Innlent

Bandarískir þingmenn kynna sér orkumál hér á landi

MYND/Forsætisráðuneytið

Geir H. Haarde forsætisáðherra fundaði í morgun með sendinefnd frá bandarísku fulltrúadeildinnini í Tjarnargötu. Eftir því sem fram kemur á vef forsætisráðuneytisins var um að ræða þingmenn úr bæði Demókrataflokknum og Repúblikanaflokknum sem eiga sæti í undirnefnd fjárlaganefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem fjallar um orku- og auðlindamál.

Þingmennirnir voru áhugasamir um þann árangur sem Íslendingar hafa náð í notkun endurnýjanlegra orkugjafa og hafa mikinn hug á að efna til og auka samstarf milli Bandaríkjanna og Íslands á því sviði. Með þingmönnunum í för var meðal annars sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Carol van Voorst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×