Innlent

Fengu rabarbara- og njólavendi við heimkomuna

„Ég man það eftir leikinn að við öfunduðum mjög Keflvíkingana sem voru að fara í Evrópukeppnina beint og þurftu ekki að fara heim. Við vorum alla vega sex sem framlengdum dvölina til þess að lenda ekki í ljósmyndurunum heima. En Akureyringarnir, þeir fóru beint heim. Það var tekið á móti þeim á Akureyrarflugvelli með búketta, rabarbara og njóla," segir Jóhannes Atlason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, sem tók þátt í sögulegum leik Íslendinga og Dana á Idrætsparken fyrir sléttum 40 árum. Þar töpuðu Íslendingar 14-2 sem frægt er orðið.

Jóhannes var gestur í hádegisviðtalinu á Stöð 2 þar sem hann rifjaði upp leikinn sögufræga. Þar rifjaði hann upp hvernig hann hefði skotið í hnakkann á Elmari Geirssyni í upphitun fyrir leik þannig að Elmar vankaðist. „Hann var svo vankaður að þegar Gunni gamli Thor sendiherra kom að heilsa mönnum þá vissi hann hvaða Gunna hann átti að heilsa, hann sá fjóra fimm þarn," rifjar Jóhannes upp.

Jóhannes segir að þegar hann horfi til baka á leikinn sé hann aðallega spaugilegur í hans augum. „Við gleymumst aldrei," sagði Jóhannes og vísaði til þess að úrslit í öðrum landsleikjum væru oftast fljót að gleymast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×