Innlent

Afla upplýsinga um rjúpnaskyttur

Holtavörðuheiði
Holtavörðuheiði

Lögreglan í Borgarnesi aflar nú upplýsinga um mann og konu sem héldu til rjúnaveiða frá Holtavörðuheiði í morgun. Grunur leikur á að þau séu týnd en það hefur enn ekki fengist staðfest.

Búist er við að slæmt veður skelli á í kvöld og því telur lögregla best að hafa allann varan á. Fáist það staðfest að fólkið sé týnt verður björgunarsveitum gert viðvart.

Uppfært kl. 19:13:Lögregla segir að bíll fólksins sé ekki lengur þar sem skilið var við hann og sú ályktun sé því dregin að fólkið hafi skilað sér heim heilt á húfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×