Fleiri fréttir

Losaðu þig við jólatréð

Dagana 7.-11. janúar verða starfsmenn Framkvæmdasviðs á ferðinni um hverfi borgarinnar og sækja jólatrén. Íbúar eru beðnir að setja jólatré á áberandi stað við lóðarmörk og ganga þannig frá þeim að sem minnstar líkur séu á að þau fjúki.

Herjólfur sigldi ekki í morgun vegna veðurs

Fyrri ferð Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs, sem átti að fara kl. 8.15 í morgun, hefur verið frestað vegna veðurs. Athugað verður klukkan þrjú hvort hægt verði að leggja úr höfn í seinni ferðina klukkan fjögur.

Búist við frekari olíuverðshækkunum

Búist er við að olíufélögin hækki bensín- og gasolíuverð eitt af öðru í kjölfar þess að N1-stöðvarnar hækkuðu verðið í gær.

Þrjú fjölveiðiskip farin til loðnuleitar

Þrjú stór fjölveiðiskip eru lögð af stað til loðnuleitar en engin loðna hefur veiðst hér við landi síðan í fyrravetur þar sem engin haustvertíð var síðastliðið haust.

Setti lénið yahoo.is til sölu á ebay

Garðar Arnarsson kerfisstjóri hefur sett lénið yahoo.is til sölu á vefsíðunni eBay. Upphafsgjald lénsins er 100.000 dollarar sem samsvarar um 6.2 milljónum íslenskra króna.

Snarræði lögreglu bjargaði konu frá drukknun

Lögreglumönnum tókst með snarræði að bjarga ungri konu úr Reykjavíkurhöfn á sjötta tímanum í morgun, eftir að hún féll eða kastaði sér í sjóinn af Ægisgarði, þar sem Hvalbátarnir liggja við festar.

Obama og Huckabee sigruðu í Iowa

Það eru þeir Barak Obama og Mike Huckabee sem standa uppi sem sigurvegarar eftir forkosninguna í Iowa sem lauk í nótt

Fornar hellamyndir í bráðri hættu

Varðveisla fornminja er síður en svo auðvelt eða einfalt starf. Framvinda tímans hefur sín áhrif og dauðir hlutir eldast rétt eins og við. Þessa sorglegu staðreynd hafa fornleifafræðingar í Frakklandi nú fengið að reyna þar sem sveppagróður ógnar tilvist fornra hellamynda. Ógnina verður að telja sérlega svekkjandi í ljósi þess að hún er að líkindum til komin vegna loftræstikerfis sem sett var upp í hellinum einmitt til þess að vernda myndirnar.

Mikið að gera hjá slökkviliðinu

Töluverður erill hefur verið hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í dag og í kvöld og má rekja flest útköllin til þess að unglingar hafi verið að fikta við flugelda. Kveikt hefur verið í ruslagámum og flugeldar verið tendraðir innandyra án þess þó að mikið tjón hafi hlotist af. Þar á meðal var kveikt í gámi við Toyota umboðið í Kópavogi og einnig kom eldur upp í stigagangi í blokk í Stóragerði.

Samgönguráðherra: Sundabrautin tvímælalaust mikilvægust

Kristján L Möller samgönguráðherra segir ekki rétt að Vaðlaheiðargöng séu framar í forgangsröð en Sundabrautin eins og haft var eftir honum í Fréttablaðinu í dag. Þessi tvö verkefni hafa ekki áhrif hvert á annað og því sé ekki hægt að forgangsraða öðru umfram hitt. Í raun séu bæði verkin, auk tvöföldunar Suðurlandsvegar, forgangsmál. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag.

Árásin á Hannes með öllu tilefnislaus

Hannes Þ. Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Viking í Stafangri, hefur kært mennina sem veittust að honum í miðbæ Reykjavíkur um hátíðirnar. Árásin mun hafa verið með öllu tilefnislaus. Hannes var einn á ferð í bænum þegar nokkrir menn veittust að honum að tilefnislausu og börðu hann með þeim afleiðingum að hann er þríbrotinn í andliti. Lögreglan er nú með málið til rannsóknar og herma heimildir Vísis að vitað sé hverjir voru að verki.

Björgvin G. mótfallinn virkjunum í Þjórsá

Viðskiptaráðherra vill að virkjunum í Þjórsá verði slegið á frest eða út af borðinu. Þar með hafa tveir ráðherrar Samfylkingar lýst sig andsnúna Þjórsárvirkjunum. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra kveðst ekki geta fellt neina dóma yfir þessum virkjunum fyrr en málið kemur inn á hans borð.

Konur í verkfræðingastétt senda Össuri opið bréf

Stjórn Kvennanefndar Verkfræðingafélags Íslands hefur sent Össuri Skarphéðinssyni, iðnaðarráðherra opið bréf þar sem harmað er að gengið hafi verið fram hjá Ragnheiði I. Þórarinsdóttur, aðstoðarorkumálastjóra við skipan í stöðu orkumálastjóra.

