Listaháskólinn við Laugarveg 29. nóvember 2007 14:33 Listaháskólinn mun rísa á Laugavegi og verslunarkjarni á Landsbanka- og Barónsreit samkvæmt samningum sem samþykktir voru á fundi borgrarráðs í morgun. Fram kemur á vef Reykjavíkurborgar að um sé að ræða makaskiptasamning milli Reykjavíkurborgar og Samson Properties sem meðal annars greiði fyrir uppbyggingu Listaháskólans við Laugaveg. Samson Properties hafa verið í viðræðum við fulltrúa Listaháskóla Íslands þar sem gert er ráð fyrir að Listaháskólinn byggi á lóðunum á Frakkastígsreit með stækkunarmöguleika yfir Hverfisgötuna. Samkomulagið við Listaháskólann byggist á því að Samson Properties eða dótturfélög eignist lóðaréttindi og fasteignir Reykjavíkurborgar á reitnum. Þá greiðir samningur borgarinnar og Samson fyrir því að lóð stúdentagarða við Lindargötu geti orðið heildstæðari, bæti umhverfið og opni á möguleikann á að byggja fleiri stúdentaíbúðir á reitnum. Verslunarkjarni á Barónsreit Enn fremur hefur í nokkurn tíma verið unnið að því að reiturinn sem afmarkast af Hverfisgötu, Barónsstíg, Skúlagötu og Vitastíg kæmist í uppbyggingu og hefur Skipulagssjóður borgarinnar staðið að uppkaupum á eignum á reitnum. Í ljósi þess að Samson hafði einnig fjárfest mikið á reitnum þótti eðlilegt að ganga til samninga við félagið um kaup þeirra á eignum Reykjavíkurborgar. Gert er ráð fyrir að deiliskipulag á reitnum verði endurskoðað og að byggt verði heildstætt á reitnum en frumtillögur Samsons ganga út á uppbyggingu miðborgarkjarna með verslunar- og þjónustuhúsnæði, skrifstofum og íbúðum á reitnum. Rík áhersla verður lögð á að tengja uppbygginguna við götumynd og sérkenni Laugavegar og Vitastígs eftir því sem segir á vef Reykjavíkurborgar. Þá er bent á að verslunarkjarni á þessum stað sé mikilvægur til að styrkja Laugaveginn í sessi sem aðalverslunargötu Reykjavíkur. Um leið sé ekki síður mikilvægt að fjölbreytilegt yfirbragð Laugavegar verði varðveitt. Eins verður haft til hliðsjónar að gott aðgengi fótgangandi vegfaranda að verslunum verði frá Laugavegi og að þeirri þjónustu sem verður á nyrðri hluta reitsins. Miðað er við að verslanir verði á fyrstu hæð við Laugaveg. Við endurskoðun á deiliskuplaginu á reitnum verður sérstaklega haft í huga að á Barónsreit er Bjarnaborgin við Hverfisgötu 83 friðuð og þá stendur til að friða Barónsfjósið við Barónsstíg 2. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Listaháskólinn mun rísa á Laugavegi og verslunarkjarni á Landsbanka- og Barónsreit samkvæmt samningum sem samþykktir voru á fundi borgrarráðs í morgun. Fram kemur á vef Reykjavíkurborgar að um sé að ræða makaskiptasamning milli Reykjavíkurborgar og Samson Properties sem meðal annars greiði fyrir uppbyggingu Listaháskólans við Laugaveg. Samson Properties hafa verið í viðræðum við fulltrúa Listaháskóla Íslands þar sem gert er ráð fyrir að Listaháskólinn byggi á lóðunum á Frakkastígsreit með stækkunarmöguleika yfir Hverfisgötuna. Samkomulagið við Listaháskólann byggist á því að Samson Properties eða dótturfélög eignist lóðaréttindi og fasteignir Reykjavíkurborgar á reitnum. Þá greiðir samningur borgarinnar og Samson fyrir því að lóð stúdentagarða við Lindargötu geti orðið heildstæðari, bæti umhverfið og opni á möguleikann á að byggja fleiri stúdentaíbúðir á reitnum. Verslunarkjarni á Barónsreit Enn fremur hefur í nokkurn tíma verið unnið að því að reiturinn sem afmarkast af Hverfisgötu, Barónsstíg, Skúlagötu og Vitastíg kæmist í uppbyggingu og hefur Skipulagssjóður borgarinnar staðið að uppkaupum á eignum á reitnum. Í ljósi þess að Samson hafði einnig fjárfest mikið á reitnum þótti eðlilegt að ganga til samninga við félagið um kaup þeirra á eignum Reykjavíkurborgar. Gert er ráð fyrir að deiliskipulag á reitnum verði endurskoðað og að byggt verði heildstætt á reitnum en frumtillögur Samsons ganga út á uppbyggingu miðborgarkjarna með verslunar- og þjónustuhúsnæði, skrifstofum og íbúðum á reitnum. Rík áhersla verður lögð á að tengja uppbygginguna við götumynd og sérkenni Laugavegar og Vitastígs eftir því sem segir á vef Reykjavíkurborgar. Þá er bent á að verslunarkjarni á þessum stað sé mikilvægur til að styrkja Laugaveginn í sessi sem aðalverslunargötu Reykjavíkur. Um leið sé ekki síður mikilvægt að fjölbreytilegt yfirbragð Laugavegar verði varðveitt. Eins verður haft til hliðsjónar að gott aðgengi fótgangandi vegfaranda að verslunum verði frá Laugavegi og að þeirri þjónustu sem verður á nyrðri hluta reitsins. Miðað er við að verslanir verði á fyrstu hæð við Laugaveg. Við endurskoðun á deiliskuplaginu á reitnum verður sérstaklega haft í huga að á Barónsreit er Bjarnaborgin við Hverfisgötu 83 friðuð og þá stendur til að friða Barónsfjósið við Barónsstíg 2.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira