Fleiri fréttir

Svifryk fimm sinnum yfir mörkum á einum mánuði

Svifryk mældist fimm sinnum yfir sólarhrings heilsuverndarmörkum á horni Miklubrautar og Stakkahlíðar á tímabilinu 7. desember í fyrra til 16. janúar í ár og köfnunarefnisdíoxíð einu sinni.

Borgarstjóri frestar ferð til New Ham

Borgarstjóra Reykjavíkur var boðið í opinbera heimsókn til New Ham á Englandi fyrir skömmu. Var ferðin áætluð þann 24. janúar síðast liðinn en hefur verið frestað fram í apríl.

Skotvopnaeign í morðinu á Sæbraut skoðuð

Ríkissaksóknari skoðar nú hvernig maður sem skaut annan mann til bana á Sæbraut síðastliðið sumar gat keypt morðvopnið án þess að hafa byssuleyfi. Móðir mannsins sem skotinn var til bana gagnrýndi rannsókn málsins.

50 MS-sjúklingar fá Tysabri í ár

Reiknað er með að 50 MS-sjúklingar fái lyfið Tysabri á þessu ári samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Jóns Björns Hákonarsonar, varaþingmanns Framsóknarflokksins.

Bakvakt sérfræðinga á eitrunarmiðstöð LSH sagt upp

Engin bakvakt sérfræðinga verður á eitrunarmiðstöð Landspítalans frá fyrsta apríl. Læknir miðstöðvarinnar segir símaþjónustu hennar sjálfhætt og mögulega þurfi að breyta viðbragðsáætlun spítalans.

Smyglarar með tárin í augunum

Palestinskir smyglarar á Gaza ströndinni eru í öngum sínum. Þeir hafa tapað stórfé síðan liðsmenn Hamas sprengdu upp múr á landamærunum að Egyptalandi.

Þriggja bíla árekstur í Fossvogi

Umferðarslys varð við bensínstöð N1 á Kringlumýrarbraut í Fossvogi fyrir stundu. Þar rákust saman þrír fólksílar sem allir voru á leið í suðurátt, það er í átt til Kópavogs.

Barnaníðingur vill í Biblíuskóla

Barnaníðingurinn Ágúst Magnússon mun fá reynslulausn frá Litla-Hrauni á föstudaginn. Ágúst á eitt ár eftir af dómi sínum en reynslulausnina fær hann þó ekki nema með ákveðnum skilyrðum.

Gert verði ráð fyrir óvígðum reit í öllum nýjum kirkjugörðum

Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu sem fela meðal annars í sér að í nýjum kirkjugörðum verði skylt að gera ráð fyrir óvígðum reit og sérstökum reitum fyrir önnur trúarbrögð en kristin.

Fólk utan trúfélaga ráði hvert sóknargjöld þeirra renni

Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að dómsmálaráðherra verði falið að endurskoða lagaákvæði um sóknargjöld þannig að fólk utan trúfélaga geti valið hvert sóknargjöld þeirra renni.

Vilja algjört bann við nektarsýningum

Fjórir þingmenn Vinstri - grænna hafa lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Þar er gert ráð fyrir að undanþáguheimild til nektarsýninga í atvinnuskyni á veitingastöðum verði felld brott þannig að algjört bann verði við slíkum sýningum.

Hörgull á málum á þingi?

Deilt var um það á Alþingi hversu framtakssöm ríkisstjórnin hefði verið á þessum vetri og ráðherrar hvattir til að spýta í lófana.

Kröfðust endurskoðunar á fiskveiðikerfinu

Stjórnarandstæðingar gagnrýndu harðlega sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnina vegna þeirrar stöðu sem upp væri komin í sjávarútvegi með tilheyrandi uppsögnum. Ráðherra sagði hins vegar að uppsagnir mætti ekki að öllu leyti rekja til niðurskurðar á þorskkvóta á síðasta ári.

Þingmaður rekinn fyrir að hygla sonum sínum

David Cameron leiðtogi íhaldsmanna á breska þinginu hefur rekið Derek Conway úr þingflokknum fyrir að greiða tveimur sonum sínum yfir 80 þúsund sterlingspund af opinberu fé meðan þeir stunduðu háskólanám.

Toyota um "elgspróf" Hilux jeppans

Í ljósi frétta í fjölmiðlum varðandi frammistöðu Toyota Hilux í svokölluðu "elgsprófi" sænska blaðsins Teknikans Värld vill Toyota á Íslandi koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri:

Sjá næstu 50 fréttir