Fleiri fréttir Leita að ferðaáætlun þýskra ferðmanna sem saknað er Lögregla er nú að leita upplýsinga í Þýskalandi um ferðaáætlun tveggja þýskra ferðamanna, sem óttast er um á hálendinu til þess að hægt verði að skipuleggja leit að þeim. 20.8.2007 12:15 Mikil afturför hefti borgaryfirvöld afgreiðslutíma skemmtistaða Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna segir það mikla afturför hyggist borgaryfirvöld hefta afgreiðslutíma skemmtistaða í Reykjavík til að bregðast við svo kölluðum vanda í miðbænum. Hann segir miðbæjarvandann hafa verið mun alvarlegri þegar afgreiðslutími skemmtistaða var takmarkaðri fyrir nokkrum árum. 20.8.2007 12:13 Vongóðir um Grænlandsgöngu þorsks á Íslandsmið Sjómenn og útvegsmenn eru vongóðir um svonefnda Grænlandsgöngu af þorski á Íslandsmið í ljósi mokveiði norskra og þýskra togara á þorski við Austur-Grænland. 20.8.2007 12:09 Aðflugslína stoppar byggingu ásatrúarhofs Forstöðumenn ásatrrúarsafnaðarins munu á næstunni eiga fund með borgarstjóra þar sem í ljós hefur komið að ekki er hægt að byggja hið nýja hof safnaðarins á lóð þeirri sem söfnuðurinn hefur fengið undir hofið í Öskjuhlíðinni. Flugmálastjórn benti á það fyrr í sumar að núverandi staðsetning hofsins er beint undir öryggisaðflugslínu að Reykjavíkurflugvelli. 20.8.2007 11:52 Fyrsta umferð tyrknesku forsetakosninganna í dag Fyrsta umferð tyrknesku forsetakosninganna fer fram í dag en búist er við Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands, beri sigur úr býtum. Tyrkneska þingið kýs forsetann og geta umferðirnar orðið allt að fjórar talsins. 20.8.2007 11:52 Hávamál að heiðnum sið Ásatrúarfélagið hefur gefið út Hávamál með inngangi rituðum af Eyvindi P. Eiríkssyni, rithöfundi, cand.mag í íslensku og Vestfirðingagoða. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem Hávamál eru gefin út með formála eftir heiðinn mann. Hið íslenska bókmenntafélag sjá um dreifingu bókarinnar. 20.8.2007 11:35 Tuttugu og fimm láta lífið í rútuslysi í Pakistan Tuttugu og fimm létu lífið og átta slösuðust þegar rúta fór útaf fjallavegi í norðurhluta Pakistans í morgun. Rútan féll niður gil og hafnaði að lokum í á sem þar rennur. Talið er að ökumaður rútunnar hafi eki of hratt og misst stjórn á bifreiðinni. 20.8.2007 11:24 Segir Jón Ásgeir ekki koma að tilboði í Newcastle Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnformaður Baugs, kemur ekki að kauptilboði íslenskra fjárfesta í enska úrvalsdeildarliðið Newcastle. Að sögn Sindra Sindrasonar, talsmanns Jóns Ásgeirs, er það ekki rétt sem fram hefur komið í fjölmiðlum að hann hafi hug á að eignast hlut í þessu fornfræga félagi. Aðspurður sagðist Sindri ekki vita hverjir kæmu að tilboðinu. 20.8.2007 11:21 Dean séður utan úr geimnum Geimfarar um borð í geimferjunni Endeavour tóku einstakar myndir af fellibylnum Dean sem hefur valdið miklum usla á eyjum á Karíbahafi undanfarna daga. Heimferð ferjunnar hefur verið flýtt um 24 klukkustundir vegna bylsins sem þessa stundina stefnir á Mexíkó. 20.8.2007 11:18 Hvetja landsmenn til að slökkva ljósin í hádeginu Japönsk stjórnvöld hvetja nú landsmenn til að draga úr rafmagnsnotkun vegna skorts á rafmagni í landinu. Hefur fólk meðal annars verið hvatt til að slökkva öll ljós í hádeginu. Verulega dró úr rafmagnsframleiðslu í Japan eftir að stærsta kjarnorkuveri landsins var lokað vegna skemmda í byrjun sumars. 