Innlent

Falsaði undirskrift líknarfélags

KB banki í Austurstræti
KB banki í Austurstræti

Þrjátíu og fjögurra ára gamall karlmaður á Akranesi hefur verið ákærður fyrir að hafa framvísað í KB banka í Austurstræti umsókn og tveimur umboðum sem hann hafði falsað.

Óskaði maðurinn eftir því að stofnaður yrði veltureikingur í nafni líknarfélags með undirskrift framkvæmdarstjóra félagsins.

Einnig falsaði hann umboð frá líknarfélaginu sem heimilaði honum heimild til úttektar og ráðstöfunar á fjármunum af reikningi félagsins.

Hann var einnig með ódagsett umboð frá stjórn líknarfélagsins þar sem honum var veitt umboð til að hafa prófkúru á reikning félagsins í bankanum. Á umboðið hafði hann falsað nöfn stjórnarmanna félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×