Fleiri fréttir

Stóðlífsfyrirtæki velta milljörðum

Makaskipti eru orðin milljarða króna iðnaður í Bandaríkjunum. Ekki er óalgengt að þeir sem stunda makaskipti borgi hundruð þúsunda króna á ári fyrir að fá til þess aðstöðu. Hún fæst meðal annars fyrir milligöngu fyrirtækja sem skipuleggja stóðlífsuppákomur á klúbbum og hótelum víðsvegar um landið. Með því að sækja þessar uppákomur getur fólk verið visst um að hitta nýja bólfélaga í tryggu umhverfi.

Ásatrúarfélagið fær aðra lóð í Öskjuhlíð

Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður Skipulagsráðs borgarinnar segir að Ásatrúarfélagið muni fá aðra lóð undir hof sitt á svipuðum stað og þeim hafði verið úthlutað í Öskjuhlíðinni. Vísir greindi frá því í morgun að Ásatrúarfélagið gæti ekki nýtt þá lóð sem þeir fengu í fyrra þar sem hún liggur beint í öryggisaðflugsstefnu á Reykjavíkurflugvöll.

Hestaníðingur ekki ákærður fyrir barsmíðar

Dýralæknafélag Íslands lýsir furðu sinni og undrun á þeirri ákvörðun lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að ákæra ekki mann fyrir að slá hest ítrekað í haus og kvið með svipu. Athæfið náðist á myndband og var sýnt í fréttaskýringarþættinum Kompási í lok apríl.

Hálshöggvinn opinberlega

Átján ára gamall maður var hálshögvinn í Saudi-Arabíu fyrir að hafa ráðið fósturmóður sinni bana fyrir einhverjum árum. í Saudi-Arabíu teljast menn fullorðnir við 18 ára aldur. Ef þeir eru yngri þegar þeir fremja afbrot sem varðar dauðadóm, eru þeir geymdir í fangelsi þartil aldrinum er náð. Meðal dauðasynda í landinu eru morð, nauðganir og vopnuð rán.

Lúkasarmálið smitandi

Hundavinir í Køge í Danmörku hafa lofað 200 þúsund íslenskum krónum í verðlaun fyrir upplýsingar um hrottalegt hundsdráp fyrir helgi.Talið er að hundurinn, sem gegndi kallinu Arkibal, hafi verið stunginn margsinnis með skjúfjárni eða hníf. Hann fannst dauður við Rishøjhallerne i Køge á föstudagsmorgun, eftir því sem fram kemur í Jyllands-Posten.

Ný tungumál væntanleg

Stóra tölvuorðabókin er í stöðugum vexti og brátt bætast í hana fjögur tungumál. „Það er verið að gefa út nokkur ný tungumál í haust, það er rússnesku, ungversku, pólsku og japönsku. Við komum hins vegar ekki til með að setja þau inn á heimasíðuna okkar, www.fastpro.is, vegna þess hve fáir nota þau. Þau verður hins vegar hægt að nálgast hjá okkur,“ segir Gunnar Þór Jakobsson.

Risastytta af Rocky í smábæ í Serbíu

Bæjaryfirvöld í smábæ í Norður-Serbíu hafa reist ríflega þriggja metra háa styttu af kvikmyndahetjunni Rocky Balboa í bænum í þeirri von að lífga upp á bæinn og auka hróður hans.

Stólar sem skipta litum

Japanskir vísindamenn hafa hannað stóla sem skipta litum. Stólar og borð af gerðinni Fuwapica sem skipta litum eins og kamelljón vöktu nokkra athygli á SIGGRAPH sýningunni í San Diego í Bandaríkjunum. Sýningin er haldin árlega í mismunandi borgum en þar er til sýnis ýmislegt sem tengist tölvugrafík.

Bandarískir þingmenn kynna sér orkumál hér á landi

Geir H. Haarde forsætisáðherra fundaði í morgun með sendinefnd frá bandarísku fulltrúadeildinnini í Tjarnargötu. Eftir því sem fram kemur á vef forsætisráðuneytisins var um að ræða þingmenn sem eiga sæti í undirnefnd fjárlaganefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem fjallar um orku- og auðlindamál.

