Fleiri fréttir

Kortleggja allt yfirborð tunglsins

Kína stefnir að því að kortleggja allt yfirborð tunglsins. Ouyang Ziyuan yfirmaður fyrstu tunglkönnunar áætlunar landsins tilkynnti þetta í dag. Hann sagði Kína ætla að skjóta á loft tunglfarinu Chang'e One seinnipart árs 2007, en því er ætlað að taka þrívíddar myndir af tunglinu. Einnig áætla þeir að vera búnir að lenda ómönnuðu fari á tunglinu fyrir árið 2010.

Faðmlagakennsla á ástarviku

Faðmlagakennsla er meðal þess sem í boði er á hinni árlegu ástarviku á Bolungarvík sem hefst núna á sunnudag en þessi hátíð hefur notið vaxandi vinsælda síðan henni var komið á laggirnar fyrir fjórum árum. "Við búumst við fjölda af elskulegu fólki í ár eins og síðustu ár," segir Birna Hjaltalín Pálmadóttir framkvæmdastjóri ástarvikunnar.

Veiðimenn björguðu björgunarsveitinni

Eins og Vísir greindi frá í morgun þá sökk Patrol-bifreið Björgunarsveitarinnar Kyndils við Langasjó þegar verið var að aðstoða ferðamenn yfir vatnið. Ekki fór betur en svo að bíllinn sökk í sand í fjörunni. Veiðimenn sem staddir voru á svæðinu komu björgunarsveitarmönnunum til bjargar.

Byggja hátt í 200 hús og þjónustumiðstöð í Lettlandi

Athafnamaðurinn Þorsteinn Steingrímsson, ásamt tveimur öðrum íslenskum fjárfestum, er nú að byggja hátt í 200 einbýlis og raðhús ásamt þjónustumiðstöð í Riga höfuðborg Lettlands. Þorsteinn segir að þeir hafi fengið 20 hektara landi úthlutað undir þessar framkvæmdir í einu af úthverfum borgarinnar.

Big Ben þegir þunnu hljóði

Einn frægasti klukkuturn heims, Big Ben í London mun þagna í heilan mánuð frá og með morgundeginum. Sökum viðhalds munu bjöllurnar ekki hringja á ný fyrr en í september. Sjálf klukkan mun stöðvast í nokkrar klukkustundir á morgun en viðhaldsvinnan er liður í því að koma turninum í sem best horf áður en hann fagnar 150 ára afmæli sínu árið 2009.

Og fjarskipti mega krefjast greiðslu vegna hlerunar

Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Og fjarskiptum, sem nú heitir Vodafone, hafi verið heimilt að krefja embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um greiðslu vegna reikninga sem eru tilkomnir vegna beiðna um hlerun.

Bæjarstjóri býður fram sáttahönd

Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segist hafa ákveðið að takmarka aðgang ungmenna á aldrinum 18-23 ára að tjaldstæðum bæjarins um verslunarmannahelgina af illri nauðsyn. Hún hvetur til sátta í málinu og aðstandandi undirskriftasöfnunar gegn meirihluta bæjarstjórnar segist reiðubúinn að ræða við bæjarstjóra.

Ákvörðun HB Granda kemur verulega á óvart

Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna, segir að ákvörðun HB Granda um flutning á fiskvinnslu sinni til Akranes komi verulega á óvart. „Við erum nýbúnir að breyta deiliskipulaginu á Norðurgarði í Örfirsey að þeirra óskum. Og nú fæ ég bréf um að þeir ætli í burtu," segir Björn Ingi.

Fleiri þúsund fermetrar inn á fasteignamarkaðinn

Reikna má með fleiri þúsund fermetrar flæði inn á markaðinn þegar vinnubúðir Impreglio verða settar í sölu á næstunni. Mestu flutningar fólks á landinu standa nú yfir frá því í Vestmannaeyjagosinu 1973.

Vélin spann hálfhring skömmu fyrir lendingu

Flugkennari og nemi hans þykja hafa sloppið furðuvel þegar þeir þurftu að nauðlenda flugvél sinni í Kapelluhrauni suður af Straumsvík laust eftir klukkan sjö í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarnefnd flugslysa voru þeir við hægflugsæfingu á svokölluðu Suðursvæði.