20.8.2007 10:57 Dýr dráttur Þegar átján ára gamla þýska parið ákvað að elskast í fyrsta skipti vildi stúlkan skapa réttu stemminguna. Hún kveikti á ótalmörgum kertum í svefnherbergi sínu í risi hússins. Og ástin var heit. Svo heit að það kviknaði í plássinu. Berrassað parið gat forðað sér út úr brennandi húsinu og öðlaðist umtalsverða frægð þegar blaðaljósmyndarana dreif að. 20.8.2007 10:27 Um 180 námuverkamenn innlyksa eftir flóð Kínverskar björgunarsveitir reyna nú að bjarga um 180 námuverkamönnum sem urðu innlyksa eftir að vatn flæddi inn í námur í Shandong-héraði í Kína á föstudaginn. Dælubúnaði hefur verið komið fyrir við námurnar en ekki liggur fyrir hvort mennirnir séu enn á lífi. Yfir tvö þúsund námuverkamenn hafa látið lífið í Shandong-héraði það sem af er þessu ári. 20.8.2007 10:19 Stripp á Bóhem og tangó á Goldfinger Ásgeir Davíðsson, betur þekktur sem Geiri á Goldfinger, hefur fengið skemmtanaleyfi fyrir nektardansstaðinn Bóhem við Grensásveg. Gildir leyfið til 2019. Hann bíður hinsvegar eftir svari frá yfirvöldum um skemmtanaleyfi fyrir Goldfinger í Kópavogi. 20.8.2007 10:15 Búast við að boðað verði til kosninga í Danmörku í vikunni Því er nú spáð að Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, muni í dag eða næstu daga boða til þingkosninga í landinu. Danska dagblaðið Berlingske Tidende ræðir við þrjá stjórnmálaskýrendur, þar á meðal fyrrverandi spunameistar Rasmussens, sem spá því allir að tilkynnt verði í vikunni um kosningar í landinu. 20.8.2007 10:14 Tíðar bílveltur hjá erlendum ferðamönnum á Suðurlandi Það þykir ganga kraftaverki næst að erlendur ferðamaður skuli hafa sloppið nær ómeiddur eftir að hann missti stjórn á bíl sínum á þjóðvegi eitt, skammt frá Kirkjubæjarklaustri í gærkvöldi. 20.8.2007 10:09 Í mun meiri hættu Fólk sem er 60 ára og eldra er þrisvar sinnum líklegra til að deyja við að reyna að klífa Everest-tind heldur en yngra fólk. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem vísindamenn við Washington-háskóla unnu. 20.8.2007 10:00 Rannsakar lát fanga í klefa sínum Tuttugu og tveggja ára karlmaður fannst látinn í klefa sínum í fangelsinu að Litla-Hrauni í fyrrinótt að því er fram kemur á heimasíðu Félags fanga. Lögreglan á Selfossi staðfestir að hún sé að rannsaka málið en að endanleg niðurstaða um dánarorsök fáist ekki fyrr en að krufningu lokinni. 20.8.2007 09:49 Tvöfalt lengur að hreinsa rusl eftir menningarnótt Þrátt fyrir að Íslensk a gámafélagið hafi byrjað fyrr um morguninn og bætt við tækjum og mönnum tók tvöfalt lengri tíma að hreinsa miðbæinn í gærmorgun en venjulega. Ruslið eftir menningarnóttina var mjög mikið og dreifðist víðar um bæinn en áður að sögn Jóns Frantzsonar framkvæmdastjóra Íslenska gámafélagsins. 20.8.2007 09:30 Rafmagnslaust í Osló Rafmagn fór af fjórðungi Oslóborgar, höfuðborg Noregs, í morgun eftir að byggingakrani sleit háspennulínu í sundur. Öll miðborg Oslóar varð rafmagnslaus og þá féllu lestarferðir niður. 20.8.2007 09:25 Heimsóknin talin tímamót Heimsókn utanríkisráðherra Frakklands, Bernard Kouchners, til Íraks er talin marka tímamót í samskiptum Frakklands og Bandaríkjanna. Ráðherrann kom til Íraks í gær. 20.8.2007 05:15 Létust í yfirgefnum skýjakljúfi Tveir slökkviliðsmenn létu lífið þegar eldur kom upp í yfirgefnum skýjakljúfi rétt við Núllpunktinn svokallaða í fjármálahverfi New York-borgar. Verið var að rífa skýjakljúfinn þegar eldurinn kom upp. 20.8.2007 05:00 Grýtti glasi í bíl og gisti í klefa Þrír ölvaðir menn voru látnir gista fangageymslur lögreglunnar á Suðurnesjum í fyrrinótt. Einn þeirra hafði grýtt glasi í bíl. Hann gat ekki greint frá nafni sínu og hafði engin skilríki meðferðis. 