Innlent

Opið á flestum skíðasvæðum

Veðrið var eins og best verður á kosið í Bláfjöllum í gær.
Veðrið var eins og best verður á kosið í Bláfjöllum í gær. MYND/Sigga Guðlaugs

Skíðasvæði landsins eru flest opin í dag enda veður gott, vægt frost og gola. Í Bláfjöllum og Skálafelli er opið frá klukkan tíu til átján í dag.

Skíðasvæði Akureyringa í Hlíðarfjalli er opið frá tíu til klukkan sautján og þá er skíðasvæði Tindastóls á Sauðárkróki opið frá klukkan ellefu en þar hefur bætt í snjó síðustu daga og færi mjög gott.

Á Ísafirði er skíðasvæðið í Tungudal opið frá klukkan tíu til sautján sem og gönguskíðasvæðið í Seljalandsdal.

Í Oddskarði heldur Oddskarðsmótið áfram í dag frá klukkan níu til eitt. Skíðasvæðið er opið frá klukkan tíu til sautján en búið er að troða gilið, æfingabakka og við byrjendalyftu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×