Innlent

Maðurinn sem fannst við Hraunberg enn í öndunarvél

Maðurinn sem fannst liggjandi í blóði sínu í Breiðholti í gærkvöldi er á batavegi, en er þó enn í öndunarvél. Ekki er vitað hvernig hann hlaut áverkana.



Vegfarendur komu að manninum klukkan rétt rúmlega tíu í gærkvöldi við Hraunberg þar sem hann lá í blóði sínu og var hann með alvarlega áverka. Vegfarendur endurlífguðu hann en hann var orðinn blár þegar þeir komu að og var í hjartastoppi.

Starfsfólk söluturns í götunni kölluðu á lögreglu og sjúkralið.

Bremsuför fundust á vettvangi, en ekki er vitað hvort þau hafi verið eftir bíl sem þurfti að nauðhemla þegar ökumaðurinn sá manninn liggjandi á götunni, eða hvort einhver hafi ekið á manninn og stungið af. Lögregla útilokar ekki að maðurinn hafi hlotið áverkana á annan hátt.

Lögreglan biður alla þá sem einhverjar upplýsingar hafa um atvikið að hafa samband í síma 444-1000.

Tengdar fréttir

Karlmaður á sjötugsaldri fannst alvarlega slasaður í nótt

Rúmlega sextugur karlmaður, sem fannst liggjandi í blóði sínu á miðri götu í Breiðholti í gærkvöldi, er á batavegi. Hann er þó enn á gjörgæsludeild og í öndunarvél. Ekki er vitað hvort ekið var á hann, ráðist hafi verið á hann eða hann hlotið áverkana á annan hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×