20.8.2007 04:00 Þrír handteknir fyrir nauðgun Þrír karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir aðfaranótt laugardags vegna gruns um að hafa nauðgað fimmtán ára stúlku á hrottafenginn hátt í bænum Linköping í Svíþjóð. 20.8.2007 04:00 Dreifing gesta í miðborginni bar árangur Lögregla og aðstandendur menningarnætur eru sammála um að dreifing gesta um borgina með tónleikum á Miklatúni hafi haft góð áhrif. Engin stórmál komu upp þrátt fyrir mikinn mannfjölda og talsverða ölvun. 20.8.2007 03:30 Rússar vilja sanna styrk sinn Kalda stríðið tilheyrir fortíðinni, þótt Rússar haldi fast í gamla stórveldisdrauma, að sögn Þórs Whitehead sagnfræðings. Rússar sendu á dögunum fjórtán orrustuþotur til eftirlitsflugferða á Atlantshafi og yfir Kyrrahaf og er það í fyrsta skipti í fimmtán ár sem slíkar ferðir eru farnar. 20.8.2007 03:15 Með öll þingsætin í landinu Flokkur Nursultans Nazarbayevs, forseta Kasakstan, fékk öll þingsætin í þingkosningunum samkvæmt útgönguspám. Kosningarnar voru haldnar á laugardaginn. Enginn annar flokkur fékk þau sjö prósent sem til þarf til að fá þingsæti. 20.8.2007 03:15 Segja borgina brjóta lög „Okkur finnst óeðlilegt að borgin komi inn á markaðinn og ætli sér ekki að lúta sömu reglum og aðrir,“ segir Elías Ólafsson, stjórnarformaður Gámaþjónustunnar. 20.8.2007 02:45 Sigraðist á bandaríska kerfinu „Um leið og ég lendi ætla ég að fara að leiði ömmu minnar. Draumur hennar var að fá mig heim til Íslands en hún lést áður en sá draumur varð að veruleika,“ segir Aron Pálmi Ágústsson. 20.8.2007 02:15 Orð borgarstjóra oftúlkuð Orð Vilhjálms Vilhjálmssonar borgarstjóra voru oftúlkuð þegar sagt var frá því í fjölmiðlum að borgarstjóri vildi vínbúð ÁTVR burt úr Austurstrætinu. Þetta segir Jón Kristinn Snæhólm, aðstoðarmaður borgarstjóra. 20.8.2007 02:00 50 kíló af heróíni í bílnum Tollyfirvöld í Búlgaríu fundu 50 kíló af heróíni í flutningabíl á fimmtudagskvöld. 20.8.2007 02:00 Ölvaður undir stýri úti á sjó Lögregla stöðvaði siglingu tveggja báta utan við Reykjavíkurhöfn um miðnæturbil aðfaranótt sunnudags. Hvorugur skipstjórinn gat framvísað haffærisskírteini. Þá var annar þeirra, sem sigldi seglskútu, undir áhrifum áfengis. 20.8.2007 01:00 Handtekinn vegna hótana í Hafnarfirði „Þetta var voðalegur hasar og við vissum ekkert hvað gekk á þegar lögreglan kom brunandi inn götuna,“ segir íbúi við Miðvang í Hafnarfirði sem fylgdist með handtöku út um gluggann hjá sér um miðjan dag á föstudag. 20.8.2007 01:00 Loka fyrir útsendingar BBC Rússnesk yfirvöld lokuðu fyrir útsendingar BBC World Service á FM-tíðni í Rússlandi á föstudag. BBC getur enn þá sent út á langbylgju og á netinu í landinu. Flestir þeirra Rússa sem fylgjast með daglegri dagskrá BBC hlusta á stöðina á FM-tíðni. The Sunday Times greindi frá. 20.8.2007 01:00 Maradona hatar Bandaríkin Argentínska fótboltastjarnan Diego Maradona var í dag gestur í vikulegum sjónvarpsþætti Hugo Chavez, hins litríka en umdeilda, forseta Venesúela. Í þættinum sagðist Maradona hata bandaríkin af öllum sínum mætti. 