Innlent

Gera alvarlega athugasemd við að hafa ekki verið kölluð til umsagnar

Borgarráð gagnrýnir Alþingi fyrir að hafa ekki verið kallað til umsagnar um ný jafnréttislög sem nú liggja fyrir Alþingi. Í bókun sem samþykkt var á borgarráðsfundi í morgun kemur fram að ráðið geri alvarlega athugasemd við að hafa ekki fengið frumvarpið til umsagnar.

 

 

Sveitarfélög gegni, eins og Alþingi ætti að vera kunnugt um, stóru hlutverki þegar komi að því að jafna stöðu kvenna og karla. Bent er á að sveitarfélög reki leik- og grunnskóla, séu umsvifamikil þegar kemur að framboði æskulýðs- og tómstundastarfs og annist félagsþjónustu við íbúa sveitarfélagsins.

 

 

Minnt er á í bókun borgarráðs að jafnréttisnefndir sveitarfélaganna séu eitt af

 

helstu verkfærum frumvarpsins. ,,Er það sérkennilegt að Reykjavíkurborg, sem hefur verið í fararbroddi á sviði jafnréttismála og náð marktækum árangri í að jafna laun karla og kvenna á vinnustöðum borgarinnar, skuli ekki gefið færi á að gefa umsögn um frumvarpið og miðla þannig af þeirri reynslu sem áunnist hefur í jafnréttisstarfi borgarinnar," segir að lokum í bókuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×