Fleiri fréttir

Brown vonar að hægt sé að koma í veg fyrir faraldur

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að hann væri vongóður um að hægt væri að hefta útbreiðslu gin- og klaufaveiki sem kom upp á föstudaginn og koma þannig í veg fyrir faraldur.

Ýmis umferðarlagabrot á Sauðárkróki

Nærri fjörtíu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur, og önnur umferðarlagabrot í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki það sem af er helgi. Mikil umferð hefur verið um héraðið, og hefur lögregla verið með nánast samfellt eftirlit með henni. Allmargir ökukmenn hafa verið stöðvaðir til að kanna hvort þeir séu í ökufæru ástandi, en enginn hefur reynst vera undir áhrifum áfengis eða lyfja.

Enginn ágreiningur í ríkisstjórninni segir Þorgerður Katrín

Nokkur ágreiningsefni hafa komið upp meðal stjórnarflokkanna og telja sumir stjórnmálaskýrendur að tökin á stjórnarliðum séu ekki jafn ákveðin og áður. Menntamálaráðherra segir að einhugur sé í stjórninni og að stjórnarsamstarfið hafi farið vel af stað.

Bjóða hátt í hundrað manns í kjötsúpuveislu

Um verslunarmannahelgina liðlega tvöfaldast mannfjöldinn í Vestmannaeyjum. Bærinn iðar af lífi og söngurinn er víða. Húsráðendur á Túngötu tuttugu og eitt í Vestmannaeyjum, víla ekki fyrir sér að bjóða hátt í hundrað manns í kjötsúpuveislu.

Mikið líf í mýrarboltanum á Ísafirði

Það gekk mikið á í dag á Ísafirði þegar Evrópumeistaramótið í mýrarbolta fór þar fram í ágætu veðri. Mýrarboltinn líkist knattspyrnu að flestu leyti nema hvað völlurinn er eitt drullusvað og því er oft erfitt að senda boltann milli manna. Mörkin koma líka ekki alltaf á færibandi því boltinn fer stundum hægt í rennblautri forinni.

Íslendingur vill gefa ókunnugum Pólverja annað nýra sitt

Íslenskur karlmaður vill gefa Pólverja annað nýra sitt en Pólverjinn fékk alvarlega sýkingu við störf sín hér á landi, sem leiddi til þess að bæði nýrun skemmdust og taka þurfti neðan af báðum fótum hans. Læknir á Landspítalanum segir þetta stórmerkileg tíðindi því þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur býðst til að gefa ókunnugum manni líffæri með þessum hætti.

Enn flæðir í Suður-Asíu

Flóð vegna monsúnregns halda áfram að hrella íbúa Bangladesh og Indlands. Tala látinna er nú komin hátt í þrjúhundruð og fleiri og fleiri neyðast til þess að yfirgefa heimili sín.

Madelaine leitað

Portúgalska lögreglan hefur sett aukinn kraft í leitina að hinni fjögurra ára gömlu Madeleine McCann sem var rænt af hótelherbergi fyrir rúmlega þremur mánuðum.

Ólafur Ragnar og Dorrit á Alheimsmóti skáta

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og forsetafrú, Dorrit Mussaieff heimsóttu í gær íslenska þátttakendur á alheimsmóti skáta sem haldið er í Hyland Park í Essex-héraði í Bretlandi.

Hátt settur meðlimur al-Qaeda drepinn í Írak

Bandarískir hermenn í Írak segjast hafa drepið hátt settan mann innan al-Qaeda sem skipulagði tvær árásir á gullnu moskuna í Samarra, helgidóm sjíta múslima. Moskan skemmdist talsvert í árásunum og jók það mjög ófriðinn í landinu. Badri var yfirmaður al-Qaeda í Salahuddin héraðinu.

Satanískir tónleikar stöðvaðir í Íran

Írönsk lögregla handtók minnst 200 manns og lagði hald á áfengi og fíkniefni á tónleikum, sem þarlendir fjölmiðlar lýstu sem ,,satanískum". Þá segist lögregla hafa lagt hald á dónalega geisladiska og ósiðlega kjóla, sem skipuleggjendur tónleikanna gáfu kvenkyns gestum.

Lífeyri eftirlifenda helfararinnar mótmælt

Fulltrúar 250.000 Ísraela sem lifðu helför Nasista af ætla að mótmæla bágum kjörum þeirra fyrir utan hús Ehuds Olmerts forsætisráðherra í Jerúsalem í dag. Lífeyri eftirlifendanna samsvarar um 1300 íslenskum krónum á mánuði.

