Innlent

Fyrsta skóflustungan tekin á morgun

Fyrsta skóflustungan að nýrri háskólabyggingu Háskólans í Reykjavík í Öskjuhlíðinni verður tekin á morgun. Húsið verður fullklárað um 35 þúsund fermetrar að stærð og því ein stærsta bygging höfuðborgarsvæðisins.

Í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík segir að við byggingu hússins hafi verið tekið mið af umhverfi og náttúru Öskjuhlíðar, og að samhliða því muni rísa grænt og fagurt umhverfi sem komi til með að auka á möguleika borgarbúa og gesta höfuðborgarinnar til útivistar á svæðinu.

Gert er ráð fyrir að fyrsta hluta byggingarframkvæmda verði lokið í upphafi skólaárs í ágúst 2009 og að þá verði tilbúin til notkunar aðstaða í um 20.000 fermetrum fyrir tækni- og verkfræðideild, tölvunarfræðideild og viðskiptadeild. Stefnt er að því að öll starfsemi Háskólans í Reykjavík verði svo komin niður að Öskjuhlíðarrótum haustið 2010.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×