Innlent

Skipað í viðræðunefnd vegna sundlaugar í Fossvogsdal

Borgarstjóri, framkvæmdastjóri íþrótta- og tómstundasviðs og skipulagsstjóri voru í dag skipaðir í viðræðunefnd við Kópavogsbæ varðandi uppbygginu sundlaugar í Fossvogsdal. Þetta var samþykkt á borgarráðsfundi í dag. Fram kemur í fundargerð borgarráðs að Gunnar Birgisson bæjarstjóri og sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Kópavogs hafi verið skipaðir til viðræðnanna af hálfu Kópavogsbæjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×