Fleiri fréttir Skorað á bæjarstjórnina að segja af sér Birgir Torfason, sem rekur veitingastaðinu Kaffi Akureyri og Vélsmiðjuna, hefur opnað vefsíðu á slóðinni www.akureyri.blog.is þar sem safnað er undirskriftum þeirra sem vilja skora á meirihluta bæjarstjórnar á Akureyri til að segja af sér tafarlaust. 9.8.2007 15:20 Alþjóðlegir fjársvikarar herja á Íslendinga Embætti ríkislögreglustjóra rannsakar alþjóðlegt fjársvikamál, þar sem nokkrum Íslendingum hefur borist bréf frá bresku fyrirtæki sem kallar sig Australian Lottery. Í bréfinu er fólk hvatt til að hafa samband vegna lotterívinninga sem það á að hafa unnið. 9.8.2007 15:15 Stór hluti ratsjárkerfisins gagnslaus Íslendingar hafa ekkert gagn af stórum hluta þeirra upplýsinga sem ratsjárkerfið hér á landi skilar. Eins og staðan er í dag nýtist ekkert sá hluti kerfisins sem Bandaríkjamenn notuðu til þess að hafa eftirlit með ferðum ókunnra véla við landið. Því er spursmál hvort Íslendingar hafa eitthvað að gera við að halda þeim hluta kerfisins gangandi. Með ærnum tilkostnaði. 9.8.2007 14:30 Endeavour lögð af stað Geimskutlan Endeavour er lögð af stað í 11 til 14 daga ferðalag til Alþjóðageimsstöðvarinnar. Skutlunni var skotið á loft frá Flórída kl: 22:36 að íslenskum tíma í gær. Geimskotið gekk áfallalaust. 9.8.2007 14:30 Gjörbylting í fjarskiptum Fyrirtækið Hibernia Atlantic vinnur að því að leggja nýjan ljósleiðarastreng, sem mun tengja Ísland við neðanjarðarstrengjanet í Norður-Atlantshafi, eftir því sem fram kemur á vefnum Teleography.com. 9.8.2007 13:39 Sléttumýs skekja Spán Sístækkandi stofn sléttumúsa, sem herja á Mið-Spán og skemma stærðarinnar ræktarlönd, er orðinn að þvílíkri plágu að þarlend stjórnvöld hyggjast grípa til þess neyðarúrræðis að leggja eld að stórum svæðum til að vinna bug á kvikindunum. 9.8.2007 13:34 Mætti ekki á friðarfund Rúmlega sex hundruð pakistanskir og afganskir ætthöfðingjar komu saman á friðarfundi í Kabúl í morgun til að ræða hryðjuverk. Forseti Pakistan, Pervez Musharraf, sem boðaður hafði verið á fundinn mætti ekki. 9.8.2007 13:13 SAS flugvél nauðlendir á Kastrup flugvelli Flugvél frá flugfélaginu SAS þurfti að nauðlenda á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í gær eftir að loftþrýstingur féll skyndilega í farþegarými hennar. Vélin, sem er af gerðinni Airbus 340, var á leið frá Kaupmannahöfn til Chicago í Bandaríkjunum þegar atvikið átti sér stað en um 240 manns voru um borð. 9.8.2007 12:31 Mikill meirihluti kvenna fær of litla fólínsýru Líkur á brjóstakrabbameini minnka um nærri helming hjá konum ef þær neyta mikillar fólínsýru eða borða nóg af fólasínríku fæði. Þetta sýnir ný og umfangsmikil rannsókn sænskra vísindamanna. Rannsóknin sýnir að mikill meirihluti kvennanna borðar of lítið af fólasíni. 9.8.2007 12:19 Samfylkingin gagnrýnir aukafund um Kársnes í gær Oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi gagnrýnir Sjálfstæðismenn í bænum fyrir að hafa boðað til aukafundar í gær vegna nýs deiliskiplags á Kársnesi, þar sem fjölga á íbúðum. Réttara hefði verið að taka málið fyrir á næsta reglulega fundi bæjarstjórnar í lok ágúst. Bæjarstjóri Kópavogs neitar því að fundinum hafi verið flýtt til að keyra málið í gegn. 9.8.2007 12:16 Skoða myndir úr öryggismyndavélum til að finna skemmdarvarga Málningu var slett á sendiráð Íslands við Norðurbryggju í Kaupmannahöfn í nótt og slagorð gegn áliðnaði á Íslandi skrifuð á bygginguna. Lögreglan í Kaupmannahöfn skoðar meðal annars myndir úr öryggismyndavélum í nágrenni sendiráðsins til þess að reyna að komast að því hver var þarna að verki. 