Innlent

Keyrði fullur út í Hólsá

Siglufjörður
Siglufjörður

Karlmaður var dæmdur í héraðsdómi Norðurlands í morgun fyrir að hafa keyrt fullir á Siglufirði en bifreiðin endaði úti í Hólsá.

Maðurinn var ákærður ásamt öðrum manni sem fyrst keyrði um götur Siglufjarðar en síðan skiptu mennirnir um sæti á bifreiðinni. Ökuferðin endaði síðan úti í Hólsá og stungu þeir af vettvangi. Lögreglan fór þá heim til annars mannsins sem benti á eiganda bifreiðarinnar sem líklega væri í bát sínum. Lögreglan fór að bátnum og vakti manninn sem lá sofandi í koju. Hann var því næst færður upp á lögreglustöð og látinn blása í áfengismæli.

Þar mældust 2 prómill og var hann því handtekinn. Dómnum þótti sannað að báðir mennirnir hefðu keyrt bifreiðina undir áhrifum áfengis. Annar mannanna sá sem tók við akstrinum var dæmdur til þess að greiða 70.000 króna sekt í ríkissjóð en annars sæta fangelsi í sex daga. Hann var einnig sviptur ökuréttindum í tvo mánuði og þarf að greiða 339.484 krónur í sakarkostnað.

Hinn maðurinn var einnig ákærður en hans þáttur í málinu var látinn niður falla þar sem það var sameinað við annað mál sem lauk með dómi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×