19.8.2007 20:42 Hillary gerir sér grein fyrir óvinsældum sínum Hillary Clinton, frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og fyrrverandi forsetafrú, viðurkenndi í dag að mörgum kjósendum væri illa við sig. Hún segir ástæðuna vera áralangar árásir Repúblikana í sinn garð. 19.8.2007 20:19 Íslenskir útrásarvíkingar í aldanna rás Íslenskir útrásarvíkingar gefa svipaða ímynd af landi og þjóð og birtist af víkingum í kennslubókum á síðustu öld. Rannsókn sem Kristín Loftsdóttir hefur gert sýnir að kennslubækur hafi verið mjög karllægar. . 19.8.2007 19:10 Í framtíðinni stingum við bílnum í samband Í framtíðinni verður kannski hægt að stinga bílnum í samband í bílskúrnum og hlaða hann þar. Þá er að koma markaðinn bíll sem gengur fyrir vínanda. 19.8.2007 19:05 Nýnasistar háværir í Danmörku Nýnasistar létu í sér heyra í Kolding í Danmörku í gær þar sem þeir minntust þess að tuttugu ár eru liðin frá nasistaforingjanum Rudolf Hess. Hundrað manns voru handteknir - fæstir af þeim þó nýnasistar. Leiðtogi þeirra var þó færður í járn fyrir að ráðast á laganna verði. 19.8.2007 18:45 Örtröð og barátta um leigubíla í miðborginni í nótt Öngþveiti ríkti í miðborginni á tímabili í nótt og engan leigubíl var að fá vegna mikils mannfjölda á götunum. Talið er að allt að fimmtán þúsund manns hafi reynt að ná leigubíl nánast samtímis í nótt. Stelpurnar á Hreyfli-Bæjarleiðum höfðu ekki undan og þær fengu bæði hótanir og bónorð í nótt. 19.8.2007 18:41 Lifandi líffæragjafar á Íslandi bera mikinn kostnað af gjöf sinni Lifandi líffæragjafar á Íslandi geta orðið fyrir miklum fjárhagslegum skakkaföllum því þeir þurfa að taka á sig stærstan hlutann af allri launaskerðingu vegna aðgerða sem þeir gangast undir. Réttur lifandi nýrnagjafa er mjög óljós á Íslandi segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir á Landspítalanum. 19.8.2007 18:29 Unglingar gera oft strætó að blóraböggli þegar þeir koma of seint heim Unglingar gera Strætó gjarnan að blóraböggli þegar þeir koma of seint heim til sín á kvöldin, segir forstjóri Strætó. Hann segir ekki sé rétt að bílstjóri Strætó hafi ekki hleypt unglingum inn í vagninn á tveimur biðstöðvum í röð eins og þeir fullyrtu í fréttum Stöðvar 2 í vikunni. 19.8.2007 18:26 Endeavour kveður Aðþjóðageimstöðina Festar geimskutlunnar Endeavour við Alþjóðageimskutlunnar hafa verið leystar og innan skamms leggur ferjan af stað til jarðar, degi fyrr en áætlað var. 19.8.2007 16:54 Konan komin um borð í þyrluna TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið frá Víti í Öskju þar sem kona slasaðist á baki. Konan varð fyrir grjóthruni og missti hún meðvitund um tíma. Björgunarsveitarmenn frá Landsbjörgu konunni til hjálpar en erfiðar aðstæður voru á slysstað. 19.8.2007 16:03 Prestur sektaður fyrir klukknahljóm Hollenskur prestur hefur verið dæmdur til að greiða 5000 evrur, eða tæpa hálfa milljón króna í sekt fyrir að hringja kirkjuklukkum í kirkju sinni of snemma og of hátt. 19.8.2007 15:04 Fékk strigaskó í skiptum fyrir flugskeyti Lögreglan í Orlandi í Flórída hélt á dögunum svokallaðan „gun amnesty“ dag, þar sem borgarbúar voru hvattir til að skila inn ólöglegum skotvopnum og fá í staðinn forláta strigaskó. Það kom þeim heldur á óvart þegar maður einn skilaði inn fullkominni flugskeytabyssu sem ætlað er að granda flugvélum. 19.8.2007 14:41 Sjá næstu 50 fréttir
