Fleiri fréttir

Sólin skín skærast í Kyrrahafinu

Sérfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hafa uppgötvað hvar sólin skín skærast á Jörðinni. Það er annars vegar í Kyrrahafinu rétt sunnan eyjunnar Hawaí og hinsvegar í Sahara eyðimörkinni. Þessar niðurstöður eru fengnar með því að skoða gögn um sólarljós sem safnað var með gervihnöttum í 22 ár samfleytt. Sérfræðingar NASA vonast til þess að með þessum gögnum verði hægt að kanna áhrif sólarljóss á loftslagsbreytingar, heilsu og landrækt.

Lést þegar farsímarafhlaða sprakk

Yfirvöld í Suður-Kóreu rannsaka nú andlát manns sem sagður er hafa látist þegar farsímarafhlaða sprakk. Maðurinn fannst látinn á vinnustað sínum með bráðnaða rafhlöðu í skyrtuvasa sínum og sár á lunga og hjarta. Talsmenn farsímaframleiðandans LG segja að farsíminn hafi verið þaulprófaður og einungis seldur í Kóreu en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Einungis eru fjórir mánuðir frá því að maður lést í Kína þegar farsími sprakk.

Breski Verkamannaflokkurinn verst ásökunum um fjármálasvik

Stjórnarandstæðingar í Bretlandi þrýsta nú mikið á að Gordon Brown, forsætisráðherra og formaður Verkamannaflokksins, fái lögregluaðstoð til að kanna ásakanir um fjársterkir aðilar hafi styrkt Verkamannaflokkinn með ólögmætum hætti.

Fimmtíu milljónir til athugana á umhverfi og lífríki

Fjárlaganefnd Alþingis lagði í gær til að veittar verði rúmlega 50 milljónir króna til athugana á umhverfi og lífríki á fyrirhuguðu olíuleitarsvæði á Jan Mayen hryggnum innan íslensku efnahagslögsögunnar norðaustur af landinu. Jafnframt að Orkustofnin fái rúmar hundrað milljónir króna til að hefja undirbúning að útgáfu sérleyfa til rannsókna og olíuvinnslu á svæðinu.-

Heilbrigðismál eru helsta bitbein demókrata

Eitt mesta deilumál demókrata fyrir forkosningarnar um forsetaembættið í Bandaríkjunum snýst um heilbrigðismál. Hillary Clinton forsetaframbjóðandi segir helsta andstæðing sinn, Barack Obama hafa óskýra stefnu í málaflokknum.

Flutningaskipið Axel komið til Akureyrar

Flutningaskipið Axel, sem strandaði utan við Höfn í Hornafirði á þriðjudagsmorgun, kom til Akureyrar um klukkan þjú í nótt í fylgd varðskips og verður tekið þar í slipp til viðgerðar.

Kennarar hafa þungar áhyggjur af kjaramálum

Á fundi kennara í Digranesskóla í kvöld var samþykkt ályktun þar sem þungum áhyggjum yfir kjaramálum grunnskólakennara er lýst. Fundurinn segir að skólastarfi sé stefnt í verulega hættu með fáránlega lágum launum.

Gæslan er um borð í Axeli í góðri samvinnu við skipstjórann

Halldór Nellett, yfirmaður aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir að sínir menn hafi farið um borð í flutningaskipið Axel rúmlega sex í dag. Þeir eru enn um borð og hafa stjórn á málum í góðri samvinnu við skipstjóra skipsins. Forsvarsmaður Dreggjar hafði hins vegar neitað því fyrr í kvöld

Sendiráðsstarfsmaður vill engu svara

Arnar B. Sigurðsson, sendiráðsstarfsmaðurinn sem Aron Pálmi Ágústsson segir að hafi haft í hótunum við sig, vildi ekkert tjá sig um samskipti sín við Aron Pálma þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Arnar benti þess í stað á upplýsingafulltrúa sendiráðs Bandaríkjanna, Sigríði Þorsteinsdóttur. Hún vildi heldur ekki tjá sig um málið, sagði sendiráðið búið að svara því sem það ætlaði að svara.

Tekjur ríkissjóðs aukast um átta milljarða

Gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs verði 469 milljarðar króna á næsta ári samkvæmt endurskoðaðri tekjuáætlun efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins.

Segir Gæsluna aldrei hafa yfirtekið stjórn skipsins

Bjarni Sigurðsson forsvarsmaður hjá Dreggjum ehf. sem er eigandi flutningaskipsins Axels, segir frétt Stöðvar 2 í kvöld vera „út úr kortinu". Þar var sagt frá því að Landhelgisgæslan hafi farið um borð í skipið og tekið stjórnina í kjölfar þess að vélstjórinn hafði neitað að dæla sjó úr skipinu. Þett segir Bjarni vera kolrangt, og að skipstjóri skipsins hafi fulla stjórn um borð og hafi alltaf haft.

Aron Pálmi segir starfsmann bandaríska sendiráðsins hafa hótað sér

Aron Pálmi Ágústsson segir íslenskan starfsmann bandaríska sendiráðsins hafa haft í hótunum við sig í miðbæ Reykjavíkur fyrir nokkrum vikum. Hann segist hafa kvartað undan framkomu mannsins hjá utanríkisráðuneytinu og sendiráðinu en sendiráðið vísar ásökunum Arons Pálma alfarið á bug.

