Innlent

Losaðu þig við jólatréð

Jólatrén verða sótt heim
Jólatrén verða sótt heim MYND/Sigurður

Dagana 7.-11. janúar verða starfsmenn Framkvæmdasviðs á ferðinni um hverfi borgarinnar og sækja jólatrén. Íbúar eru beðnir að setja jólatré á áberandi stað við lóðarmörk og ganga þannig frá þeim að sem minnstar líkur séu á að þau fjúki. Fjúkandi jólatré geta valdið skemmdum.

Framkvæmdasvið er í samstarfi við Gámaþjónustuna sem kurlar jólatrén niður og nýtir til moltugerðar.

Eftir þennan tíma sjá íbúar sjálfir um að kom jólatrénu á næstu gámastöð Sorpu. Íbúar eru einnig hvattir til að hreinsa upp flugeldarusl í nágrenni sínu og hjálpast þannig að við að halda borginni hreinni.

Þeir sem vilja koma ábendingum eða óskum til hverfastöðva geta haft samband við símaver Reykjavíkurborgar í síma 4 11 11 11.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×