Innlent

Borgin vill annað "Byrgi"

Borgarstjóri: Vill að nýtt "Byrgi" verði komið á laggirrnar.
Borgarstjóri: Vill að nýtt "Byrgi" verði komið á laggirrnar.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að borgaryfirvöld vilji að komið sé á fót öðru "Byrgi" í nágrenni borgarinnar. Nú standi yfir viðræður við félagsmálaráðuneytið um að það fé sem rann til Byrgisins á sínum tíma verði áfram nýtt undir svipaða starfsemi. Borgin er einnig að leita að öðru húsnæði fyrir útigangsmenn til viðbótar við þau sem fyrir eru.

"Við teljum nauðsynlegt að til staðar sé starfsemi eins og sú sem rekin var í Byrginu á sínum tíma og þá bæði meðferð og stuðningur við útigangsfólk" segir Vilhjálmur. "Það hefur verið áætlað að þörfin nemi á bilinu 20 til 30 plássum."

Hvað varðar nýtt athvarf fyrir útigangsfólk í borginni segir Vilhjálmur að þeir séu að leita að húsnæði fyrir 8 til 10 einstaklinga. Það yrði viðbót við þau athvörf sem til staðar eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×