Feðgar létu lífið í hringekju í Frakklandi

Feðgar létu lífið og tveir slösuðust alvarlega þegar vagn í kraftmikilli hringekju losnaði frá og hrapaði til jarðar í gærkvöldi. Slysið varð í skemmtigarðinum "La Fête des Loges" sem er fjörutíu kílómetrum vestur af París. Hinir slösuðu voru í för með þeim látnu.

Ungum dreng bjargað eftir sex tíma volk í Dauðahafinu

Átta ára ísraelskur drengur fannst síðastliðna nótt á lífi, eftir að hafa flotið í Dauðahafinu í sex klukkustundir. Sterkir straumar hrifu drenginn á haf út, þegar hann var á leik á ströndinni með föður sínum og bræðrum. Lögregluþyrla og tugir björgunarmanna leituðu drengsins. Hann fannst um eitt eftir miðnætti, hræddur og þyrstur,en annars heill heilsu, um þrjá og hálfan kílómetra frá ströndu. Dauðahafið inniheldur óvenju hátt magn salts, og hefur það orðið drengnum til lífs, því auðveldara er að fljóta í því.

Risapanda elur sinn fjórða hún

Hin 16 ára risapanda Bai Yun ól sinn fjórða hún í dýragarði í San Diego á föstudaginn. Ekki er vitað að hvaða kyni húnninn er en það kemur í ljós eftir nokkra mánuði. Húnninn, sem nú er einn þúsundasti af stærð fullvaxta pöndu, grét sama og ekkert þegar hann var kominn í heiminn og þykir það vera til marks um lagni móðurinnar.

Manni sem féll í Glerárgljúfur haldið sofandi

Karlmaður sem féll í Glerárgljúfur skammt ofan Akureyrar á móts við öskuhaugana í Glerárdal í gær er alvarlega slasaður og haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu lögreglu og sjúkraflutningamenn að ná manninum upp úr gljúfrinu og notuðu til þess sigbúnað.

Innkallanir líklega ekki margar hér á landi

Egill Jóhannson framkvæmdastjóri Brimborgar segir ólíklegt að margir bílar af þeim tegundum og árgerðum sem Ford bílaframleiðandinn hyggst innkalla séu hér á landi. Ford hyggst innkalla allt að 3.6 milljónir bíla, pallbíla, sendibíla og jepplinga, eftir að galli fannst í rofa sem stýrir sjálfvirkri hraðastýringu.

Nokkur erill hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum

Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt þar sem nú stendur yfir þjóðhátíð. Þrír gistu fangageymslur og tilkynnt var um tvær minniháttar árásir. Lögreglan segir helgina að mestu hafa gengið vel.

Vel heppnað unglingalandsmót

Unglingalandsmótið sem haldið er á Höfn hefur farið einstaklega vel fram. Í tilkynningu frá lögreglu segir að mótsgestir eru til mikillar fyrirmyndar, sömu sögu sé að segja um framkvæmd mótsins, og umgjörð þess. Talið er að mótsgestir séu tæplega 7000. Eftirlit lögreglu með umferð hefur gengið vel en um 21 ökumaður hefur verið kærður fyrir of hraðan akstur umhverfis Höfn, sem af er helginni. Engin slys hafa verið tilkynnt til lögreglu.

Töluverður erill á Neskaupsstað

Töluverður erill var hjá lögreglu á Neskaupsstað í nótt. Lögregla lagði hald á töluvert magn áfengis hjá unglingum á tjaldsvæðinu og í miðbænum. Þá var töluvert um slagsmál og stympingar í bænum í nótt, og gistu þrír fangageymslur vegna þessa. Ein líkamsárás var kærð. Einn var stöðvaður um sexleitið í morgun, grunaður um ölvun við akstur. Þá voru 13 voru teknir fyrir of hraðan akstur á Norðfjarðarvegi. Alls hafa því þrjátíu ökumenn verið stöðvaðir fyrir hraðakstur á svæðinu það sem af er helginni. Ekkert fíkniefnamál hefur komið upp á Neskaupsstað það sem af er helgi, en öflugt eftirlit er með slíku í bænum.