Skjálftar mælast við Herðubreiðartögl

Engin skjálftahrina hefur komið við Upptyppinga síðan í fyrradag en einhverjir skjálftar hafa þó mælst á svæðinu. Flestir skjálftanna sem nú mælast norðan Vatnajökuls eru við Herðubreiðartögl aðeins suður af Herðubreiðarlindum.

Eingöngu 116 einstaklingar greiða fjármagnstekjuskatt

2381 einstaklingur og 150 hjón voru ekki með neinar aðrar tekjur en fjármagnstekjur á síðasta ára og greiða því ekki tekjuskatt. Af þeim greiddu eingöngu 116 einstaklingar og 51 hjón fjármagnstekjuskatt, hinir greiða enga skatta.

Íraksstríðið illa skipulagt

Forsætisráðherra Danmerkur segir Íraksstríðið hafa verið illa skipulagt og ástandið í landinu nú langt frá því að vera viðunandi. Hann er þó enn þeirrar skoðunar að rétt hafi verið að fara með hervaldi gegn Saddam Hússein.

Ekki kemur til fjöldauppsagna hjá HB Granda

Ekki kemur til fjöldauppsagna hjá sjávarútvegsfyrirtækinu HB Granda í tengslum við þá ákvörðun stjórnar fyrirtækisins að hætta allri fiskvinnslu í Reykjavík og flytja hana upp á Akranes þar sem nýtt fiskiðjuver verður reist.

Eiga ekki að ná sér í tekjur með seðilgjöldum

Viðskiptaráðherra segir bankana og fjármálastofnanir ekki eiga að ná sér í tekjur með seðilgjöldum. Hann segir seðilgjöldin verða skoðuð á næstunni samhliða öðrum málum sem lúta að neytendum.

Stakk sér út í grunnu laugina

Karlmaður um þrítugt slasaðist á höfði þegar hann hugðist fá sér sundsprett í Breiðholtslaug í gærkvöld. Að sögn lögreglu stakk maðurinn sér til sunds í grynnri enda laugarinnar og rak höfuðið í botninn. Hann fékk skurð á ennið og stóra kúlu að auki. Sundlaugargesturinn var fluttur á slysadeild en hann þykir samt hafa sloppið nokkuð vel miðað við aðstæður, að sögn lögreglu.

Ókyrrð á mörkuðum um allan heim

Úrvalsvísitalan lækkaði um 3% þegar opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í morgun. Krónan hefur veikst um rúm 2%. Þetta er í takt við lækkanir á alþjóðlegum mörkuðum en mikil ókyrrð ríkir um allan heim vegna vandræða á bandarískum húsnæðislánamarkaði.

Óttast að gin- og klaufaveiki hafi breiðst út

Yfirvöld í Bretlandi kanna nú hvort búfénaður á nautgripabúi sem liggur fyrir utan sóttvarnarsvæðið í Surrey sé sýktur af gin- og klaufaveiki. Óttast menn að ráðstafanir stjórnvalda til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins hafi mistekist.

Bókasafnsfræðingur mokar inn milljónum á dúkkulísum

Heimasíðan dressupgames.com nýtur gríðarlegra vinsælda um allan heim en síðan fær um sjö milljónir heimsókna í hverjum mánuði og flettingar á síðunni eru um 40 milljónir. Konan á bak við síðuna heitir Inga María Guðmundsdóttir og er bókasafnsfræðingur á Ísafirði. Umstang í kringum síðuna er nú orðin hennar helsta atvinna og hefur hún góðar tekjur af henni í gegnum auglýsingar.

Fáir sem greiða einungis fjármagnstekjuskatt

Af þeim tæplega 2.400 einstaklingum sem ekki hafa aðrar tekjur en fjármagnstekjur greiða einungis 116 einhvern fjármagnstekjuskatt. Megnið af þessum einstaklingum eða tæplega 90 prósent voru með minna en 50 þúsund krónur í fjármagnstekjur á síðasta ári.