Grunnskólabörn komin í umferðina

Grunnskólanemendur hefja nám í þessari viku. Þá þyngist umferðin og ungir krakkar verða áberandi á meðal vegfarenda. Slysavarnafélagið Landsbjörg vill því brýna fyrir fólki að huga að öryggi barna á leið í skóla. Sérstaklega þeirra sem yngri eru. Landsbjörg hefur tekið saman leiðbeiningar fyrir foreldra um hvað hafa ber í huga varðandi ferðir barna til og frá skóla.

Kæru Landverndar vegna vatnslagnar í Heiðmörk vísað frá

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hefur vísað frá kæru Landverndar í tengslum við útgáfu framkvæmdaleyfa vegna framkvæmda við vatnslögn um Heiðmörk. Kærunni er vísað frá á þeim grundvelli að Landvernd eigi ekki lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu.

Slasaðist við jarðboranir

Karlmaður var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri á sjöunda tímanum í morgun eftir vinnuslys við Þeystareykjur. Hópur á vegum Jarðborana vinnur við borholur á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Húsavík var maðurinn að taka upp borkrónu þegar slysið varð. Talið er að maðurinn hafi lærbrotnað í slysinu.

Næsta....úr tuskunum

Einfættur sjötíu og átta barna faðir í Sameinuðu furstadæmunum er nú að leita sér að tveim nýjum konum til þess að geta haldið áfram barneignum. Hann ætlar að vera búinn að eignast 100 börn árið 2015. Naglinn heitir Abdul Rahman og er sextugur. Hann á þrjár eiginkonur eins og er. Tvær þeirra eru ófrískar. Abdul hefur eignast börnin 78 með fimmtán eiginkonum.

Munum kanna sannleiksgildi frásagnar konunnar

Jóhann Benediktsson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að embættið muni nú kanna sannleiksgildi sögu konunnar sem segir að sér hafi verið smyglað til landsins með fraktflugvél. „Ef sagan á við rök að styðjast er hér um mjög alvarlegt mál að ræða,“ segir Jóhann.

Sjíaklerkur boðar frið í Írak

Íraski sjía klerkurinn Moqtada al-Sadr segir að hann muni fagna virkari þáttöku Sameinuðu þjóðanna í Írak, ef samtökin vilji hjálpa Írökum að endurbyggja landið. Í viðtali við breska blaðið Independent segir klerkurinn að Sameinuðu þjóðirnar megi ekki verða annað andlit bandaríska hernámsins á landinu.

Afplánaði stuttan dóm á Litla-Hrauni

Tuttugu og tveggja ára karlmaður, sem fannst látinn í klefa sínum í fangelsinu að Litla-Hrauni í fyrrinótt, svipti sig lífi. Þetta staðfestir Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, við Vísi. Hann segir manninn hafa verið nýkominn inn og hafa átt að afplána stuttan dóm.

Grafarþögn mest selda glæpasagan í Frakklandi

Grafarþögn eftir Arnald Indriðason hefur slegið í gegn í Frakklandi en hún var í fyrsta sæti á lista yfir mest seldu glæpasögur þar í landi í byrjun ágúst. Fyrr í sumar hlaut hún bókmenntaverðlaunin Grand Prix des Lectrices de Elle 2007 sem besta útgefna glæpasagan.

Dæmdur nauðgari vill áfrýjun vegna heilaskaða

Jón Pétursson, sem tvívegis hefur verið dæmdur fyrir nauðgun, hefur óskað eftir því að máli hans verði áfrýjað. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Jóns, vill að dómkvaddir matsmenn meti sakhæfi hans og hvort refsing geti borið árangur.

Gert að fjarlægja hverfsbúð vegna stúdentagarða

Lítil hverfisbúð á Akureyri verður jöfnuð við jörðu innan einnar viku. Búðin stendur í vegi fyrir stúdentablokkum og telur búðareigandinn um eignaupptöku að ræða. Bærinn segir enga aðra leið færa.

Dreif ekki yfir fangelsisgirðinguna

Tvö fíkniefnamál sem bæði tengjast Litla-Hrauni komu inn á borð lögreglunnar á Selfossi í vikunni sem leið. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að kannabis hafi fundist í fórum fanga og þá fannst amfetamín á svæði milli öryggisgirðinga við fangelsið.

