Innlent

Sérveitarmaður og sporhundur taka þátt í leitinni

Mynd af Svínafellsjökli. Rauði punkturinn sýnir hvar tjöld mannanna fundust fyrr í dag.
Mynd af Svínafellsjökli. Rauði punkturinn sýnir hvar tjöld mannanna fundust fyrr í dag. MYND/Landsbjörg

Sérsveitarmaður frá lögreglunni og sérþjálfað björgunarsveitarfólk ásamt sporhundi frá höfuðborgarsvæðinu er á leið til Vatnajökuls til þess að taka þátt í leitinni að Þjóðverjunum tveimur sem saknað hefur verið undanfarna daga. Sérsveitarmaðurinn mun annast vettvangsrannsókn á svæðinu.

Fjallabjörgunarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru nú við leit á Svínafellsjökli en tjöld mannanna tveggja fundust á jöklinum skömmu fyrir hádegi en mennina var þó hvergi að sjá.

Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu að svæðið sem leitin beinist helst að sé erfitt yfirferðar og hættulegt á þessum tíma árs. Þá er í ráði að björgunarsveitarmenn gangi árbakka jökulánna neðan Svínafellsjökuls.

Til stendur að útvíkka leitina um helgina með þátttöku um 200 björgunarsveitarmanna hafi mennirnir ekki fundist fyrir þann tíma.

Á bloggsíðu Kjartans Péturs Sigurðssonar má sjá hversu erfitt yfirferðar leitarsvæðið er.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×