastæðasjóð Eldri borgarar sem þiggja þjónustu á félagsmiðstöð Reykjavíkurborgar á Vesturgötu 7 eru æfir út í bílastæðasjóð. Sjóðurinn leigir út stæði í bílahúsi borgarinnar til fyrirtækja og stofnana sem starfa í Vesturbænum. 7.3.2008 11:02 Watson segir Japan hafa skotið á sig Paul Watson, leiðtogi samtakanna Sea Shepherd, segir að skotið hafi verið á sig í átökum samtakanna við japanska hvalveiðimenn í suðurhluta Kyrrahafs í morgun. Hann hafi hins vegar komist lífs af þar sem hann hafi verið í skotheldu vesti. 7.3.2008 10:50 24 metrar af stuðningsmönnum litaðs bensíns „Við erum bara að reima á okkur skóna og á leið þarna niðureftir," segir Hugi Hreiðarsson markaðsstjóri Atlantsolíu sem ætlar að afhenda Fjármálaráðuneytinu 24 metra langan undirskriftarlista til stuðnings sölu á lituðu bensíni í dag. 7.3.2008 10:41 Eitt af tunglum Satúrnusar einnig með hringi Nú bendir allt til þess að eitt af tunglum Satúrnusar hafi einnig hringi í kringum sig eins og móðurplánetan. 7.3.2008 10:40 Kjaraviðræður opinberra starfsmanna í Þýskalandi í strand Kjaraviðræður milli þýskra yfirvalda og forsvarsmanna opinberra starfsmanna sigldu í strand í dag og útlit er fyrir að þeim verði skotið til gerðardóms eða annars sáttasemjara. 7.3.2008 10:24 Ók á göngubrú með vörubílspallinn uppi Tvennt var flutt á slysadeild eftir umferðarslys sem varð við Álfahvarf í Kópavogi í morgun. 7.3.2008 09:45 Nýtt heiðursmerki fyrir þýska herinn í bígerð Forseti Þýskalands hefur fallist á tillögu um að búið verði til nýtt heiðursmerki fyrir þýska herinn. Hinsvegar er ekki ætlunin að endurlífga Járnkrossinn. 7.3.2008 07:57 Varð getulaus eftir eilíft nöldur eiginkonunnar Ítalskur maður hefur krafið eiginkonu sína um 17 milljónir króna í skaðabætur. Ástæðan fyrir kröfunni er sú að eilíft nöldur konunnar hafi gert hann getulausan. 7.3.2008 07:55 Nígaragúa slítur stjórnmálasambandi við Kólombíu Nígaragúa hefur ákveðið að slíta stjórnmálasambandi sínu við Kólombíu og fylgir þar með í fótspor Ekvador og Venesúela. 7.3.2008 07:52 Þjófar gripnir eftir ábendingu frá nágranna Tveir þjófar, sem brutust inn í íbúðarhús í Hafnarfirði í nótt, voru gripnir á staðnum eftir að nágranni hafði vísað lögreglu á þá. 7.3.2008 07:50 Mikið mannfall í sprenginum í Bagdad Að minnsta kosti 54 fórust í tveimur sprengjuárásum í Bagdad í gærkvöldi og um 130 liggja sárir eftir. 7.3.2008 07:45 Frumvarp um Breiðavíkurdrengina lagt fram á þessu þingi Geir Haarde forsætisráðherra hyggst leggja fram boðað frumvarp um Breiðavíkurdrengina á þessu þingi. 7.3.2008 07:41 Sjá næstu 50 fréttir
Sjúkraflutningar hafa gengið vel eftir breytingar Landlæknir segir að sjúkraflutningar og viðbrögð við bráðavanda á höfuðborgarsvæðinu hafi gengið vel á þeim tæpu tveimur mánuðum síðan hætt var að hafa lækni í áhöfn neyðarbíls. 7.3.2008 17:14
Írakar heimsækja Tyrki eftir hernaðaraðgerðir Jalal Talabani forseti Íraks hóf sína fyrstu opinberu heimsókn til Tyrklands í dag, einni viku eftir að Tyrkir enduðu umdeilda hernaðaraðgerð gegn Kúrdískum uppreisnarmönnum í norðurhluta Írak. 7.3.2008 16:41
Seðlarnir ónýtir í sumar Þann 1. Júní næstkomandi verður ekki lengur hægt að innleysa 10, 50 og 100 króna seðla, sem voru mikið notaðir hér á árum áður. 7.3.2008 16:23
Leita réttar til að koma í veg fyrir lestarverkfall Þýska lestarfyrirtækið Deutsche Bahn hefur lagt fram lagalega kvörtun fyrir þýskum dómstólum til að koma í veg fyrir verkfall lestarstjóra sem áætlað er í næstu viku. Fréttastofa Reuters hefur eftir þýskum dómsstól í Frankfurt að kvörtunin verði tekin fyrir á mánudagsmorgun. 7.3.2008 16:23