Gin- og klaufaveiki veiran finnst á rannsóknarstofu

Stofn sem er af sama meiði og og stofn gin og klaufaveikinnar sem fannst í nautgripum á býli í Suður-Englandi á föstudag fannst í gær. Hann fannst á rannsóknarstofu í nágrenni býlisins og var notaður í bólusetningarlyf fyrir dýr. Ekki er hægt að staðfesta endanlega að veikin hafi breiðst út frá rannsóknarstofunni en eftirlit með bæjum í kringum hana hefur verið hert til muna. Heilbrigðiseftirlitsmenn munu heimsækja rannsóknarstofuna í dag og kanna möguleikann á því að veikin hafi borist þaðan.

Þrír teknir grunaðir um ölvunarakstur

Þrír voru teknir grunaðir um ölvun í umdæmi lögreglunnar í Árnessýslu. Einn þeirra sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og reyndi að stinga af um fimmleitið í morgun. Hann endaði för sína nálægt Flúðum, þegar hann beygði út af Hrunamannavegi yfir á malarveg, og rann út í skurð. Einn farþegi var í bílnum en sakaði hvorugan. Þeir sofa nú úr sér á lögreglustöðinni og verða yfirheyrðir í dag.

Karlmaður á sjötugsaldri fannst alvarlega slasaður í nótt

Rúmlega sextugur karlmaður, sem fannst liggjandi í blóði sínu á miðri götu í Breiðholti í gærkvöldi, er á batavegi. Hann er þó enn á gjörgæsludeild og í öndunarvél. Ekki er vitað hvort ekið var á hann, ráðist hafi verið á hann eða hann hlotið áverkana á annan hátt.

Sonur Idi Amin dæmdur fyrir morð

Sonur fyrrum forseta Úganda, hins alræmda Idi Amin, var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir hlutdeild sína í árás á 18 ára dreng sem varð honum að bana. Atvikið átti sér stað í Norður-Lundúnum í janúar á síðasta ári.

Varað við hávaðaroki á Kjalarnesi

Lögregla varar við snörpum vindkviðum, allt að þrjátíu metrum á sekúndu, á Kalarnesi. Starfsmenn Spalar vara ökumenn húsbíla, og fólk með hjól- og fellihýsi í eftirdragi, sem er á leið í bæinn við vindinum, en í það minnsta einum húsbíl hefur verið lagt upp í vindinn á Kjalarnesi þar sem hann bíður af sér veðrið.

Fjölmargir innipúkar í Reykjavík

Þrátt fyrir að fjöldi fólks flykkist út á land yfir verslunarmannahelgina eru töluvert margir sem halda sig í bænum því nær uppselt er á Innipúkahátíðina sem haldin er í sjötta sinn í miðbæ Reykjavíkur í kvöld. Fjöldi hljómsveita og plötusnúða troða upp í þetta sinn á skemmtistaðnum Organ.

Lagði hald á hundrað skammta af LSD

Hundrað skammtar af LSD fundust á farþega í fólksflutningabíl í Varmahlíð í Skagafirði í gærkvöldi. Farþeginn var á leið til Akureyrar og í tilkynningu frá lögreglunni þar segir að gera megi ráð fyrir því að efnið hafi átt að selja þar. Maðurinn var einnig með lítilræða af hvítum efnum, líklega kókaíni og amfetamíni.

Bann við nektardönsum stenst lög

Sigurður Líndal fyrrverandi lagaprófessor segir bann við nektardönsum á veitingastöðum standast atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og segir löggjafanum heimilt að skerða atvinnufrelsi varði það almannaheill.

Missti báða fætur, vantar enn nýra

Pólverji sem missti báða fætur og hlaut töluverðan skaða af vegna blóðeitrunar sem hann fékk við störf hér á landi fyrir tveimur árum þarf einnig á nýju nýra að halda eftir slysið. Hann þarf að fara í nýrnavél á Landspítalanum þrisvar í viku en segist þó ekki geta hugsað sér að snúa aftur til Póllands þar sem íslenska heilbrigðiskerfið hlúi mun betur að sjúklingum en í heimalandinu.

Ekki inni í myndinni að selja RUV segir Þorgerður Katrín

Menntamálaráðherra segir að sér komi spurning Björns Bjarnasonar á óvart um hvort ekki sé best að selja Ríkisútvarpið. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, svarar því játandi að selja eigi RUV en Þorgerður Katrín fullyrðir að það sé alls ekki inni í myndinni.