Vill að ráðherra reki smiðshöggið á samninga við Microsoft

Halldór Jörgenson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, segir að Íslendingar séu sofandi á verðinum í samkeppninni um að fá netþjónabú bandaríska hugbúnaðarrisans reist hér á landi. Hann kallar eftir aðkomu viðskipta og, eða iðnaðarráðherra í málið til að landa samningum.

Landhelgisgæslan yfirtók stjórn Axels

Landhelgisgæslan beitti í dag nýlegri heimild í lögum og sendi menn um borð í flutningaskipið Axel og yfirtók stjórn skipsins. Ófremdarástand skapaðist um borð í skipinu þegar vélstjóri skipsins neitaði að fara að fyrirmælum skipstjórans. Gæslumenn sigla nú skipinu til Akureyrar.

Stækkun á Grundartanga lokið

Norðurál á Grundartanga hefur lokið stækkun álvers síns og er framleiðslugeta þess nú 260 þúsund tonn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá móðurfélagi Norðuráls.

Kýldur þegar hann gekk á milli kærustupars

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann í miðborg Reykjavíkur fyrir um ári.

Fasteignamarkaðurinn ekki dauður en hefur róast

„Eins ótrúlegt og það hljómar er markaðurinn ekki alveg dauður en hann hefur róast á síðustu vikum,“ segir Stefán Hrafn Stefánsson hdl og löggiltur fasteignasali á Stórborg fasteignasölu.

Segir samning ekki hafa með tekjustofna RÚV að gera

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir samning sem Ríkisútvarpið og Ólafsfell, félag Björgólfs Guðmundssonar athafnamanns, um fjármögnun á íslensku leiknu dagskrárefni ekkert hafa með tekjustofna Ríkisútvarpsins ofh. að gera.

Vill úrskurða Fossett látinn

Eiginkona bandaríska auðkýfingsins og ævintýramannsins Steve Fossett hefur beðið yfirvöld um að úrskurða að hann sé látinn.

Hellisheiði opin á ný

Banaslys varð á Suðurlandsvegi rétt neðan við Litlu Kaffistofuna skömmu fyrir klukkan tvö í dag. Að sögn lögreglu virðist svo vera sem ökumaður fólksbifreiðar hafi ekið yfir á öfugan vegarhelming og lent þar framan á vinstra framhorni vörubifreiðar, sem var fulllestuð af malarefni, á leið vestur. Ökumenn voru einir í bifreiðum sínum og er talið að ökumaður fólksbifreiðarinnar, karlmaður á áttræðisaldri, hafi látist samstundis. Ökumaður vörubifreiðarinnar slasaðist óverulega.

Hjáleið opnuð vegna umferðarslyss

Alvarlegt umferðarslys varð við Litlu-Kaffistofuna skömmu fyrir klukkan tvö þar sem fólksbíll og vöruflutningabíll rákust saman.

Ferð Axels gengur vel

Flutningaskipið Axel er nú á leið til Akureyrar og gengur ferðin vel að sögn Bjarna Sigurðssonar hjá Dregg efh. Hann segist búast við því að skipið komi til hafnar á milli klukkan eitt til tvö í nótt.

Á að finna einfaldara og gagnsærra fyrirkomulag

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra hefur lokið við að skipa nefnd sem á að kanna með hvaða hætti hægt er að koma á einu niðurgreiðslu- og afsláttarkerfi í heilbrigðiskerfinu.

Óeirðaseggir verða dregnir fyrir dóm

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, hét því að draga þá sem skotið hefðu á lögregluna í óeirðum í París síðustu kvöld fyrir dóm.

Krakkar brutu framrúðu með snjóbolta

Lögreglan hafði afskipti af nokkrum krökkum í Kópavogi nú síðdegis en þau voru að kasta snjóboltum í bíla. Ekki vildi betur til en að framrúða í bíl brotnaði á einum bílnum og var ökumaður hans næstum búinn að missa stjórn á bifreiðinni. Nokkuð tjón varð því á bifreiðinni en foreldrum krakkanna var gert viðvart.

Einn maður á hlut í 33 lögbýlum

Einn maður á hlut í 33 lögbýlum hér á landi samkvæmt því sem Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra greindi frá á Alþingi í dag. Þar var hann að svara fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar, þingmanns Framsóknarflokksins.

Geir á faraldsfæti

Geir H. Haarde forsætisráðherra verður á ferð um nágrannalöndin næstu tvo daga þar sem hann mun flytja erindi á tveimur stöðum.

Dýr myndi hænan öll

Egg eftir rússneska skartgripahönnuðinn Peter Carl Fabergé verður selt á uppboði í Lundúnum í dag.

Óviðeigandi að hækka almenn laun

Vilhálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir samtökin telja það óviðeigandi við núverandi aðstæður á vinnumarkaðnum, þar sem mjög mikið launaskrið hefur verið, að hækka almenn laun. Nú sé verkefnið að stilla vinnumarkaðinn af. Vilhjálmur var gestur Helgu Arnardóttur í hádegisviðtalinu á Stöð 2.

Um 430 óku of hratt á Sæbraut

Sjö prósent þeirra ökumanna sem óku eftir Sæbraut yfir gatnamótin við Langholtsveg á 20 klukkustundum í gær reyndust aka of hratt.

Sjá næstu 50 fréttir