9.8.2007 12:14 Rússar hefja aftur kalda-stríðs herflug sitt Rússneski flugherinn er aftur farinn að senda sprengjuflugvélar sínar í langar eftirlitsferðir til svæða þar sem Bandaríkin og NATO halda uppi eftirliti. Gera má því skóna að rússneskar sprengjuflugvélar fari aftur að sjást í grennd við Ísland. Rússar stefna ákveðnir að því að endurheimta sinni fyrri sess og sýna hervald sitt langt útfyrir eigin landamæri. Reuters fréttastofan orðar þetta á þá leið að Rússar hafi tekið upp kalda-stríðs flug sitt á nýjan leik. 9.8.2007 11:28 Gömul sprengja drepur fjóra Fjórir létust og tveir særðust þegar sprengja frá tímum seinni heimsstyrjaldar sprakk í Zamboangaborg á Filippseyjum í morgun. Mennirnir sem létust voru sjómenn en þeir ætluðu sér að selja sprengjuna í brotajárn. 9.8.2007 11:13 Fjölmargir Norðurlandabúar unnu fyrir Stasi Sænski rannsóknarblaðamaðurinn Björn Cederberg segir að fjölmargir Norðurlandabúar hafi unnið fyrir Stasi, hina illræmdu leyniþjónustu Austur-Þýskalands. Cederberg hefur verið að rannsaka skjalasafn leyniþjónustunnar undanfarin fimm ár. Íslensk stjórnvöld létu á sínum tíma rannsaka hugsanleg tengsl nokkurra Íslendinga við Stasi. Cederberg hefur ekki enn nafngreint þá Norðurlandabúa sem hann telur hafa unnið fyrir Austur-Þjóðverja. 9.8.2007 11:01 Malarbíll valt á Krýsuvíkurvegi Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl þegar malarbíll valt á Krýsuvíkurvegi um níuleytið á morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins þurfti að senda tækjabíl á vettvang til að hreinsa upp olíu sem lak úr bílnum. 9.8.2007 10:41 Þrír láta lífið í veðurofsa á Filippseyjum Að minnsta kosti þrír létu lífið og 17 slösuðust þegar hitabeltisstormurinn Wutip gekk yfir Filippseyjar í nótt. Storminum fylgdi mikil úrkoma sem olli fjölmörgum aurskriðum. Þá flæddu ár yfir bakka sína og þurftu þúsundir manna að flýja heimili sín til að leita skjóls frá veðurofsanum. 9.8.2007 10:39 Utanríkismálanefnd fundar um nýtt varnarsamkomulag Utanríkismálanefnd Alþingis fundar nú um nýtt varnarsamkomulag við NATÓ og fyrirhugaðar heræfingar hér á landi. Það var Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna og fulltrúi flokksins í nefndinni, sem óskaði eftir fundinum. 9.8.2007 10:32 Bíll gereyðilagðist í eldi Eldur kviknaði í bíl af gerðinni Ford Transit við Urriðakvísl í Reykjavík, rétt fyrir klukkan 10 í morgun. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var bíllinn kyrrstæður og enginn í honum þegar atvikið varð. Bíllinn er gerónýtur. 9.8.2007 10:29 Bílainnbrotahrina í Hafnarfirði Brotist hefur verið inn í sex bíla við miðbæ Hafnarfjarðar síðustu þrjár nætur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að þetta sé óvenjumikið á svo skömmum tíma. Þó sé algengt að innbrotum fjölgi þegar rökkva tekur á haustin. 9.8.2007 10:00 Jarðskjálfti skekur Los Angelesborg Jarðskjálfti að styrk 4,5 á Richter skók Los Angelesborg í morgun en skjálftinn átti upptök sín um 51 kílómetra norðvestur af borginni. Innanstokksmunir hristust og myndir féllu af veggjum. Að öðru leyti olli skjálftinn engu tjóni. 9.8.2007 09:59 Hellti bensíni yfir konuna og brann inni 9.8.2007 09:54 Treg laxveiði truflar ekki eftirspurn næsta sumars Hin trega laxveiði í ám landsins það sem af er sumri hefur ekki haft áhirf á eftirspurn eftir veiðileyfum fyrir næsta sumar. Bjarni Júlíusson formaður SVFR segir ennfremur að ekki sé merkjanlegur munur á að menn falli frá veiðileyfum sínum í ár miðað við fyrri ár. "Það er að vísu ívíð meir um slikt nú miðað við fyrri ár en vart merkjanlegur munur," segir Bjarni. 