Leita að ferðaáætlun þýskra ferðmanna sem saknað er Lögregla er nú að leita upplýsinga í Þýskalandi um ferðaáætlun tveggja þýskra ferðamanna, sem óttast er um á hálendinu til þess að hægt verði að skipuleggja leit að þeim. 20.8.2007 12:15
Mikil afturför hefti borgaryfirvöld afgreiðslutíma skemmtistaða Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna segir það mikla afturför hyggist borgaryfirvöld hefta afgreiðslutíma skemmtistaða í Reykjavík til að bregðast við svo kölluðum vanda í miðbænum. Hann segir miðbæjarvandann hafa verið mun alvarlegri þegar afgreiðslutími skemmtistaða var takmarkaðri fyrir nokkrum árum. 20.8.2007 12:13
Vongóðir um Grænlandsgöngu þorsks á Íslandsmið Sjómenn og útvegsmenn eru vongóðir um svonefnda Grænlandsgöngu af þorski á Íslandsmið í ljósi mokveiði norskra og þýskra togara á þorski við Austur-Grænland. 20.8.2007 12:09
Aðflugslína stoppar byggingu ásatrúarhofs Forstöðumenn ásatrrúarsafnaðarins munu á næstunni eiga fund með borgarstjóra þar sem í ljós hefur komið að ekki er hægt að byggja hið nýja hof safnaðarins á lóð þeirri sem söfnuðurinn hefur fengið undir hofið í Öskjuhlíðinni. Flugmálastjórn benti á það fyrr í sumar að núverandi staðsetning hofsins er beint undir öryggisaðflugslínu að Reykjavíkurflugvelli. 20.8.2007 11:52
Fyrsta umferð tyrknesku forsetakosninganna í dag Fyrsta umferð tyrknesku forsetakosninganna fer fram í dag en búist er við Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands, beri sigur úr býtum. Tyrkneska þingið kýs forsetann og geta umferðirnar orðið allt að fjórar talsins. 20.8.2007 11:52
Hávamál að heiðnum sið Ásatrúarfélagið hefur gefið út Hávamál með inngangi rituðum af Eyvindi P. Eiríkssyni, rithöfundi, cand.mag í íslensku og Vestfirðingagoða. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem Hávamál eru gefin út með formála eftir heiðinn mann. Hið íslenska bókmenntafélag sjá um dreifingu bókarinnar. 20.8.2007 11:35
Tuttugu og fimm láta lífið í rútuslysi í Pakistan Tuttugu og fimm létu lífið og átta slösuðust þegar rúta fór útaf fjallavegi í norðurhluta Pakistans í morgun. Rútan féll niður gil og hafnaði að lokum í á sem þar rennur. Talið er að ökumaður rútunnar hafi eki of hratt og misst stjórn á bifreiðinni. 20.8.2007 11:24
Segir Jón Ásgeir ekki koma að tilboði í Newcastle Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnformaður Baugs, kemur ekki að kauptilboði íslenskra fjárfesta í enska úrvalsdeildarliðið Newcastle. Að sögn Sindra Sindrasonar, talsmanns Jóns Ásgeirs, er það ekki rétt sem fram hefur komið í fjölmiðlum að hann hafi hug á að eignast hlut í þessu fornfræga félagi. Aðspurður sagðist Sindri ekki vita hverjir kæmu að tilboðinu. 20.8.2007 11:21
Dean séður utan úr geimnum Geimfarar um borð í geimferjunni Endeavour tóku einstakar myndir af fellibylnum Dean sem hefur valdið miklum usla á eyjum á Karíbahafi undanfarna daga. Heimferð ferjunnar hefur verið flýtt um 24 klukkustundir vegna bylsins sem þessa stundina stefnir á Mexíkó. 20.8.2007 11:18
Hvetja landsmenn til að slökkva ljósin í hádeginu Japönsk stjórnvöld hvetja nú landsmenn til að draga úr rafmagnsnotkun vegna skorts á rafmagni í landinu. Hefur fólk meðal annars verið hvatt til að slökkva öll ljós í hádeginu. Verulega dró úr rafmagnsframleiðslu í Japan eftir að stærsta kjarnorkuveri landsins var lokað vegna skemmda í byrjun sumars. 20.8.2007 10:57