Spænska stjórnin sakar ETA um manndráp Alfredo Perez Rubalcaba innanríkisráðherra Spánar sakaði í dag aðskilnaðarsinna Baska, ETA, fyrir morð á fyrrverandi bæjarfulltrúa í Baskahéraði í dag. Helstu stjórnmálaflokkar Spánar frestuðu lokakosningafundum sínum í dag vegna morðsins, en kosið verður á sunnudag. 7.3.2008 16:02
Ekki hægt að sanna eldsupptök í bruna á Kaffi Króki Ekki er hægt að færa óyggjandi sannanir fyrir eldsupptökum í bruna í einu sögufrægasta húsi Skagafjarðar um miðjan janúarmánuð. 7.3.2008 15:56
UPS-maður áfram í gæsluvarðhaldi og Annþór í afplánun Gæsluvarðhald yfir Tómasi Kristjánssyni sem handtekinn var í tengslum við svokallað hraðsendingarmál var framlengt til 18. apríl í dag. Hann sat í gæsluvarðhaldi sem rann út í dag en var framlengt á grundvelli almannahagsmuna. 7.3.2008 15:54
Hamas lýsir ábyrgð á skotárás í skóla Hamasliðar hafa lýst yfir ábyrgð á skotárásinni á prestaskóla gyðinga í Jerúsalem sem varð átta að bana í gær. Ónafngreindur liðsmaður Hamas sagði fréttastofu Reuters í dag að samtökin lýstu yfir fullri ábyrgð á árásinni í Jerúsalem. Samtökin myndu birta nánari atvik árásarinnar síðar. 7.3.2008 15:32
Tölvuþjófur úr Borgartúni handtekinn Maðurinn, sem lögreglan hefur leitað vegna tilraunar til stuldar á fartölvum úr tölvubúð við Borgartún í fyrradag, hefur verið handtekinn og hefur hann játað verknaðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 7.3.2008 15:18
Hoydal fundar með Ingibjörgu Sólrúnu á sunnudag Von er á Høgna Hoydal, sem fer með utanríkismál í færeysku landsstjórninni, til Íslands á sunnudag. 7.3.2008 15:15
FBI yfirheyrir mann vegna Times Square sprengingar Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur yfirheyrt mann sem sendi bandarískum þingmönnum bréf með mynd af skrifstofu nýliðaskráningar hersins á Times Square. Bréfið þótti grunsamlegt þar sem það var afhent í gær, daginn sem sprengja sprakk fyrir utan skrifstofuna. 7.3.2008 14:57
Ekki fleiri leitað til Stígamóta í 13 ár Tuttugu og þrír einstaklingar leituðu hjálpar Stígamóta í fyrra vegna kláms og vændis og hafa þeir ekki verið fleiri í sögu samtakanna. Þá leituðu alls yfir 500 manns aðstoðar hjá samtökunum í fyrra. 7.3.2008 14:57
Íhuga málssókn vegna umfjöllunar um Madeleine málið Lögmenn Kate og Gerry McCann íhuga nú að höfða mál gegn breskum dagblöðum sem þeir telja að hafi fjallað um mál Madeleine á ósanngjarnan og rangan hátt. 7.3.2008 14:30
Veiðileyfi á ritstjóra Austurgluggans „Hæ ég heiti Einar. Það er búið að gefa út á mig veiðileyfi í Jökuldal. Er víst siðlaus, illviljaður og tala úr mórölsku hásæti - jú og ég var víst líka kallaður fífl,“ skrifar Einar Ben Þorsteinsson ritstjóri Austurgluggans á bloggsíðu sína í dag. 7.3.2008 14:17
Óvenjumikið um umferðaróhöpp í og við Akureyri í morgun Ökumenn tveggja bifreiða voru fluttir á sjúkrahús á Akureyri í óhöppum sem urðu í morgun utan við bæinn. 7.3.2008 14:13
Starfsmenn Stafnáss fá greitt í dag Starfsmenn verktakafyrirtækisins Stafnáss munu í dag fá greidd þau laun sem komin voru í vanskil, samkvæmt þeim upplýsingum sem Samiðn hefur frá stjórnendum Stafnáss. 7.3.2008 13:51
Búast við 150 umsóknum um aðstoð fyrir páskana Áttatíu fjölskyldur hafa þegar sótt um aðstoð fyrir páskana hjá Fjölskylduhjálp Íslands að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. 7.3.2008 13:49