9.8.2007 09:52 Neysla fólínsýru minnkar líkur á brjóstakrabbameini Líkur á brjóstakrabbameini minnka um nærri helming hjá konum ef þær neyta mikillar fólínsýru, sem ein tegund B-vítamíns. Þetta sýnir ný umfangsmikil rannsókn í Svíþjóð sem sænskir miðlar greina frá. 9.8.2007 09:13 Ætla ekki að lýsa yfir neyðarástandi Formaður ríkisstjórnarflokks Pakistans hefur vísað þeim fréttum bug að Pervez Musharraf, forseti landsins, íhugi að lýsa yfir neyðarástandi í landinu. Segir hann slíkt ekki koma til greina af hálfu stjórnvalda. Haft var eftir upplýsingamálaráðherra Pakistans í morgun að stjórnvöld vilji koma á neyðarlögum til að binda endi á ófremdarástand þar í landi. 9.8.2007 09:08 Bretar aflétta banni á flutningi búfénaðar innanlands Bresk stjórnvöld hafa afnumið bann á flutningi búfénaðar innanlands sem sett var á til að hefta útbreiðslu gin- og klaufaveiki þar í landi.Breskir bændur eru því byrjaði á ný að senda fé til slátrunar. Gin- og klaufaveiki hefur greinst á tveimur búum í Surrey og í dag er von á niðurstöðum rannsóknar á sýnum úr búfénaði frá þriðja búinu. 9.8.2007 08:42 Bönnuðu myndir af Múhameð í hundslíki Forsvarsmenn listasafns nærri Karlstad í Svíþjóð ákváðu á síðustu stundu að banna listamanni sem þar sýndi verk sín að birta þrjár myndir af Múhameð spámanni í hundslíki. 9.8.2007 08:25 Stígamót hljóta styrk í kjölfar tónleika Hundrað þúsund krónur söfnuðust á tónleikum sem haldnir voru þann fyrsta ágúst síðastliðinn þar sem kynbundnu ofbeldi var mótmælt. Fjölmargir listamenn komu fram en gestir voru hvattir til að veita frjáls framlög til Stígamóta. 8.8.2007 23:29 Endeavour tekst á loft Mönnuð geimskutla, Endeavour, tókst á loft frá Florída rétt í þessu. Flugtakið virðist hafa gengið áfallalaust. För Endeavour er heitið til Alþjóða geimsstöðvarinnar þar sem byggingu hennar verður haldið áfram. Ráðgert er að ferðalagið taki 11 til 14 daga. Endeavour er á vegum Nasa. Þetta er önnur mannaða geimförin af fjórum sem Nasa hefur áætlað á árinu. 8.8.2007 22:47 Flugfarþegi smyglaði apa undir hatti sínum Maður hefur verið yfirheyrður af lögreglu á La Guardia flugvelli í New York eftir að api skaust undan hatti hans þar sem hann sat í flugvél á leið til borgarinnar frá Flórída. Farþegar urðu apans varir þar sem hann hékk í tagli mannsins og undi sér vel, að því er talskona flugfélagsins greindi frá í dag. 8.8.2007 21:34 Mikil flóð í Suðuraustur-Asíu Milljónir manna þurfa á aðstoða að halda eftir flóð í Suðuraustur-Asíu. Einna verst er ástandið í Assam-héraði á Indlandi en þar hafa fjölmargir íbúar þurft að flýja heimili sín. 8.8.2007 20:27 Yfirvöld á Akureyri hvött til afsagnar Hafin er undirskriftasöfnun á meðal bæjarbúa á Akureyri þar sem Bæjarstjórinn, Sigríður Björk Jakobsdóttir, er hvött til að segja af sér. Einnig er skorað á meirihlutann eins og hann leggur sig að gera slíkt hið sama. Undirskriftalistanum er ýtt úr vör í kjölfar umdeildrar ákvörðunar bæjaryfirvalda að banna ungmennum á aldrinum 18 til 23 ára að tjalda í bænum yfir verslunarmannahelgina. 8.8.2007 20:16 Náttúran gegn Tourette Sonur Heiðu Bjarkar Sturludóttur greindist með touretteheilkenni fyrir einu og hálfu ári síðan og var bent á að ekkert væri hægt að gera nema að láta drenginn á lyf ef einkennin versnuðu. 8.8.2007 20:04 Hugmynd Björns ekki framkvæmanleg Ívar Agnarsson, rekstrarstjóri veitingastaðarins Sólon í Bankastræti, gefur ekki mikið fyrir þá hugmynd Björns Bjarnasonar ráðherra að taka sér aðgerðir Akureyringa um verslunarmannahelgina til fyrirmyndar í viðleitni við að draga úr óreglu og ólátum í miðborginni um helgar eins og hann orðar það á heimasíðu sinni. 