Dýr dráttur Þegar átján ára gamla þýska parið ákvað að elskast í fyrsta skipti vildi stúlkan skapa réttu stemminguna. Hún kveikti á ótalmörgum kertum í svefnherbergi sínu í risi hússins. Og ástin var heit. Svo heit að það kviknaði í plássinu. Berrassað parið gat forðað sér út úr brennandi húsinu og öðlaðist umtalsverða frægð þegar blaðaljósmyndarana dreif að. 20.8.2007 10:27
Um 180 námuverkamenn innlyksa eftir flóð Kínverskar björgunarsveitir reyna nú að bjarga um 180 námuverkamönnum sem urðu innlyksa eftir að vatn flæddi inn í námur í Shandong-héraði í Kína á föstudaginn. Dælubúnaði hefur verið komið fyrir við námurnar en ekki liggur fyrir hvort mennirnir séu enn á lífi. Yfir tvö þúsund námuverkamenn hafa látið lífið í Shandong-héraði það sem af er þessu ári. 20.8.2007 10:19
Stripp á Bóhem og tangó á Goldfinger Ásgeir Davíðsson, betur þekktur sem Geiri á Goldfinger, hefur fengið skemmtanaleyfi fyrir nektardansstaðinn Bóhem við Grensásveg. Gildir leyfið til 2019. Hann bíður hinsvegar eftir svari frá yfirvöldum um skemmtanaleyfi fyrir Goldfinger í Kópavogi. 20.8.2007 10:15
Búast við að boðað verði til kosninga í Danmörku í vikunni Því er nú spáð að Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, muni í dag eða næstu daga boða til þingkosninga í landinu. Danska dagblaðið Berlingske Tidende ræðir við þrjá stjórnmálaskýrendur, þar á meðal fyrrverandi spunameistar Rasmussens, sem spá því allir að tilkynnt verði í vikunni um kosningar í landinu. 20.8.2007 10:14
Tíðar bílveltur hjá erlendum ferðamönnum á Suðurlandi Það þykir ganga kraftaverki næst að erlendur ferðamaður skuli hafa sloppið nær ómeiddur eftir að hann missti stjórn á bíl sínum á þjóðvegi eitt, skammt frá Kirkjubæjarklaustri í gærkvöldi. 20.8.2007 10:09
Í mun meiri hættu Fólk sem er 60 ára og eldra er þrisvar sinnum líklegra til að deyja við að reyna að klífa Everest-tind heldur en yngra fólk. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem vísindamenn við Washington-háskóla unnu. 20.8.2007 10:00
Rannsakar lát fanga í klefa sínum Tuttugu og tveggja ára karlmaður fannst látinn í klefa sínum í fangelsinu að Litla-Hrauni í fyrrinótt að því er fram kemur á heimasíðu Félags fanga. Lögreglan á Selfossi staðfestir að hún sé að rannsaka málið en að endanleg niðurstaða um dánarorsök fáist ekki fyrr en að krufningu lokinni. 20.8.2007 09:49
Tvöfalt lengur að hreinsa rusl eftir menningarnótt Þrátt fyrir að Íslensk a gámafélagið hafi byrjað fyrr um morguninn og bætt við tækjum og mönnum tók tvöfalt lengri tíma að hreinsa miðbæinn í gærmorgun en venjulega. Ruslið eftir menningarnóttina var mjög mikið og dreifðist víðar um bæinn en áður að sögn Jóns Frantzsonar framkvæmdastjóra Íslenska gámafélagsins. 20.8.2007 09:30
Rafmagnslaust í Osló Rafmagn fór af fjórðungi Oslóborgar, höfuðborg Noregs, í morgun eftir að byggingakrani sleit háspennulínu í sundur. Öll miðborg Oslóar varð rafmagnslaus og þá féllu lestarferðir niður. 20.8.2007 09:25
Heimsóknin talin tímamót Heimsókn utanríkisráðherra Frakklands, Bernard Kouchners, til Íraks er talin marka tímamót í samskiptum Frakklands og Bandaríkjanna. Ráðherrann kom til Íraks í gær. 20.8.2007 05:15
Létust í yfirgefnum skýjakljúfi Tveir slökkviliðsmenn létu lífið þegar eldur kom upp í yfirgefnum skýjakljúfi rétt við Núllpunktinn svokallaða í fjármálahverfi New York-borgar. Verið var að rífa skýjakljúfinn þegar eldurinn kom upp. 20.8.2007 05:00
