Innlent

Einkaaðilar taki mögulega þátt í rekstri menningarhúss

Bæjarstjórinn á Akureyri segir mögulegt að bankar og fyrirtæki taki þátt í rekstri menningarhúss bæjarins sem nú er að rísa. Húsið mun kosta á þriðja milljarð króna króna.

Þegar samningar voru undirritaðir um menningarhúsið árið 2005 - eftir sex ára meðgöngu - var gert ráð fyrir að húsið yrði tekið í notkun vorið 2008. Nú liggur fyrir að það verður ekki fullbúið fyrr en vorið 2009.

Bætt hefur verið við starfsemina frá fyrstu áætlunum. Þannig fá bæði Akureyrarstofa og tónlistarskóli bæjarins inni í húsinu. Og í fyrsta skipti upplýsir bæjarstjóri áætlaðan rekstrarkostnað hússins. Hundraðogtíu milljónir króna á ári.

Ístak er helsti verktaki hússins sem er ein stærsta byggingaframkvæmd norðan heiða frá upphafi vega. Heildarkostnaður er áætlaður 2,3 milljarðar en alls er búið að semja um 1500 milljónir af heildarverkinu. Kostnaður ríkisins er fastur, 720 milljónir og þá eru eftir um 1700 milljónir handa útvarsgreiðendum á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×