8.8.2007 19:53 Hundrað ára saga samkynhneigðra í gönguferð um Reykjavík Hundrað ára saga samkynhneigðra í Reykjavík er meðal þess sem má kynna sér á Hinsegin dögum, sem hefjast á morgun. 8.8.2007 19:29 Séríslenskur sjúkdómur nýtist til rannsókna á Alzheimers og Parkinson Rannsóknir á arfgengri heilablæðingu, sem er séríslenskur sjúkdómur, nýtast til rannsókna á Alzheimers og Parkinson sjúkdómunum. Heilablæðingin er einn sjaldgæfasti sjúkdómur í heimi. Doktor í sameindalíffræði segir að aðeins séu um 20 arfberar enn á lífi með genið. 8.8.2007 19:25 Bið til jóla eftir úthlutuðum leikskólaplássum í Reykjavík Foreldrar sem hafa fengið pláss fyrir börn sín á leikskólum Reykjavíkur nú í haust gætu sumir þurft að bíða til jóla eftir því að börnin komist að vegna manneklu. Um tvö hundruð manns vantar í störf á leikskólum borgarinnar. Skortur er líka á grunnskólakennurum og starfsmönnum skólavistunar. 8.8.2007 19:19 Leikskólinn Völlur opnar á Vellinum Mikið líf og fjör er á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli þessa dagana, en innan tveggja vikna verða íbúarnir orðnir um sjöhundruð. Í dag var skrifað undir samninga við Hjallastefnuna um rekstur leik og grunnskóla. Leikskólinn fær nafnið Völlur. 8.8.2007 19:13 Úr sér gengið atvinnuhúsnæði víkur fyrir íbúðum á Kársnesi Nýtt deiliskipulag fyrir reit á Kársnesi var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs í dag. Um er að ræða skipulag fyrir reit sem hefur að geyma úr sér gengið atvinnuhúsnæði en á reitnum á nýtt íbúðarhúsnæði að rísa. 8.8.2007 19:09 Þarf að ýta konunni í hjólastól á götunum því bílarnir teppa gangstéttarnar í Kópavogi Íbúi við Kársnesbraut í Kópavogi segist leggja sig og fatlaða eiginkonu sína í mikla lífshættu í hvert sinn sem þau fari úr húsi. Bílum er lagt upp á gangstéttar á Kársnesi og hann þarf að keppa við bílana og nota fjölfarnar göturnar þegar hann ýtir konunni á undan sér í hjólastól. 8.8.2007 19:03 Illa gengur að manna störf í Dalabyggð og Reykhólasveit Á sama tíma og atvinnuástand fer versnandi víða í sjávarplássum vegna skerðingar á þorskkvóta vantar sárlega starfsfólk í Dalabyggð og Reykhólasveit. Ljóst er að þessar byggðir keppa við höfuðborgarsvæðið um fólk í sömu störf. 8.8.2007 19:02 23 ára aldurstakmark í miðborginni um helgar? Í pistli sem Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, ritaði á heimasíðu sinni í gær veltir hann fyrir sér samstarfi mótshaldara og lögreglu um verslunarmannahelgina. Hann segir að reynsluna af því samstarfi og þeim ákvörðunum sem teknar voru, meðal annars á Akureyri, eigi að nýta þegar hugað sé að leiðum til að draga úr óreglu og ólátum í miðborg Reykjavíkur. 8.8.2007 19:00 Mál og menning kaupir Eddu Mál og menning hefur keypt útgáfuhluta Eddu af Björgólfi Guðmundssyni. Starfsfólk heldur störfum sínum. Formaður Máls og menningar, Þröstur Ólafsson, segir sameiningu Máls og menningar og Vöku-Helgafells á sínum tíma í einn útgáfurisa hafa mistekist. 8.8.2007 18:53 Mikil og góð berjaspretta fyrir vestan Berjaspretta er með besta móti á Vestfjörðum og eru krækiber og bláber víða orðin þroskuð og safarík þótt lítið hafi rignt fyrir vestan í sumar. Góð berjaspretta fyrir vestan er reyndar ekkert einsdæmi því hún er góð víða um land enda hefur verið hlýtt í veðri, þó sérstaklega á sunnan- og vestanverðu landinu. 8.8.2007 18:53 Tugir barna notið hágæslu Börn sem notið hafa hágæslu á Barnaspítala Hringsins skipta tugum, segir yfirlæknir á vökudeild spítalans. 8.8.2007 18:43 Samkeppnin ekki grimm Framkvæmdastjóri FÍB blæs á þá skýringu að grimm samkeppni skýri lakari afkomu olíufélaganna. Hann segir álagningu olíufélaganna á eldsneyti hafa hækkað síðastliðin tvö ár, og snarhækkað á dísilolíu. 8.8.2007 18:40 Sjá næstu 50 fréttir