Gleymdu að spenna beltin og voru handteknir

Það getur margborgað sig að spenna bílbeltin áður en keyrt er af stað og ekki þá bara með tilliti til öryggis. Að þessu komust tveir danskir þjófar í nótt. Mennirnir voru að koma úr ránsferð í bænum Hvidovre í Danmörku þegar lögreglan stöðvaði þá fyrir að vera ekki með spennt belti.

Mikil afturför hefti borgaryfirvöld afgreiðslutíma skemmtistaða

Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna segir það mikla afturför hyggist borgaryfirvöld hefta afgreiðslutíma skemmtistaða í Reykjavík til að bregðast við svo kölluðum vanda í miðbænum. Hann segir miðbæjarvandann hafa verið mun alvarlegri þegar afgreiðslutími skemmtistaða var takmarkaðri fyrir nokkrum árum.

Aðflugslína stoppar byggingu ásatrúarhofs

Forstöðumenn ásatrrúarsafnaðarins munu á næstunni eiga fund með borgarstjóra þar sem í ljós hefur komið að ekki er hægt að byggja hið nýja hof safnaðarins á lóð þeirri sem söfnuðurinn hefur fengið undir hofið í Öskjuhlíðinni. Flugmálastjórn benti á það fyrr í sumar að núverandi staðsetning hofsins er beint undir öryggisaðflugslínu að Reykjavíkurflugvelli.

Fyrsta umferð tyrknesku forsetakosninganna í dag

Fyrsta umferð tyrknesku forsetakosninganna fer fram í dag en búist er við Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands, beri sigur úr býtum. Tyrkneska þingið kýs forsetann og geta umferðirnar orðið allt að fjórar talsins.

Hávamál að heiðnum sið

Ásatrúarfélagið hefur gefið út Hávamál með inngangi rituðum af Eyvindi P. Eiríkssyni, rithöfundi, cand.mag í íslensku og Vestfirðingagoða. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem Hávamál eru gefin út með formála eftir heiðinn mann. Hið íslenska bókmenntafélag sjá um dreifingu bókarinnar.

Tuttugu og fimm láta lífið í rútuslysi í Pakistan

Tuttugu og fimm létu lífið og átta slösuðust þegar rúta fór útaf fjallavegi í norðurhluta Pakistans í morgun. Rútan féll niður gil og hafnaði að lokum í á sem þar rennur. Talið er að ökumaður rútunnar hafi eki of hratt og misst stjórn á bifreiðinni.

Segir Jón Ásgeir ekki koma að tilboði í Newcastle

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnformaður Baugs, kemur ekki að kauptilboði íslenskra fjárfesta í enska úrvalsdeildarliðið Newcastle. Að sögn Sindra Sindrasonar, talsmanns Jóns Ásgeirs, er það ekki rétt sem fram hefur komið í fjölmiðlum að hann hafi hug á að eignast hlut í þessu fornfræga félagi. Aðspurður sagðist Sindri ekki vita hverjir kæmu að tilboðinu.

Dean séður utan úr geimnum

Geimfarar um borð í geimferjunni Endeavour tóku einstakar myndir af fellibylnum Dean sem hefur valdið miklum usla á eyjum á Karíbahafi undanfarna daga. Heimferð ferjunnar hefur verið flýtt um 24 klukkustundir vegna bylsins sem þessa stundina stefnir á Mexíkó.

Hvetja landsmenn til að slökkva ljósin í hádeginu

Japönsk stjórnvöld hvetja nú landsmenn til að draga úr rafmagnsnotkun vegna skorts á rafmagni í landinu. Hefur fólk meðal annars verið hvatt til að slökkva öll ljós í hádeginu. Verulega dró úr rafmagnsframleiðslu í Japan eftir að stærsta kjarnorkuveri landsins var lokað vegna skemmda í byrjun sumars.

Dýr dráttur

Þegar átján ára gamla þýska parið ákvað að elskast í fyrsta skipti vildi stúlkan skapa réttu stemminguna. Hún kveikti á ótalmörgum kertum í svefnherbergi sínu í risi hússins. Og ástin var heit. Svo heit að það kviknaði í plássinu. Berrassað parið gat forðað sér út úr brennandi húsinu og öðlaðist umtalsverða frægð þegar blaðaljósmyndarana dreif að.