Banna vestræna eftirlitsaðila Stjórnvöld í Zimbabwe hafa bannað eftirlitsaðilum frá vestrænum ríkjum að fylgjast með forsetakosningunum sem fara fram í landinu seinna í mánuðinum. Simbarashe Mumbengegwei utanríkisráðherra sagði að Afríkuríkjum yrði heimilað að senda eftirlitsmenn, eins og bandamönnum þeirra í Kína, Íran og Venesúela. 7.3.2008 13:48
Abkasía krefst sjálfstæðis frá Georgíu Abkasíu-hérað í Georgíu hefur farið fram á að Sameinuðu þjóðirnar og aðrar alþjóðastofnanir viðurkenni sjálfstæði þess. Beiðni þess efnis var sett fram í dag, degi eftir að Rússland sagðist ætla að aflétta viðskiptaþvingunum á svæðinu. Georgía hefur fordæmt ákvörðun Rússa og sakað þá um að hvetja til aðskilnaðar. 7.3.2008 13:13
Sló til lögreglumanns á Broadway Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá til lögreglumanns sem hafði afskipti af honum á dansleik á Brodway í apríl í fyrra. 7.3.2008 12:54
Tsjad - Börnin 103 send til foreldra sinna Ríkisstjórnin í Tsjad hefur heimilað að börnin 103 sem reynt var að smygla úr landi í október síðastliðinn fái að fara heim. Sex franski meðlimir góðgerðarsamtakanna Örk Zoe voru dæmdir fyrir að tilraun til að ræna börnunum frá Tsjad og segja að þau væru munaðarlaus börn frá hinu stríðshrjáða Darfur héraði í Súdan. Flest barnanna reyndust hins vegar eiga foreldra í Tsjad sem liggur við landamæri Súdan. 7.3.2008 12:45
Rannsaka hugsanleg tengsl á milli sprenginga Lögreglan í Ribe í Danmörku hefur handtekið tvo unga karlmenn sem grunaðir eru um að vera viðriðnir sprengingu á matsölustað í bænum Bramming á Jótlandi. Ung kona lét lífið í sprengingunni. 7.3.2008 12:45
Vilja greiða 30 þúsund vegna biðar eftir dagvistun Meirihlutinn í Reykjavíkurborg vill greiða foreldrum barna átján mánaða og eldri sem bíða eftir leikskólaplássi eða annarri dagvistun rúmlega þrjátíu þúsund krónur fyrir hvert barn á meðan þeir bíða eftir dagvistunarúrræðum. 7.3.2008 12:34
Ákveðið eftir helgi hvort kosið verður um sameiningu á Norðausturlandi Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar mun ákveða eftir helgi hvort kosið verður um sameiningu við Aðaldæli eða ekki. Sameining tryggir 41 milljón úr jöfnunarsjóði. 7.3.2008 12:30
Átak gegn krabbameini hjá körlum Í dag hefst átak í baráttunni gegn krabbameini hjá körlum en innan tíðar hefst í fyrsta skipti skimun eftir ristilkrabbameini hjá körlum. Forstjóri Krabbameinsfélagsins afhenti ráðherrum í morgun þrílita slaufu sem seld er til stuðnings átaksins. 7.3.2008 12:16
Landsvirkjun hagnast umtalsvert á hærra álverði Álverð heldur áfram að hækka á heimsmarkaði og hefur hækkað um 34 prósent frá áramótum. Landsvirkjun hagnast umtalsvert á þessu þar sem raforkuverðið tekur mið af heimsmarakðsverði á áli. 7.3.2008 12:07
Ástralska lögreglan upprætir mansals-glæpahring Ástralska lögreglan segist hafa upprætt alþjóðlegan mansals-glæpahring eftir björgun tíu suður-kóreskra kvenna úr vændishúsum í Sydney. Fimm manns hafa verið handteknir og meðal annars ákærðir fyrir mansal og skuldaánauð. 7.3.2008 12:07
Vilja frestun stórframkvæmda og Þjóðhagsráð Þingmenn Vinstri - grænna vilja stykja gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans, efla nýsköpun og fresta stóriðjuframkvæmdum og setja á fót svokallað Þjóðhagsráð til þess að koma á stöðugleika í efnahagsmálum. Þetta er meðal þess kemur fram í frumvarpi sem þingflokkurinn vill hyggst leggja fram á næstunni og ná aðgerðirnar til áranna 2008 og 2009. 7.3.2008 12:00
Samgönguráðherra fundaði með forstjóra PFS Kristján Möller samgönguráðherra fundaði með Hrafnkeli Gíslasyni, forstjóra Póst- og fjarskiptastofnunar, í gær og heyrði hans sjónarmið varðandi starfsmannamál stofnunarinnar. 7.3.2008 11:47