Skorað á bæjarstjórnina að segja af sér Birgir Torfason, sem rekur veitingastaðinu Kaffi Akureyri og Vélsmiðjuna, hefur opnað vefsíðu á slóðinni www.akureyri.blog.is þar sem safnað er undirskriftum þeirra sem vilja skora á meirihluta bæjarstjórnar á Akureyri til að segja af sér tafarlaust. 9.8.2007 15:20
Alþjóðlegir fjársvikarar herja á Íslendinga Embætti ríkislögreglustjóra rannsakar alþjóðlegt fjársvikamál, þar sem nokkrum Íslendingum hefur borist bréf frá bresku fyrirtæki sem kallar sig Australian Lottery. Í bréfinu er fólk hvatt til að hafa samband vegna lotterívinninga sem það á að hafa unnið. 9.8.2007 15:15
Stór hluti ratsjárkerfisins gagnslaus Íslendingar hafa ekkert gagn af stórum hluta þeirra upplýsinga sem ratsjárkerfið hér á landi skilar. Eins og staðan er í dag nýtist ekkert sá hluti kerfisins sem Bandaríkjamenn notuðu til þess að hafa eftirlit með ferðum ókunnra véla við landið. Því er spursmál hvort Íslendingar hafa eitthvað að gera við að halda þeim hluta kerfisins gangandi. Með ærnum tilkostnaði. 9.8.2007 14:30
Endeavour lögð af stað Geimskutlan Endeavour er lögð af stað í 11 til 14 daga ferðalag til Alþjóðageimsstöðvarinnar. Skutlunni var skotið á loft frá Flórída kl: 22:36 að íslenskum tíma í gær. Geimskotið gekk áfallalaust. 9.8.2007 14:30
Gjörbylting í fjarskiptum Fyrirtækið Hibernia Atlantic vinnur að því að leggja nýjan ljósleiðarastreng, sem mun tengja Ísland við neðanjarðarstrengjanet í Norður-Atlantshafi, eftir því sem fram kemur á vefnum Teleography.com. 9.8.2007 13:39
Sléttumýs skekja Spán Sístækkandi stofn sléttumúsa, sem herja á Mið-Spán og skemma stærðarinnar ræktarlönd, er orðinn að þvílíkri plágu að þarlend stjórnvöld hyggjast grípa til þess neyðarúrræðis að leggja eld að stórum svæðum til að vinna bug á kvikindunum. 9.8.2007 13:34
Mætti ekki á friðarfund Rúmlega sex hundruð pakistanskir og afganskir ætthöfðingjar komu saman á friðarfundi í Kabúl í morgun til að ræða hryðjuverk. Forseti Pakistan, Pervez Musharraf, sem boðaður hafði verið á fundinn mætti ekki. 9.8.2007 13:13
SAS flugvél nauðlendir á Kastrup flugvelli Flugvél frá flugfélaginu SAS þurfti að nauðlenda á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í gær eftir að loftþrýstingur féll skyndilega í farþegarými hennar. Vélin, sem er af gerðinni Airbus 340, var á leið frá Kaupmannahöfn til Chicago í Bandaríkjunum þegar atvikið átti sér stað en um 240 manns voru um borð. 9.8.2007 12:31
Mikill meirihluti kvenna fær of litla fólínsýru Líkur á brjóstakrabbameini minnka um nærri helming hjá konum ef þær neyta mikillar fólínsýru eða borða nóg af fólasínríku fæði. Þetta sýnir ný og umfangsmikil rannsókn sænskra vísindamanna. Rannsóknin sýnir að mikill meirihluti kvennanna borðar of lítið af fólasíni. 9.8.2007 12:19
Samfylkingin gagnrýnir aukafund um Kársnes í gær Oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi gagnrýnir Sjálfstæðismenn í bænum fyrir að hafa boðað til aukafundar í gær vegna nýs deiliskiplags á Kársnesi, þar sem fjölga á íbúðum. Réttara hefði verið að taka málið fyrir á næsta reglulega fundi bæjarstjórnar í lok ágúst. Bæjarstjóri Kópavogs neitar því að fundinum hafi verið flýtt til að keyra málið í gegn. 9.8.2007 12:16
Skoða myndir úr öryggismyndavélum til að finna skemmdarvarga Málningu var slett á sendiráð Íslands við Norðurbryggju í Kaupmannahöfn í nótt og slagorð gegn áliðnaði á Íslandi skrifuð á bygginguna. Lögreglan í Kaupmannahöfn skoðar meðal annars myndir úr öryggismyndavélum í nágrenni sendiráðsins til þess að reyna að komast að því hver var þarna að verki. 9.8.2007 12:14