Mannlíf með besta móti á útihátíðum

Neistaflug fer nú fram í Neskaupstað. Tveir dansleikir voru í bænum í nótt, og fóru þeir að mestu vel fram samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu í tengslum við ölvun hátíðargesta en lagt var hald á talsvert af áfengi sem unglingar á svæðinu höfðu í fórum sínum.

Bush sýnir lit

George Bush Bandaríkjaforseti sveimaði í dag í þyrlu sinni yfir staðinn þar sem brú yfir Mississippi fljót hrundi síðastliðinn miðvikudag. Eftir það gekk hann um með slökkviliðshatt á vettvangi slyssins og skoðaði aðstæður.

200 látnir í Bangladesh og Indlandi

Rúmlega 200 manns hafa látist í Bangladesh og Indlandi undanfarna daga vegna flóða, en monsúntímabilið stendur nú sem hæst. Heimili og skepnur skolast burt og eina haldreipi fólks er oft á tíðum trjátoppar sem það heldur dauðahaldi í til þess að fara ekki sömu leið.

Hitnar og hitnar í Evrópu

Lengd hitabylgja sem skekja Vestur-Evrópu hefur tvöfaldast síðan árið 1880. Þetta segja vísindamenn sem komust einnig að því að fjöldi ofurheitra daga hefur þrefaldast á sama tíma.

Unglingalandsmótið gengur framar vonum

Um 8000 þúsund manns eru nú á Unglingalandsmóti Íslands á Höfn í Hornarfirði. Hátíðin hefur gengið framar öllum vonum, og að sögn lögreglu er hegðun gesta með eindæmum góð. Þegar á leið nóttina í gær voru til að mynda einungis um 60 manns eftir að skemmta sér, flestir heimamenn. Einhver ölvun og slagsmál voru og var einn fluttur á slysadeild.

Metnaðargjarnir ættu að níðast á undirmönnum

Ný könnun sýnir að ein öruggasta leið til að klífa metorðastigann í vinnunni er að níðast á undirmönnum sínum. Tveir þriðju svarenda í könnun sem vísindamenn við Bond háskóla í Ástralíu létu gera, sögðu að ekki einungis væri geðstirðum og fruntalegum yfirmönnum ekki refsað, heldur væri þeim launaður yfirgangurinn með stöðuhækkunum.

Stærsta dauða svæði hafsins sem fundist hefur

Vísindamenn hafa uppgötvað nærri 10 þúsund fermílna dautt hafsvæði í Mexíkóflóa. Um er að ræða það stærsta sinnar tegundar sem fundist hefur. Lífvana eða dauð hafsvæði eru einskonar eyðimerkur hafsins. Svæðin eru of súrefnissnauð til að fiskar og önnur sjávardýr geti þrifist þar.

Ford innkallar bíla vegna galla í hraðastýringu

Ford bílaframleiðandinn hyggst innkalla allt að 3.6 milljónir bíla, pallbíla, sendibíla og jepplinga, eftir að galli fannst í rofa sem stýrir sjálfvirkri hraðastýringu. Rofinn er talinn tengjast brunum sem tilkynnt hefur verið um í vélum bílanna. Innköllunin nær til fjölda tegunda sem framleiddar voru á árunum 1992 til 2002. Þar á meðal eru gerðirnar Ford Explorer og F 150, sem hafa verið seldar hér á landi. Þetta er í sjötta sinn sem fyrirtækið innkallar bíla vegna galla tengdum hraðastýringu.

Teves verður ekki með á morgun

Argentínumaðurinn Carlos Teves verður ekki kominn með leikheimild á morgun þegar Manchester United mætir Chelsea í árlegum leik deildar- og bikarmeistaranna í ensku knattspyrnunni.

Færri létust en talið var í fyrstu

Mun færri létu lífið en óttast var þegar brú yfir Mississippi fljót hrundi síðaðsliðinn miðvikudag með þeim afleiðingum að tugir bíla féllu átján metra niður í fljótið.

Hátíðin Neistaflug farið vel fram hingað til

Hátíðin Neistaflug á Neskaupsstað hefur að mestu farið vel fram. Nokkur erill hefur þó verið hjá lögreglu í tengslum við ölvun hátíðargesta. Þá lagði lögregla hald á talsvert magn af áfengi hjá unglingum á svæðinu. Einn var tekinn fyrir ölvunarakstur og 17 ökumenn fyrir of hraðan akstur í umdæminu, sá sem hraðast fór ók á rúmlega 120 kílómetra hraða.

Sjá næstu 50 fréttir