Gripnir með e-töflur í Smáralind

Þrír karlar á þrítugsaldri voru handteknir í Smáralind í gærkvöld með e-töflur í fórum sínum. Ýmislegt fleira höfðu þremenningarnir meðferðis sem grunur leikur á að sé þýfi. Þá fannst tölva í bíl mannanna og voru þeir margsaga um það hvernig hún hefði fengist.

Íslendingur í Kenía segir engan óhultan

„Lögreglan í Kenía skýtur almenna borgara af handahófi og enginn er óhultur," segir Þórunn Helgadóttir, sem rekur barnaheimili ABC barnahjálpar í Naíróbí í Kenía. Þórunn ferðaðist frá Tansaníu í gær til Naíróbi í Kenía með 500 kg af mat fyrir barnaheimilið.

Passið ykkur útlendingar

Háttsettur flokksbróðir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, varaði innflytjendur í dag við því að þeir verði að laga sig að þýsku þjóðfélagi eða taka afleiðingunum.

Ólafur Ragnar taldi að forseti ætti einungis að sitja í þrjú kjörtímabil

Þegar Ólafur Ragnar Grímsson bauð sig fyrst fram til forseta taldi hann það hæfilegt að forseti gegndi embætti í tvö til þrjú kjörtímabil. Sextán ár væru of langur tími fyrir forseta, en bæði Ásgeir Ásgeirsson og Vigdís Finnbogadóttir gegndu embætti svo lengi. Þetta kom fram í máli Ólafs Ragnars á hverfafundi sem haldinn var í Súlnasal Hótel Sögu miðvikudaginn 11. Júní 1996 og Morgunblaðið vitnaði í daginn eftir.

Berlínarbúar brjóta reykingarbann

Reykingarbann tók gildi í Berlín þann 1.janúar. Bannið nær til skemmtistaða og svipar til þess sem hefur verið í gildi hér á landi síðan 1.júní.

Keyrði fram af flugbraut

Karlmaður á þrítugsaldri var heppinn að sleppa með lítil meiðsl þegar hann ók bíl sínum tíu metra fram af flugbrautinni í Vestmannaeyjum í nótt.

Apar borga fyrir kynlíf

Ný rannsókn á villtum öpum í Indónesíu hefur leitt í ljós að karlapar borga fyrir kynlíf.

Ástþór aftur í forsetann

Ástþór Magnússon ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands á þessu ári. Þetta staðfesti fyrrum kosningastjóri Ástþórs í samtali við Vísi.

Búist við blóðbaði á Sri Lanka

Hernaðarsérfræðingar telja að yfirvofandi sé mesta blóðbað á Sri Lanka síðan Tamíl tígrar hófu uppreisn sína árið 1983.

Styttist í fyrsta dómsmál Þorsteins

Fyrsta dómsmál hins umdeilda héraðsdómara, Þorsteins Davíðssonar, verður tekið fyrir þann 17. janúar næstkomandi. Þá mun Þorsteinn hlusta á rökstuðning og skoða máls og sönnunargöng í máli Harðar Snorrasonar gegn Eyjafjarðarsveit í Héraðsdómi Norðurlands eystri.

Fer fram á endurtalningu kjörseðla í Kenía

Ríkissaksóknari Kenía, Amos Wako, hefur farið fram á sjálfstæða rannsókn á niðurstöðum forsetakosninganna sem leiddu í ljós umdeildan sigur sitjandi forseta Mwai Kibaki. Wako sagði á þarlendri sjónvarpsstöð í dag að nákvæm talning á gildum kosningaseðlum ætti að eiga sér stað án tafar.

Sjö ára með sígarettur

Tyrkir eru með mestu reykingaþjóðum í heimi og þeim líst því illa á frumvarp til laga um að banna reykingar á opinberum stöðum.

Segir enga ósamstöðu í röðum Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði

Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, vekur á því athygli á vef Hafnarfjarðarbæjar að Haraldur Þór Ólason, oddviti Sjálfstæðismanna í bænum hafi gengið fram hjá tveimur varabæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins þegar hann boðaði forföll á bæjarstjórnarfundi skömmu fyrir jól.

Ekki fara til Kenía

Í kjölfar kosninga sem fram fóru í Kenía 27. desember síðastliðinn hefur borið á mótmælum og átökum í landinu. Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum frá ferðalögum til Kenía.

Vankaður af lyfjum undir stýri

Lögreglan í Árnessýslu tók tvo ökumenn ur umferði í nótt þar sem þeir höfðu neytt fíkniefna eða lyfja, annan í Hveragerði og hinn á Selfossi.

Krókódíllinn rotaður

Tveir breskir tannlæknar hafa unnið mál gegn tískurisanum Lacoste. Tannlæknarnir notuðu mynd af krókódíl til þess að auglýsa tannlæknastofu sína.

Enn beðið eftir rökstuðningi Árna

Árni M. Mathiesen, settur dómsmálaráðherra sem skipaði Þorstein Davíðsson Oddssonar í embætti héraðsdómara, hefur enn ekki sett saman rökstuðning fyrir þeirri ákvörðun.

Sjá næstu 50 fréttir