Rússar hefja aftur kalda-stríðs herflug sitt Rússneski flugherinn er aftur farinn að senda sprengjuflugvélar sínar í langar eftirlitsferðir til svæða þar sem Bandaríkin og NATO halda uppi eftirliti. Gera má því skóna að rússneskar sprengjuflugvélar fari aftur að sjást í grennd við Ísland. Rússar stefna ákveðnir að því að endurheimta sinni fyrri sess og sýna hervald sitt langt útfyrir eigin landamæri. Reuters fréttastofan orðar þetta á þá leið að Rússar hafi tekið upp kalda-stríðs flug sitt á nýjan leik. 9.8.2007 11:28
Gömul sprengja drepur fjóra Fjórir létust og tveir særðust þegar sprengja frá tímum seinni heimsstyrjaldar sprakk í Zamboangaborg á Filippseyjum í morgun. Mennirnir sem létust voru sjómenn en þeir ætluðu sér að selja sprengjuna í brotajárn. 9.8.2007 11:13
Fjölmargir Norðurlandabúar unnu fyrir Stasi Sænski rannsóknarblaðamaðurinn Björn Cederberg segir að fjölmargir Norðurlandabúar hafi unnið fyrir Stasi, hina illræmdu leyniþjónustu Austur-Þýskalands. Cederberg hefur verið að rannsaka skjalasafn leyniþjónustunnar undanfarin fimm ár. Íslensk stjórnvöld létu á sínum tíma rannsaka hugsanleg tengsl nokkurra Íslendinga við Stasi. Cederberg hefur ekki enn nafngreint þá Norðurlandabúa sem hann telur hafa unnið fyrir Austur-Þjóðverja. 9.8.2007 11:01
Malarbíll valt á Krýsuvíkurvegi Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar meiðsl þegar malarbíll valt á Krýsuvíkurvegi um níuleytið á morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins þurfti að senda tækjabíl á vettvang til að hreinsa upp olíu sem lak úr bílnum. 9.8.2007 10:41
Þrír láta lífið í veðurofsa á Filippseyjum Að minnsta kosti þrír létu lífið og 17 slösuðust þegar hitabeltisstormurinn Wutip gekk yfir Filippseyjar í nótt. Storminum fylgdi mikil úrkoma sem olli fjölmörgum aurskriðum. Þá flæddu ár yfir bakka sína og þurftu þúsundir manna að flýja heimili sín til að leita skjóls frá veðurofsanum. 9.8.2007 10:39
Utanríkismálanefnd fundar um nýtt varnarsamkomulag Utanríkismálanefnd Alþingis fundar nú um nýtt varnarsamkomulag við NATÓ og fyrirhugaðar heræfingar hér á landi. Það var Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna og fulltrúi flokksins í nefndinni, sem óskaði eftir fundinum. 9.8.2007 10:32
Bíll gereyðilagðist í eldi Eldur kviknaði í bíl af gerðinni Ford Transit við Urriðakvísl í Reykjavík, rétt fyrir klukkan 10 í morgun. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var bíllinn kyrrstæður og enginn í honum þegar atvikið varð. Bíllinn er gerónýtur. 9.8.2007 10:29
Bílainnbrotahrina í Hafnarfirði Brotist hefur verið inn í sex bíla við miðbæ Hafnarfjarðar síðustu þrjár nætur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að þetta sé óvenjumikið á svo skömmum tíma. Þó sé algengt að innbrotum fjölgi þegar rökkva tekur á haustin. 9.8.2007 10:00
Jarðskjálfti skekur Los Angelesborg Jarðskjálfti að styrk 4,5 á Richter skók Los Angelesborg í morgun en skjálftinn átti upptök sín um 51 kílómetra norðvestur af borginni. Innanstokksmunir hristust og myndir féllu af veggjum. Að öðru leyti olli skjálftinn engu tjóni. 9.8.2007 09:59
Treg laxveiði truflar ekki eftirspurn næsta sumars Hin trega laxveiði í ám landsins það sem af er sumri hefur ekki haft áhirf á eftirspurn eftir veiðileyfum fyrir næsta sumar. Bjarni Júlíusson formaður SVFR segir ennfremur að ekki sé merkjanlegur munur á að menn falli frá veiðileyfum sínum í ár miðað við fyrri ár. "Það er að vísu ívíð meir um slikt nú miðað við fyrri ár en vart merkjanlegur munur," segir Bjarni. 9.8.2007 09:52
