Fleiri fréttir

Tjónið vegna Axels nemur tugum milljóna

Talið er að tjón á farmi flutningaskipsins Axels, sem strandaði út af Hornafiðri fyrr í vikunni, nemi tugum milljóna króna. Skipið var fulllestað frystum sjávarafurðum, en sjór komst í framlest þess. Lögregla er byrjuð að taka skýrslur af áhöfninni en sjópróf hafa ekki verið dagsett. Fram er komið að fyrsti vélstjóri óhlýðnaðist skipstjóranum.-

Vill endurvinna traust Frakka

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti ætlar að endurvinna traust sitt á meðal almennings en það hefur beðið hnekki vegna vikulangra verkfalla og óeirða í úthverfum Parísarborgar.

Útihús fauk í Vestmannaeyjum

Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út í kvöld en þar hefur veður verið mjög slæmt í kvöld. Þar fauk útihús sem stóð við Hásteinsveg og þakplötur hafa losnað sem og klæðning húsa. Um 20 björgunarsveitarmenn vinna nú að því að sinna beiðnum um aðstoð í bænum

Rodney King skotinn

Rodney King, sem var barinn til óbóta af lögreglumönnum í Los Angeles á 1994, en það leiddi til óeirða í borginni, var skotinn í kvöld. Skotsárin eru ekki lífshættuleg að sögn lögreglu.

Vikurfok í Vestmannaeyjum

Að sögn Gísla Óskarssonar í Vestmannaeyjum er vind farinn að herða töluvert í Eyjum. Vikur fýkur í vindinum, en að sögn Gísla gerist það ekki nema í allra hörðustu veðrum. Vondu veðri er spáð um allt land í nótt en óveður geysar nú undir Hafnarfjalli

Herjólfur bilaður

Upp er komin bilun í ferjunni Herjólfi. Hann fer í slipp vegna þessa eftir morgunferð sína á þriðjudag og er áætlað að viðgerðir taki tvo sólarhringa. Ferðir til og frá Eyjum falla niður á meðan.

Afla upplýsinga um rjúpnaskyttur

Lögreglan í Borgarnesi aflar nú upplýsinga um mann og konu sem héldu til rjúnaveiða frá Holtavörðuheiði í morgun. Grunur leikur á að þau séu týnd en það hefur ekki fengist staðfest.

Hundar halda vöku fyrir nágrönnum

Í nótt var í tvígang hringt í lögreglu og beðið um aðstoð vegna geltandi hunda sem héldu vöku fyrir íbúum. Í fyrra skiptið fóru laganna verðir í Garðabæ og leituðu árangurslaust að hundi í ónefndri götu.

Neyðarlögum aflétt 16. desember

Pervez Musharraf forseti Pakistans tilkynnti í dag að neyðarlögum yrði aflétt í landinu 16. desember næstkomandi.

Farðu frekar í teygjustökk

Yfir níutíuþúsund sjúklingar deyja og nær ein milljón bíður heilsutjón, á hverju ári, vegna mistaka á breskum sjúkrahúsum.

Lóðasamningur greiðir fyrir viðræðum LHÍ og Samson

Makaskiptasamningur sem Reykjavíkurborg og Samson Properties hafa gert vegna nokkurra lóða í miðborginni greiðir fyrir viðræðum Listaháskólans og Samson um lóð fyrir fyrrnefnda aðilann í miðbænum.

Löggan lærir pólsku

Lögregluþjónar í Lincolnshire í Bretlandi munu hefja pólskunám í febrúar næstkomandi.

Barnaníðingar með öðruvísi heila

Ný rannsókn bendir til þess að hneigðir barnaníðinga geti verið afleiðing af lélegum tengingum í heila. Vísindamenn notuðu sneiðmyndatöku til að bera saman heilastarfsemi barnaníðinga og annarra glæpamanna. Í ljós kom að barnaníðingarnir höfðu töluvert minna af hvítuvef, sem sér um að tengja saman mismunandi hluta heilans. Vísindamennirnir komust að því að virkni í ákveðnum svæðum heila barnaníðinganna var minni en annarra sjálfboðaliða þegar þeim var sýnt erótískt efni með fullorðnum einstaklingum.

