Innlent

Slasaðist við jarðboranir

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Karlmaður var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri á sjöunda tímanum í morgun eftir vinnuslys við Þeystareykjur. Hópur á vegum Jarðborana vinnur við borholur á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Húsavík var maðurinn að taka upp borkrónu þegar slysið varð. Talið er að maðurinn hafi lærbrotnað í slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×