Danir skjóta peningum undan skatti

Danir vilja síður gefa allar sínar tekjur upp til skatts ef marka má nýlega rannsókn sem samtökin Dansk Industri létu gera. Samkvæmt henni liggja að meðaltali um 11 þúsund danskar krónur í beinhörðum peningum á hverju heimili í Danmörku. Þetta jafngildir um 120 þúsund íslenskum krónum.

HB Grandi flytur landvinnslu frá Reykjavík til Akraness

Stjórn HB Granda hefur ákveðið að hætta allir fiskvinnslu í Reykjavík og flytja hana upp á Akranes þar sem ætlunin er að byggja nýtt fiskiðjuver. Þetta gera forsvarsmenn fyrirtækisins í kjölfar þess að ákveðið var að skera niður þorskafla á næsta fiskveiðiári um 30 prósent.

Berjast gegn óhreinum veitingastöðum

Kínversk stjórnvöld hafa skorið upp herör gegn óhreinlæti á veitingastöðum til að koma í veg fyrir matareitrun og hvers konar sýkingar. Herferð stjórnvalda er liður í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana sem haldnir verða í Peking á næsta ári.

Björgunarsveitarbíll á bólakaf

Björgunarsveitin Kyndill á Klaustri, missti bíl sinn við Langasjó, Fjallabaksleið nyrðri, er verið var að setja bát á flot til að aðstoða ferðamenn yfir vatnið í síðustu viku. Ekki fór betur en svo að bíllinn sökk í sand. Í tilkynningu frá lögreglunni á Hvolsvelli kemur fram að ökumaður björgunarsveitarbílsins hafi náð að forða sér út áður en bifreiðin sökk á bólakaf í sandinn.

Borga tólf milljarða króna í bætur vegna flóða

Tryggingafyrirtækið Allianz gerir ráð fyrir því að bætur vegna flóðanna í Englandi í síðasta mánuði muni kosta fyrirtækið um tólf milljarða króna. Þá mun fyrirtækið einnig þurfa að borga bætur vegna flóða í Þýskalandi upp á tæpa fimm milljarða króna.

Björgunarstörfum áframhaldið í Utah

Enn hefur björgunarmönnum í Utah fylki í Bandaríkjunum ekki tekist að bjarga námuverkamönnunum sex sem urðu innlyksa þegar námurnar féllu saman á mánudaginn. Ekker vitað hvort mennirnir séu enn á lífi.

Barn féll fjóra metra og lifði af

Tveggja ára gamall danskur drengur féll fjóra metra út um opinn eldhúsglugga í fjölbýlishúsi í Kaupmannahöfn í gær án þess að skaðast alvarlega. Drengurinn var fluttur á sjúkrahús en er ekki í lífshættu.

Vel mætt á kertafleytingu

Mjög góð stemning er við Tjörnina í Reykjavík að sögn aðstandenda kertafleytingar sem ætlað er að minnast þess þegar kjarnorkusprengjum var varpað á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki.

Vonast til að ná sambandi við námuverkamenn

Björgunarmenn sem vinna nú hörðum höndum að því að bjarga námuverkamönnum sem hafa verið fastir í námugöngum í Utah í Bandaríkjunum síðan á mánudag. Verið er að bora holu niður á þann stað þar sem talið er að mennirnir séu og búist er við því að borinn ljúki verki sínu á næstu klukkutímum.

Kertafleytingar í kvöld

Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn og á Akureyri nú eftir tæpan klukkutíma, eða klukkan hálf ellefu. Athöfnin er haldin í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna á japönsku borgirnar Hirosima og Nagasaki árið 1945

Alfreð: Langaði að vera með í Noregi

Alfreð Gíslason og Handknattsleikssamband Íslands komust að þeirri niðurstöðu í dag að Alfreð muni halda áfram sem þjálfari landsliðsins. Alfreð mun stjórna liðinu fram yfir EM 2008 í Noregi sem fer fram í janúar.