Listaháskólinn við Laugarveg

Listaháskólinn mun rísa á Laugavegi og verslunarkjarni á Landsbanka- og Barónsreit samkvæmt samningum sem samþykktir voru á fundi borgrarráðs í morgun.

Keyrði fullur út í Hólsá

Tveir félagar voru dæmdir í héraðsdómi Norðurlands í morgun fyrir að hafa keyrt fullir á Siglufirði en bifreiðin endaði úti í Hólsá.

Mæðurnar berja börnin

Umfangsmikil norsk rannsókn sýnir að mæður beita börn sín mun oftar líkamlegum refsingum en feðurnir.

Tónmöskvar í fundasal borgarstjórnar

Ákveðið var á borgarráðsfundi í morgun að setja upp svokallaða tónmöskva í fundarsal borgarstjórnar til þess að auðvelda heyrnarskertum að hlýða á umræður í borgarstjórn.

Falsaði undirskrift líknarfélags

Þrjátíu og fjögurra ára gamall karlmaður á Akranesi hefur verið ákærður fyrir að hafa framvísað í KB banka í Austurstræti umsókn og tveimur umboðum sem hann hafði falsað.

Úransmyglarar handteknir

Lögreglan í Slóvakíu og Ungverjalandi handtók í dag þrjá menn og gerði upptækt eitt kíló af geislavirku efni sem fjölmiðlar segja að sé auðgað úran.

Hundrað milljónir í forvarnir árlega í borginni

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að leggja árlega til 100 milljónir króna í forvarnarverkefni í hverfum borgarinnar næstu þrjú árin. Þetta var gert að tillögu borgarstjóra.

Versnandi veður á landinu

Veður fer versnandi síðdegis og í kvöld á vesturhelmingi landsins og við suðaustur ströndina. Búast má við stormi og sums staðar ofsaveðri. Vindhviður við fjöll geta orðið 40-50 metrar á sekúndu á þessum slóðum.

Aukin menntun kennara kostar sveitarfélögin 900 milljónir

Betur menntaðir kennarar munu kosta sveitarfélögin rösklega níu hundruð milljónir króna á ári - umfram núverandi launakostnað - þegar breytingar í frumvarpi menntamálaráðherra komast að fullu til framkvæmda.

Vaxandi óánægja með tryggingafélögin

Óánægja viðskiptavina íslensku tryggingafélaganna fer vaxandi þriðja árið í röð. Íslendingar eru óánægðari með þjónustu sinna tryggingafélaga en aðrar Noðrurlandaþjóðir með sín tryggingafélög.

Fóru fram á frestun á 2. umræðu um fjárlög

Þingmenn Vinstri - grænna ítrekuðu á þingfundi nú fyrir hádegi að annarri umræðu um fjárlög næsta árs yrði frestað til morguns til þess að þeim gæfist ráðrúm til þess að kynna sér betur breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar.

Ákærður fyrir að ráðast á mann við Barinn

Átján ára gamall piltur hefur verið ákærður fyrir að veitast að manni í útidyrum veitingahússins Barsins á Klapparstíg þann 6. nóvember í fyrra og slá hann hnefahögg í andlitið með þeim afleiðingum að hann blóðgaðist og bólgnaði á neðri vör. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Verslað með málfrelsið á Alþingi?

Þingmenn Vinstri - grænna sökuðu í dag forseta Alþingis um að rjúfa sáttina um starfshætti á Alþingi með nýju frumvarpi um þingsköp og sögðu málfrelsi ekki vera verslunarvöru.

Sjá næstu 50 fréttir