Sýknaður af ákæru um kannabisræktun Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað mann af ákæru um að hafa ræktað og átt 25 kannabisjurtir og lítilræði af kannabisefnum sem fundust við húsleit á heimili hans 7.3.2008 11:43
Þúsundir syrgja nemendur í prestaskóla Þúsundir manna hafa safnast saman við Mercas Harav prestaskólann í Jerúsalem þar sem byssumaður drap átta manns og særði níu í gærkvöldi. Mikil sorg ríkti meðal fólksins þegar gyðingaprestur fór með bænir yfir líkum fórnarlambanna í dag. 7.3.2008 11:39
Drengurinn enn þungt haldinn Líðan ellefu ára drengs sem veiktist á æfingu hjá fimleikafélaginu Gerplu um kvöldmatarleytið í fyrrakvöld er óbreytt. 7.3.2008 11:36
Dregur úr útlánum Íbúðalánasjóðs milli ára Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í febrúar námu rúm 2,8 milljörðum króna samkvæmt því sem fram kemur í mánaðarskýrslu stofnunarinnar. 7.3.2008 11:19
Eldri borgarar æfir út i bílastæðasjóð Eldri borgarar sem þiggja þjónustu á félagsmiðstöð Reykjavíkurborgar á Vesturgötu 7 eru æfir út í bílastæðasjóð. Sjóðurinn leigir út stæði í bílahúsi borgarinnar til fyrirtækja og stofnana sem starfa í Vesturbænum. 7.3.2008 11:02
Watson segir Japan hafa skotið á sig Paul Watson, leiðtogi samtakanna Sea Shepherd, segir að skotið hafi verið á sig í átökum samtakanna við japanska hvalveiðimenn í suðurhluta Kyrrahafs í morgun. Hann hafi hins vegar komist lífs af þar sem hann hafi verið í skotheldu vesti. 7.3.2008 10:50
24 metrar af stuðningsmönnum litaðs bensíns „Við erum bara að reima á okkur skóna og á leið þarna niðureftir," segir Hugi Hreiðarsson markaðsstjóri Atlantsolíu sem ætlar að afhenda Fjármálaráðuneytinu 24 metra langan undirskriftarlista til stuðnings sölu á lituðu bensíni í dag. 7.3.2008 10:41
Eitt af tunglum Satúrnusar einnig með hringi Nú bendir allt til þess að eitt af tunglum Satúrnusar hafi einnig hringi í kringum sig eins og móðurplánetan. 7.3.2008 10:40
Kjaraviðræður opinberra starfsmanna í Þýskalandi í strand Kjaraviðræður milli þýskra yfirvalda og forsvarsmanna opinberra starfsmanna sigldu í strand í dag og útlit er fyrir að þeim verði skotið til gerðardóms eða annars sáttasemjara. 7.3.2008 10:24
Ók á göngubrú með vörubílspallinn uppi Tvennt var flutt á slysadeild eftir umferðarslys sem varð við Álfahvarf í Kópavogi í morgun. 7.3.2008 09:45
Nýtt heiðursmerki fyrir þýska herinn í bígerð Forseti Þýskalands hefur fallist á tillögu um að búið verði til nýtt heiðursmerki fyrir þýska herinn. Hinsvegar er ekki ætlunin að endurlífga Járnkrossinn. 7.3.2008 07:57
Varð getulaus eftir eilíft nöldur eiginkonunnar Ítalskur maður hefur krafið eiginkonu sína um 17 milljónir króna í skaðabætur. Ástæðan fyrir kröfunni er sú að eilíft nöldur konunnar hafi gert hann getulausan. 7.3.2008 07:55
Nígaragúa slítur stjórnmálasambandi við Kólombíu Nígaragúa hefur ákveðið að slíta stjórnmálasambandi sínu við Kólombíu og fylgir þar með í fótspor Ekvador og Venesúela. 7.3.2008 07:52
Þjófar gripnir eftir ábendingu frá nágranna Tveir þjófar, sem brutust inn í íbúðarhús í Hafnarfirði í nótt, voru gripnir á staðnum eftir að nágranni hafði vísað lögreglu á þá. 7.3.2008 07:50
Mikið mannfall í sprenginum í Bagdad Að minnsta kosti 54 fórust í tveimur sprengjuárásum í Bagdad í gærkvöldi og um 130 liggja sárir eftir. 7.3.2008 07:45
Frumvarp um Breiðavíkurdrengina lagt fram á þessu þingi Geir Haarde forsætisráðherra hyggst leggja fram boðað frumvarp um Breiðavíkurdrengina á þessu þingi. 7.3.2008 07:41