Um 180 námuverkamenn innlyksa eftir flóð

Kínverskar björgunarsveitir reyna nú að bjarga um 180 námuverkamönnum sem urðu innlyksa eftir að vatn flæddi inn í námur í Shandong-héraði í Kína á föstudaginn. Dælubúnaði hefur verið komið fyrir við námurnar en ekki liggur fyrir hvort mennirnir séu enn á lífi. Yfir tvö þúsund námuverkamenn hafa látið lífið í Shandong-héraði það sem af er þessu ári.

Stripp á Bóhem og tangó á Goldfinger

Ásgeir Davíðsson, betur þekktur sem Geiri á Goldfinger, hefur fengið skemmtanaleyfi fyrir nektardansstaðinn Bóhem við Grensásveg. Gildir leyfið til 2019. Hann bíður hinsvegar eftir svari frá yfirvöldum um skemmtanaleyfi fyrir Goldfinger í Kópavogi.

Búast við að boðað verði til kosninga í Danmörku í vikunni

Því er nú spáð að Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, muni í dag eða næstu daga boða til þingkosninga í landinu. Danska dagblaðið Berlingske Tidende ræðir við þrjá stjórnmálaskýrendur, þar á meðal fyrrverandi spunameistar Rasmussens, sem spá því allir að tilkynnt verði í vikunni um kosningar í landinu.

Í mun meiri hættu

Fólk sem er 60 ára og eldra er þrisvar sinnum líklegra til að deyja við að reyna að klífa Everest-tind heldur en yngra fólk. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem vísindamenn við Washington-háskóla unnu.

Rannsakar lát fanga í klefa sínum

Tuttugu og tveggja ára karlmaður fannst látinn í klefa sínum í fangelsinu að Litla-Hrauni í fyrrinótt að því er fram kemur á heimasíðu Félags fanga. Lögreglan á Selfossi staðfestir að hún sé að rannsaka málið en að endanleg niðurstaða um dánarorsök fáist ekki fyrr en að krufningu lokinni.

Tvöfalt lengur að hreinsa rusl eftir menningarnótt

Þrátt fyrir að Íslensk a gámafélagið hafi byrjað fyrr um morguninn og bætt við tækjum og mönnum tók tvöfalt lengri tíma að hreinsa miðbæinn í gærmorgun en venjulega. Ruslið eftir menningarnóttina var mjög mikið og dreifðist víðar um bæinn en áður að sögn Jóns Frantzsonar framkvæmdastjóra Íslenska gámafélagsins.

Rafmagnslaust í Osló

Rafmagn fór af fjórðungi Oslóborgar, höfuðborg Noregs, í morgun eftir að byggingakrani sleit háspennulínu í sundur. Öll miðborg Oslóar varð rafmagnslaus og þá féllu lestarferðir niður.

Heimsóknin talin tímamót

Heimsókn utanríkisráðherra Frakklands, Bernard Kouchners, til Íraks er talin marka tímamót í samskiptum Frakklands og Bandaríkjanna. Ráðherrann kom til Íraks í gær.

Létust í yfirgefnum skýjakljúfi

Tveir slökkviliðsmenn létu lífið þegar eldur kom upp í yfirgefnum skýjakljúfi rétt við Núllpunktinn svokallaða í fjármálahverfi New York-borgar. Verið var að rífa skýjakljúfinn þegar eldurinn kom upp.

Grýtti glasi í bíl og gisti í klefa

Þrír ölvaðir menn voru látnir gista fangageymslur lögreglunnar á Suðurnesjum í fyrrinótt. Einn þeirra hafði grýtt glasi í bíl. Hann gat ekki greint frá nafni sínu og hafði engin skilríki meðferðis.

Þrír handteknir fyrir nauðgun

Þrír karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir aðfaranótt laugardags vegna gruns um að hafa nauðgað fimmtán ára stúlku á hrottafenginn hátt í bænum Linköping í Svíþjóð.

Dreifing gesta í miðborginni bar árangur

Lögregla og aðstandendur menningarnætur eru sammála um að dreifing gesta um borgina með tónleikum á Miklatúni hafi haft góð áhrif. Engin stórmál komu upp þrátt fyrir mikinn mannfjölda og talsverða ölvun.

Sjá næstu 50 fréttir