Neysla fólínsýru minnkar líkur á brjóstakrabbameini Líkur á brjóstakrabbameini minnka um nærri helming hjá konum ef þær neyta mikillar fólínsýru, sem ein tegund B-vítamíns. Þetta sýnir ný umfangsmikil rannsókn í Svíþjóð sem sænskir miðlar greina frá. 9.8.2007 09:13
Ætla ekki að lýsa yfir neyðarástandi Formaður ríkisstjórnarflokks Pakistans hefur vísað þeim fréttum bug að Pervez Musharraf, forseti landsins, íhugi að lýsa yfir neyðarástandi í landinu. Segir hann slíkt ekki koma til greina af hálfu stjórnvalda. Haft var eftir upplýsingamálaráðherra Pakistans í morgun að stjórnvöld vilji koma á neyðarlögum til að binda endi á ófremdarástand þar í landi. 9.8.2007 09:08
Bretar aflétta banni á flutningi búfénaðar innanlands Bresk stjórnvöld hafa afnumið bann á flutningi búfénaðar innanlands sem sett var á til að hefta útbreiðslu gin- og klaufaveiki þar í landi.Breskir bændur eru því byrjaði á ný að senda fé til slátrunar. Gin- og klaufaveiki hefur greinst á tveimur búum í Surrey og í dag er von á niðurstöðum rannsóknar á sýnum úr búfénaði frá þriðja búinu. 9.8.2007 08:42
Bönnuðu myndir af Múhameð í hundslíki Forsvarsmenn listasafns nærri Karlstad í Svíþjóð ákváðu á síðustu stundu að banna listamanni sem þar sýndi verk sín að birta þrjár myndir af Múhameð spámanni í hundslíki. 9.8.2007 08:25
Stígamót hljóta styrk í kjölfar tónleika Hundrað þúsund krónur söfnuðust á tónleikum sem haldnir voru þann fyrsta ágúst síðastliðinn þar sem kynbundnu ofbeldi var mótmælt. Fjölmargir listamenn komu fram en gestir voru hvattir til að veita frjáls framlög til Stígamóta. 8.8.2007 23:29
Endeavour tekst á loft Mönnuð geimskutla, Endeavour, tókst á loft frá Florída rétt í þessu. Flugtakið virðist hafa gengið áfallalaust. För Endeavour er heitið til Alþjóða geimsstöðvarinnar þar sem byggingu hennar verður haldið áfram. Ráðgert er að ferðalagið taki 11 til 14 daga. Endeavour er á vegum Nasa. Þetta er önnur mannaða geimförin af fjórum sem Nasa hefur áætlað á árinu. 8.8.2007 22:47
Flugfarþegi smyglaði apa undir hatti sínum Maður hefur verið yfirheyrður af lögreglu á La Guardia flugvelli í New York eftir að api skaust undan hatti hans þar sem hann sat í flugvél á leið til borgarinnar frá Flórída. Farþegar urðu apans varir þar sem hann hékk í tagli mannsins og undi sér vel, að því er talskona flugfélagsins greindi frá í dag. 8.8.2007 21:34
Mikil flóð í Suðuraustur-Asíu Milljónir manna þurfa á aðstoða að halda eftir flóð í Suðuraustur-Asíu. Einna verst er ástandið í Assam-héraði á Indlandi en þar hafa fjölmargir íbúar þurft að flýja heimili sín. 8.8.2007 20:27
Yfirvöld á Akureyri hvött til afsagnar Hafin er undirskriftasöfnun á meðal bæjarbúa á Akureyri þar sem Bæjarstjórinn, Sigríður Björk Jakobsdóttir, er hvött til að segja af sér. Einnig er skorað á meirihlutann eins og hann leggur sig að gera slíkt hið sama. Undirskriftalistanum er ýtt úr vör í kjölfar umdeildrar ákvörðunar bæjaryfirvalda að banna ungmennum á aldrinum 18 til 23 ára að tjalda í bænum yfir verslunarmannahelgina. 8.8.2007 20:16
Náttúran gegn Tourette Sonur Heiðu Bjarkar Sturludóttur greindist með touretteheilkenni fyrir einu og hálfu ári síðan og var bent á að ekkert væri hægt að gera nema að láta drenginn á lyf ef einkennin versnuðu. 8.8.2007 20:04
Hugmynd Björns ekki framkvæmanleg Ívar Agnarsson, rekstrarstjóri veitingastaðarins Sólon í Bankastræti, gefur ekki mikið fyrir þá hugmynd Björns Bjarnasonar ráðherra að taka sér aðgerðir Akureyringa um verslunarmannahelgina til fyrirmyndar í viðleitni við að draga úr óreglu og ólátum í miðborginni um helgar eins og hann orðar það á heimasíðu sinni. 8.8.2007 19:53