Grýtti glasi í bíl og gisti í klefa Þrír ölvaðir menn voru látnir gista fangageymslur lögreglunnar á Suðurnesjum í fyrrinótt. Einn þeirra hafði grýtt glasi í bíl. Hann gat ekki greint frá nafni sínu og hafði engin skilríki meðferðis. 20.8.2007 04:00
Þrír handteknir fyrir nauðgun Þrír karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir aðfaranótt laugardags vegna gruns um að hafa nauðgað fimmtán ára stúlku á hrottafenginn hátt í bænum Linköping í Svíþjóð. 20.8.2007 04:00
Dreifing gesta í miðborginni bar árangur Lögregla og aðstandendur menningarnætur eru sammála um að dreifing gesta um borgina með tónleikum á Miklatúni hafi haft góð áhrif. Engin stórmál komu upp þrátt fyrir mikinn mannfjölda og talsverða ölvun. 20.8.2007 03:30
Rússar vilja sanna styrk sinn Kalda stríðið tilheyrir fortíðinni, þótt Rússar haldi fast í gamla stórveldisdrauma, að sögn Þórs Whitehead sagnfræðings. Rússar sendu á dögunum fjórtán orrustuþotur til eftirlitsflugferða á Atlantshafi og yfir Kyrrahaf og er það í fyrsta skipti í fimmtán ár sem slíkar ferðir eru farnar. 20.8.2007 03:15
Með öll þingsætin í landinu Flokkur Nursultans Nazarbayevs, forseta Kasakstan, fékk öll þingsætin í þingkosningunum samkvæmt útgönguspám. Kosningarnar voru haldnar á laugardaginn. Enginn annar flokkur fékk þau sjö prósent sem til þarf til að fá þingsæti. 20.8.2007 03:15
Segja borgina brjóta lög „Okkur finnst óeðlilegt að borgin komi inn á markaðinn og ætli sér ekki að lúta sömu reglum og aðrir,“ segir Elías Ólafsson, stjórnarformaður Gámaþjónustunnar. 20.8.2007 02:45
Sigraðist á bandaríska kerfinu „Um leið og ég lendi ætla ég að fara að leiði ömmu minnar. Draumur hennar var að fá mig heim til Íslands en hún lést áður en sá draumur varð að veruleika,“ segir Aron Pálmi Ágústsson. 20.8.2007 02:15
Orð borgarstjóra oftúlkuð Orð Vilhjálms Vilhjálmssonar borgarstjóra voru oftúlkuð þegar sagt var frá því í fjölmiðlum að borgarstjóri vildi vínbúð ÁTVR burt úr Austurstrætinu. Þetta segir Jón Kristinn Snæhólm, aðstoðarmaður borgarstjóra. 20.8.2007 02:00
50 kíló af heróíni í bílnum Tollyfirvöld í Búlgaríu fundu 50 kíló af heróíni í flutningabíl á fimmtudagskvöld. 20.8.2007 02:00
Ölvaður undir stýri úti á sjó Lögregla stöðvaði siglingu tveggja báta utan við Reykjavíkurhöfn um miðnæturbil aðfaranótt sunnudags. Hvorugur skipstjórinn gat framvísað haffærisskírteini. Þá var annar þeirra, sem sigldi seglskútu, undir áhrifum áfengis. 20.8.2007 01:00
Handtekinn vegna hótana í Hafnarfirði „Þetta var voðalegur hasar og við vissum ekkert hvað gekk á þegar lögreglan kom brunandi inn götuna,“ segir íbúi við Miðvang í Hafnarfirði sem fylgdist með handtöku út um gluggann hjá sér um miðjan dag á föstudag. 20.8.2007 01:00
Loka fyrir útsendingar BBC Rússnesk yfirvöld lokuðu fyrir útsendingar BBC World Service á FM-tíðni í Rússlandi á föstudag. BBC getur enn þá sent út á langbylgju og á netinu í landinu. Flestir þeirra Rússa sem fylgjast með daglegri dagskrá BBC hlusta á stöðina á FM-tíðni. The Sunday Times greindi frá. 20.8.2007 01:00
Maradona hatar Bandaríkin Argentínska fótboltastjarnan Diego Maradona var í dag gestur í vikulegum sjónvarpsþætti Hugo Chavez, hins litríka en umdeilda, forseta Venesúela. Í þættinum sagðist Maradona hata bandaríkin af öllum sínum mætti. 19.8.2007 20:42