Heilsa sjómanna

Er ímyndin um hinn hrausta íslenska sjómanninn orðin blekking ein? Sonja Sif Jóhannsdóttir vinnur nú að meistaraverkefni sínu sem snýr að því að kanna heilsu íslenskra sjómanna og flest bendir til að þol þeirra sé til dæmis heldur undir meðallagi.

Hátíðarhöld hafa varpað skugga á ímynd Akureyrar

Bæjarstjóri Akureyrar, Sigrún Björk Jakobsdóttir, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna tjaldbannsins svokallaða. Í yfirlýsingunni segir meðal annars að undanfarnar verslunarmannahelgar hafi fallið skuggi á þá viðleitni bæjaryfirvalda að skapa bæjarfélaginu ímynd öflugs mennta- og menningarsamfélags þegar skipulagðar skemmtanir í bænum hafi farið úr böndunum. Aðgerðir voru því nauðsynlegar.

Umhverfisvænir leigubílar

Leigubílastöð í Hafnarfirði ætlar að skipta öllum bílaflota sínum út fyrir umhverfisvæna bíla fyrir mitt næsta ár. Tveir metanbílar og einn tvinnbíll eru þegar komnir á göturnar. Talsmenn stöðvarinnar hvetja stjórnvöld til að taka frumvkæði í vistvæðingu bíla.

Eina "álverið" í Reykjavík rifið innan skamms

Landsvirkjun ætlar að hætta rekstri eina "álversins" í Reykjavík um næstu mánaðamót. Ástæðan? Landsvirkjun mun afhenda Reykjavíkurborg gamla vararafstöðvarhúsið við Elliðaár til niðurrifs. Rafstöðin hefur stundum verið kölluð "litla álverið" en kælirásir í gólfinu hafa verið griðastaður fyrir ál - lifandi glerál.

Mosfellsbær 20 ára

Mosfellsbær fagnar nú um stundir 20 ára afmæli sínu en bærinn fékk kaupstaðarréttindi 9. ágúst 1987. Í tilefni afmælisins hélt bæjarstjórnin opinn hátíðarfund þar sem ákveðið var að gera Salóme Þorkelsdóttur, fyrrverandi alþingismann, að heiðursborgara bæjarins. Einnig var ákveðið að reisa útivistar- og ævintýragarð innan bæjarmarkana.

Stærstur í heimi

Stærsti maður í heimi ku vera Úkraínumaðurinn Leonid Stadnik en hann mælist 2 metrar og 57 sentimetrar á hæð. Sakvæmt heimsmetabók Guiness þá er Stadnik rúmlega 22 sentimetrum hærri en fyrirrennari hans, Baó Tjintjún en hann er ekki nema tveir metrar og 36 sentimetrar á hæð.

Rússar hefja kaldastríðsflug á ný

Rússar hafa tekið upp kaldastríðs flug sitt á nýjan leik og senda nú sprengjuflugvélar sínar í langar eftirlitsferðir. Stefna þeir að því að endurheimta sinn fyrir sess og sýna hervald sitt langt út fyrir eigin landamæri.

Reksturinn kostar milljarð út næsta ár

Rekstur íslenska ratstjárstöðvakerfisins mun kosta milljarð króna út næsta ár, en ekki er gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárlögum. Formaður Vinstri-grænna gagnrýnir það og er ósáttur við vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í varnarmálum. Aðeins hluti af kerfinu nýtist Íslandi.

Ólögleg seðilgjöld?

Heimilin í landinu greiða upp undir hundrað og tuttugu þúsund krónur í seðilgjöld hvert á ári, sem forstjóri Neytendastofu segir oft tilhæfulaus og jafnvel ólögleg. Hann skorar á viðskiptaráðherra að beita sér fyrir lagasetningu sem dregur úr seðilgjöldum.

Indverjar ætla að opna sendiráð á Íslandi

Indverjar áforma að opna sendiráð á Íslandi. Frá þessu er greint í dagblaðinu Hindustan Times. Auk sendiráðs í Reykjavík er gert ráð fyrir að Indverjar komi sendiráðum á laggirnar í Guatemala, Níger og í Malí.

Sjá næstu 50 fréttir