Hundrað ára saga samkynhneigðra í gönguferð um Reykjavík Hundrað ára saga samkynhneigðra í Reykjavík er meðal þess sem má kynna sér á Hinsegin dögum, sem hefjast á morgun. 8.8.2007 19:29
Séríslenskur sjúkdómur nýtist til rannsókna á Alzheimers og Parkinson Rannsóknir á arfgengri heilablæðingu, sem er séríslenskur sjúkdómur, nýtast til rannsókna á Alzheimers og Parkinson sjúkdómunum. Heilablæðingin er einn sjaldgæfasti sjúkdómur í heimi. Doktor í sameindalíffræði segir að aðeins séu um 20 arfberar enn á lífi með genið. 8.8.2007 19:25
Bið til jóla eftir úthlutuðum leikskólaplássum í Reykjavík Foreldrar sem hafa fengið pláss fyrir börn sín á leikskólum Reykjavíkur nú í haust gætu sumir þurft að bíða til jóla eftir því að börnin komist að vegna manneklu. Um tvö hundruð manns vantar í störf á leikskólum borgarinnar. Skortur er líka á grunnskólakennurum og starfsmönnum skólavistunar. 8.8.2007 19:19
Leikskólinn Völlur opnar á Vellinum Mikið líf og fjör er á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli þessa dagana, en innan tveggja vikna verða íbúarnir orðnir um sjöhundruð. Í dag var skrifað undir samninga við Hjallastefnuna um rekstur leik og grunnskóla. Leikskólinn fær nafnið Völlur. 8.8.2007 19:13
Úr sér gengið atvinnuhúsnæði víkur fyrir íbúðum á Kársnesi Nýtt deiliskipulag fyrir reit á Kársnesi var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs í dag. Um er að ræða skipulag fyrir reit sem hefur að geyma úr sér gengið atvinnuhúsnæði en á reitnum á nýtt íbúðarhúsnæði að rísa. 8.8.2007 19:09
Þarf að ýta konunni í hjólastól á götunum því bílarnir teppa gangstéttarnar í Kópavogi Íbúi við Kársnesbraut í Kópavogi segist leggja sig og fatlaða eiginkonu sína í mikla lífshættu í hvert sinn sem þau fari úr húsi. Bílum er lagt upp á gangstéttar á Kársnesi og hann þarf að keppa við bílana og nota fjölfarnar göturnar þegar hann ýtir konunni á undan sér í hjólastól. 8.8.2007 19:03
Illa gengur að manna störf í Dalabyggð og Reykhólasveit Á sama tíma og atvinnuástand fer versnandi víða í sjávarplássum vegna skerðingar á þorskkvóta vantar sárlega starfsfólk í Dalabyggð og Reykhólasveit. Ljóst er að þessar byggðir keppa við höfuðborgarsvæðið um fólk í sömu störf. 8.8.2007 19:02
23 ára aldurstakmark í miðborginni um helgar? Í pistli sem Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, ritaði á heimasíðu sinni í gær veltir hann fyrir sér samstarfi mótshaldara og lögreglu um verslunarmannahelgina. Hann segir að reynsluna af því samstarfi og þeim ákvörðunum sem teknar voru, meðal annars á Akureyri, eigi að nýta þegar hugað sé að leiðum til að draga úr óreglu og ólátum í miðborg Reykjavíkur. 8.8.2007 19:00
Mál og menning kaupir Eddu Mál og menning hefur keypt útgáfuhluta Eddu af Björgólfi Guðmundssyni. Starfsfólk heldur störfum sínum. Formaður Máls og menningar, Þröstur Ólafsson, segir sameiningu Máls og menningar og Vöku-Helgafells á sínum tíma í einn útgáfurisa hafa mistekist. 8.8.2007 18:53
Mikil og góð berjaspretta fyrir vestan Berjaspretta er með besta móti á Vestfjörðum og eru krækiber og bláber víða orðin þroskuð og safarík þótt lítið hafi rignt fyrir vestan í sumar. Góð berjaspretta fyrir vestan er reyndar ekkert einsdæmi því hún er góð víða um land enda hefur verið hlýtt í veðri, þó sérstaklega á sunnan- og vestanverðu landinu. 8.8.2007 18:53
Tugir barna notið hágæslu Börn sem notið hafa hágæslu á Barnaspítala Hringsins skipta tugum, segir yfirlæknir á vökudeild spítalans. 8.8.2007 18:43
Samkeppnin ekki grimm Framkvæmdastjóri FÍB blæs á þá skýringu að grimm samkeppni skýri lakari afkomu olíufélaganna. Hann segir álagningu olíufélaganna á eldsneyti hafa hækkað síðastliðin tvö ár, og snarhækkað á dísilolíu. 8.8.2007 18:40