Hillary gerir sér grein fyrir óvinsældum sínum Hillary Clinton, frambjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og fyrrverandi forsetafrú, viðurkenndi í dag að mörgum kjósendum væri illa við sig. Hún segir ástæðuna vera áralangar árásir Repúblikana í sinn garð. 19.8.2007 20:19
Íslenskir útrásarvíkingar í aldanna rás Íslenskir útrásarvíkingar gefa svipaða ímynd af landi og þjóð og birtist af víkingum í kennslubókum á síðustu öld. Rannsókn sem Kristín Loftsdóttir hefur gert sýnir að kennslubækur hafi verið mjög karllægar. . 19.8.2007 19:10
Í framtíðinni stingum við bílnum í samband Í framtíðinni verður kannski hægt að stinga bílnum í samband í bílskúrnum og hlaða hann þar. Þá er að koma markaðinn bíll sem gengur fyrir vínanda. 19.8.2007 19:05
Nýnasistar háværir í Danmörku Nýnasistar létu í sér heyra í Kolding í Danmörku í gær þar sem þeir minntust þess að tuttugu ár eru liðin frá nasistaforingjanum Rudolf Hess. Hundrað manns voru handteknir - fæstir af þeim þó nýnasistar. Leiðtogi þeirra var þó færður í járn fyrir að ráðast á laganna verði. 19.8.2007 18:45
Örtröð og barátta um leigubíla í miðborginni í nótt Öngþveiti ríkti í miðborginni á tímabili í nótt og engan leigubíl var að fá vegna mikils mannfjölda á götunum. Talið er að allt að fimmtán þúsund manns hafi reynt að ná leigubíl nánast samtímis í nótt. Stelpurnar á Hreyfli-Bæjarleiðum höfðu ekki undan og þær fengu bæði hótanir og bónorð í nótt. 19.8.2007 18:41
Lifandi líffæragjafar á Íslandi bera mikinn kostnað af gjöf sinni Lifandi líffæragjafar á Íslandi geta orðið fyrir miklum fjárhagslegum skakkaföllum því þeir þurfa að taka á sig stærstan hlutann af allri launaskerðingu vegna aðgerða sem þeir gangast undir. Réttur lifandi nýrnagjafa er mjög óljós á Íslandi segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir á Landspítalanum. 19.8.2007 18:29
Unglingar gera oft strætó að blóraböggli þegar þeir koma of seint heim Unglingar gera Strætó gjarnan að blóraböggli þegar þeir koma of seint heim til sín á kvöldin, segir forstjóri Strætó. Hann segir ekki sé rétt að bílstjóri Strætó hafi ekki hleypt unglingum inn í vagninn á tveimur biðstöðvum í röð eins og þeir fullyrtu í fréttum Stöðvar 2 í vikunni. 19.8.2007 18:26
Endeavour kveður Aðþjóðageimstöðina Festar geimskutlunnar Endeavour við Alþjóðageimskutlunnar hafa verið leystar og innan skamms leggur ferjan af stað til jarðar, degi fyrr en áætlað var. 19.8.2007 16:54
Konan komin um borð í þyrluna TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið frá Víti í Öskju þar sem kona slasaðist á baki. Konan varð fyrir grjóthruni og missti hún meðvitund um tíma. Björgunarsveitarmenn frá Landsbjörgu konunni til hjálpar en erfiðar aðstæður voru á slysstað. 19.8.2007 16:03
Prestur sektaður fyrir klukknahljóm Hollenskur prestur hefur verið dæmdur til að greiða 5000 evrur, eða tæpa hálfa milljón króna í sekt fyrir að hringja kirkjuklukkum í kirkju sinni of snemma og of hátt. 19.8.2007 15:04
Fékk strigaskó í skiptum fyrir flugskeyti Lögreglan í Orlandi í Flórída hélt á dögunum svokallaðan „gun amnesty“ dag, þar sem borgarbúar voru hvattir til að skila inn ólöglegum skotvopnum og fá í staðinn forláta strigaskó. Það kom þeim heldur á óvart þegar maður einn skilaði inn fullkominni flugskeytabyssu sem ætlað er að granda flugvélum. 19.8.2007 14:41