Innlent

Sveitarstjóri stal olíu og fékk þriggja mánaða fangelsisdóm

Brynjólfur Árnason sveitarstjóri í Grímsey.
Brynjólfur Árnason sveitarstjóri í Grímsey.

Brynjólfur Árnason sveitarstjóri í Grímsey hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið 12.900 lítrum af olíu.

Olíu þessa hagnýtti hann sér til þess að hita upp heimili sitt og húsnæði þar sem hann rak verslun sína Grímskjör í Grímsey.

Sveitarstjórinn játaði sök og reiddi fram reikninga þess efnis að hann hefði greitt Olíudreifingu ehf skuld vegan olíunnar. Með tilliti til sakaferils þótti rétt að skilorðsbinda refsinguna en hann var einnig dæmdur til að greiða verjanda sínum 50.000 krónur í þóknun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×