Innlent

Spassky kominn til Íslands

Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistari í skák kom til Íslands í dag en hann mun á morgun minnast Bobby Fischer sem hefði orðið 65 ára á morgun.

Heimsmeistarinn fyrrverandi kom til landsins á fjórða tímanum í dag. Á morgun mun hann minnast Fischers og heimsmeistaraeinvígisins í skák árið 1972 með sérstakri hátíðardagsskrá. Mikil vinátta myndaðist milli Spasskys og Fischers eftir einvígið þrátt fyrir að Spassky hafi tapað því.

Auk Spasskys mun William Lombardy, fyrrum aðstoðarmaður Fischers og Pal Benko segja örfá orð. Hátíðardagskráin hefst klukkan 14 á morgun í Þjóðmenningarhúsinu.

Á mánudag munu svo stórmeistararnir Portisch, Benko, Hort og Friðrik Ólafsson tefla á sérstöku minningarmóti um Fischer í Ráðhúsinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×